13:00
Samfélagið
Kynjuð áhrif heimsfaraldurs, ráðstefnan í Kólumbíu gerð upp, forsetakosningar í Bandaríkjunum og málfarsspjall
Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: [email protected]

Heimsfaraldurinn kollvarpaði tímabundið starfi framhaldsskóla, í mars 2020, þegar samkomubann var sett á var farið að kenna allt í fjarkennslu, um haustið var hert og slakað á víxl og skólastarfið var sífellt að aðlaga sig. Hvaða áhrif hafði þetta á kennara? Nokkrir fræðimenn við Menntavísindasvið Háskóla Íslands hafa undanfarið rannsakað þetta í þaula og safnað fjölbreyttum gögnum. En stærsta ein stærsta niðurstaðan kom eins og blaut tuska í andlitið á þeim. Súsanna Margrét Gestsdóttir, kennari, sagnfræðingur,lektor við Menntavísindasvið HÍ og ein rannsakendanna kemur til okkar núna rétt á eftir og greinir meðal annars frá ólíkum áhrifum ráðstafananna sem gerðar voru vegna faraldursins á konur og karla í kennarastétt.

Síðustu daga og vikur höfum við fengið að heyra innslög frá Þorgerði Maríu Þorbjarnardóttur, formanni Landverndar, þar sem hún hefur sagt frá dvöl sinni í Cali í Kólumbíu. Hún sótti þangað ráðstefnu aðildarríkja að rammasamningi Sameinuðu þjóðanna um líffræðilegan fjölbreytileika. Þetta er risastór viðburður þar sem fulltrúar ríkjanna koma saman og setja sér alls konar markmið og gera alls konar áætlanir. En hvernig er það að vera á svona ráðstefnu. Næst einhver raunverulegur árangur? Gera þessar ráðstefnur eitthvað gagn? Við fáum Þorgerði Maríu til okkar í spjall um þetta og margt fleira.

Spennan vex vestanhafs. Róbert Jóhannsson, fréttamaður á erlendu deildinni ræðir við okkur um kosningarnar í Bandaríkjunum.

Anna Sigríður Þráinsdóttir, málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins, spjallar við okkur um tökuorð.

Tónlist í þættinum:

BEAR THE ANT - Hey!.

Höst, Lene, Airana, Miriam - Sanfona Sentida.

BSÍ - Lily (hot dog).

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,