07:03
Morgunútvarpið
5. nóv. -Kjördagur USA, alþingiskosningar VG og Lýðræðisfl.og tölvuleikir í óléttuprófum.
Morgunútvarpið

Kosningadagur er runninn upp vestanhafs og við hefjum þáttinn með Nichole Leigh Mosty, fyrrverandi þingmanni, sem er fædd og uppalin í Bandaríkjunum, er með tvöfaldan ríkisborgararétt og kýs því í kosningunum.

Guðmundur Jóhannsson verður á sínum stað með tæknihornið -þó á örlítið breyttum tíma.

Á meðan fólks er enn leitað í Valencia héraði eftir mikil mannskaðaflóð heldur áfram að rigna óeðlilega mikið víðar á Spáni. Í gær var gefin út rauðveðurviðvörun í Barcelona vegna úrkomu. Samgöngur liggja niðri víða hefur flætt inn í byggingar og yfir vegi. Við ræðum þetta öfgakennda veður við Elínu Björk Jónasdóttur veðurfræðing.

Við höldum síðan áfram að ræða bandarísku forsetakosningarnar eftir átta fréttir, þá með Guðmundi Hálfdánarsyni, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands.

Næstu vikur fáum við fulltrúa frá þeim flokkum sem bjóða fram til Alþingis til okkar, í þetta skiptið Finn Ricart Andrason, oddvita Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður, og Kára Allansson, oddvita Lýðræðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.

Er aðgengilegt til 05. nóvember 2025.
Lengd: 1 klst. 57 mín.
,