Í boði náttúrunnar

Fimmti þáttur: Skordýr, hvítlaukur, börn sem rækta grænmeti o.fl.

Í þessum þætti ræða þáttastjórnendur við Guðmund Halldórsson skordýrafræðing um hlutverk skordýranna í matjurtagarðinum og hjá honum nokkur góð ráð varðandi sambýlið við þessa nýju nágranna. Waldorfleikskólinn Ylur, í Lækjarbotnum, verður heimsóttur, en þar hafa börnin ásamt Jóhönnu B. Magnúsdóttur garðyrkjufræðingi, komið upp einstökum matjurtagarði sem er hannaður út frá náttúruöflunum, en þau eru: Jörð, vindur, eldur og vatn. Einnig verður rætt við nokkra krakka úr leikskólanum og Sólveigu Þorbergsdóttur kennara. lokum verður Auður Óskarsdóttir, blómaskreytir og garðyrkjufræðingur heimsótt, en hún ser um nytjajurtagarðinn í Grasagarði Reykjavíkur, í Laugardal. Hún mun fræða hlustendur um hlutverk garðsins og einnig gefa góð ráð varðandi ræktun á hvítlauk.

Frumflutt

7. júlí 2024

Aðgengilegt til

8. júlí 2025
Í boði náttúrunnar

Í boði náttúrunnar

Þátturinn er í umsjón hjónanna Guðbjargar Gissurardóttur og Jóns Árnasonar, en þau hafa sett sér það markmið koma sér upp lífrænum matjurtagarði í sælureit sínum í Kjós. Þau hafa enga reynslu, hugmynd um hvernig þau eiga koma slíku verki í framkvæmd. En til afla sér þekkingar fara þau á stúfana og hitta sérfræðinga og vana leikmenn á sviði matjurtaræktunar til ráðleggingar og hugmyndir sem munu vonandi skila þeim og hlustendum góðri uppskeru í lok sumars. Einnig munu þau hafa uppi á fólki sem er gera óvenjulega hluti á þessu sviði, auk þess taka fyrir matreiðslu grænmetis, nýtingu villijurta o.m.fl. Í Boði náttúrunnar fjallar um ferðalag þeirra hjóna og verður hlustendum vonandi innblástur og hvatning til rækta sitt eigið grænmeti, hvort sem það er úti í garði, uppi í sumarbústað, á svölunum eða úti í glugga. (Áður á dagskrá 2009)

Þættir

,