Í boði náttúrunnar

Sjötti þáttur: Fyrsta uppskera sumarsins

Í þessum þætti munu þáttastjórnendur fagna fyrstu uppskeru sumarsins með heimsókn á Grænmetismarkaðinn Mosskógum í Mosfellsdal, en markaðurinn er orðinn árviss og ómissandi viðburður í lífi margra. Einnig mun Auður Ottesen garðyrkjufræðingur gefa nokkur góð ráð varðandi uppskeruna. Þáttastjórnendur ferðast síðan austur fyrir fjall til fræðast nánar um lífræna ræktun. Komið verður við á Sólheimum í Grímsnesi, en þar byrjaði Sesselja Sigmundsdóttir, fyrst íslendinga rækta lífrænt grænmeti. Pétur Sveinbjarnarsson, stjórnarformaður Sólheima segjir frá lífi og störfum þessarar merku konu. Hjónin Þórður G. Halldórsson og Karolína Gunnarsdóttur í garðyrkjustöðinni Akri verða heimsótt og rætt verður við Þórð um lífræna ræktun og kosti þess neyta lífrænna ávaxta og grænmetis.

Frumflutt

14. júlí 2024

Aðgengilegt til

15. júlí 2025
Í boði náttúrunnar

Í boði náttúrunnar

Þátturinn er í umsjón hjónanna Guðbjargar Gissurardóttur og Jóns Árnasonar, en þau hafa sett sér það markmið koma sér upp lífrænum matjurtagarði í sælureit sínum í Kjós. Þau hafa enga reynslu, hugmynd um hvernig þau eiga koma slíku verki í framkvæmd. En til afla sér þekkingar fara þau á stúfana og hitta sérfræðinga og vana leikmenn á sviði matjurtaræktunar til ráðleggingar og hugmyndir sem munu vonandi skila þeim og hlustendum góðri uppskeru í lok sumars. Einnig munu þau hafa uppi á fólki sem er gera óvenjulega hluti á þessu sviði, auk þess taka fyrir matreiðslu grænmetis, nýtingu villijurta o.m.fl. Í Boði náttúrunnar fjallar um ferðalag þeirra hjóna og verður hlustendum vonandi innblástur og hvatning til rækta sitt eigið grænmeti, hvort sem það er úti í garði, uppi í sumarbústað, á svölunum eða úti í glugga. (Áður á dagskrá 2009)

Þættir

,