Í boði náttúrunnar

Sjöundi þáttur: Brúðkaup í Skrúð

Í þessum þætti munu hlustendur fylgja þáttastjórnendum í brúðkaup á Núp í Dýrafirði sem haldið var undir berum himni í garðinum Skrúð. En garðurinn, sem allir aðrir skrúðgarðar landsins eru nefndir eftir verður 100 ára í ágúst. Það var séra Sigtryggur Guðlaugsson prófastur og skólastjóri á Núpi sem kom garðinum á fót og mun hann um alla tíð skipa sinn sess í garðyrkjusögu Íslands, ekki síst fyrir það merkilega frumkvöðlastarf sem séra Sigtryggur Guðlaugsson hóf í garðrækt fyrir 100 árum. Guðmundur Helgason, hótelstjóri á Núpi og matreiðslumeistari, segir frá sögu og tilgangi garðsins þá og nú. Á leiðnni vestur komu þáttastjórnendur við hjá Jóni Guðmundssyni garðyrkjumeistar á Akranesi sem leiðbeinir þeim hvernig rækta á eplatré. En Jóni hefur tekist rækta eplatré og önnur ávaxtatré utandyra, í garðinum sínum, sem stendur alveg niður við sjó. Í lok þáttarins mun Edda Björgvinsdóttir leikkona seigja frá áhuga sínum á heilbrigðu líferni og hvernig það tengist lífrænni ræktun.

Frumflutt

21. júlí 2024

Aðgengilegt til

22. júlí 2025
Í boði náttúrunnar

Í boði náttúrunnar

Þátturinn er í umsjón hjónanna Guðbjargar Gissurardóttur og Jóns Árnasonar, en þau hafa sett sér það markmið koma sér upp lífrænum matjurtagarði í sælureit sínum í Kjós. Þau hafa enga reynslu, hugmynd um hvernig þau eiga koma slíku verki í framkvæmd. En til afla sér þekkingar fara þau á stúfana og hitta sérfræðinga og vana leikmenn á sviði matjurtaræktunar til ráðleggingar og hugmyndir sem munu vonandi skila þeim og hlustendum góðri uppskeru í lok sumars. Einnig munu þau hafa uppi á fólki sem er gera óvenjulega hluti á þessu sviði, auk þess taka fyrir matreiðslu grænmetis, nýtingu villijurta o.m.fl. Í Boði náttúrunnar fjallar um ferðalag þeirra hjóna og verður hlustendum vonandi innblástur og hvatning til rækta sitt eigið grænmeti, hvort sem það er úti í garði, uppi í sumarbústað, á svölunum eða úti í glugga. (Áður á dagskrá 2009)

Þættir

,