Í boði náttúrunnar

áttundi þáttur: Kryddjurtir, Diddú og Þorkell

Í þessum þætti rýna þáttastjórnendur í heim ferskra kryddjurta. Ferðalagið byrjar á Engi í Laugarási en þar verður talað við Ingólf Guðnason sem hóf ræktun á ferskum kryddjurtum fyrir u.þ.b. 20 árum síðan. Hann mun fræða hlustendur um kryddjurtir og ræktun þeirra. Til örva hugmyndaflugið varðandi notkun ferskra kryddjurta þá verða nokkrir veitingastaðir heimsóttir og matreiðslumeistararnir spurðir út í þeirra uppáhalds kryddjurtir og hvernig þeir nota þær til matargerðar. Í lok þáttarins heimsækja þáttastjórnendur Sigrúnu Hjálmtýsdóttur eða Diddú eins og allir kannast við hana og mannin hennar, Þorkell Jóelsson. En Þorkell stundar basilrækt í frístundum sínum, sem Diddú notar í sitt fræga pestó. Hlustendur geta komist galdrinum á bakvið pestóið góða sem rennur út eins og heitar lummur á grænmetismarkaðinum í Mosfellsdal.

Frumflutt

28. júlí 2024

Aðgengilegt til

29. júlí 2025
Í boði náttúrunnar

Í boði náttúrunnar

Þátturinn er í umsjón hjónanna Guðbjargar Gissurardóttur og Jóns Árnasonar, en þau hafa sett sér það markmið koma sér upp lífrænum matjurtagarði í sælureit sínum í Kjós. Þau hafa enga reynslu, hugmynd um hvernig þau eiga koma slíku verki í framkvæmd. En til afla sér þekkingar fara þau á stúfana og hitta sérfræðinga og vana leikmenn á sviði matjurtaræktunar til ráðleggingar og hugmyndir sem munu vonandi skila þeim og hlustendum góðri uppskeru í lok sumars. Einnig munu þau hafa uppi á fólki sem er gera óvenjulega hluti á þessu sviði, auk þess taka fyrir matreiðslu grænmetis, nýtingu villijurta o.m.fl. Í Boði náttúrunnar fjallar um ferðalag þeirra hjóna og verður hlustendum vonandi innblástur og hvatning til rækta sitt eigið grænmeti, hvort sem það er úti í garði, uppi í sumarbústað, á svölunum eða úti í glugga. (Áður á dagskrá 2009)

Þættir

,