07:03
Morgunvaktin
Skapandi greinar sem kosningamál, þýsk stjórnmál og framtíð Grindavíkur
Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Mikill vöxtur hefur verið hér á landi í skapandi greinum síðustu ár og störfum hefur fjölgað hratt. Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands, og Anna Hildur Hildibrandsdóttir, fagstjóri skapandi greina hjá háskólanum á Bifröst, ræddu um stöðu skapandi greina og stjórnmálin.

Arthúr Björgvin Bollason sagði frá því að mikill titringur er í stjórnarsamstarfinu í Þýskalandi og nú er fundað stíft um hvort hægt sé að berja í brestina eða hvort flokkarnir eigi að slíta samstarfinu. Þá eru deilur í nýjum flokkum líka komnar upp á yfirborðið.

Í síðasta hluta þáttarins var rætt við Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóra útgerðarfélagsins Þorbjarnar í Grindavík. Um næstu helgi verður ár liðið frá því að rýma þurfti bæinn í skyndi. Gígja Hólmgeirsdóttir dagskrárgerðarmaður hér á Rás 1 ræddi við Gunnar um það sem vel hefur tekist og það sem betur hefði mátt fara, um stöðuna núna og framtíð Grindavíkur.

Tónlist:

Evening in Paris - Quincy Jones.

It's my party - Lesley Gore.

Ein bisschen Frieden - Nicole.

No Surprises - Radiohead.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,