Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Mikill vöxtur hefur verið hér á landi í skapandi greinum síðustu ár og störfum hefur fjölgað hratt. Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands, og Anna Hildur Hildibrandsdóttir, fagstjóri skapandi greina hjá háskólanum á Bifröst, ræddu um stöðu skapandi greina og stjórnmálin.
Arthúr Björgvin Bollason sagði frá því að mikill titringur er í stjórnarsamstarfinu í Þýskalandi og nú er fundað stíft um hvort hægt sé að berja í brestina eða hvort flokkarnir eigi að slíta samstarfinu. Þá eru deilur í nýjum flokkum líka komnar upp á yfirborðið.
Í síðasta hluta þáttarins var rætt við Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóra útgerðarfélagsins Þorbjarnar í Grindavík. Um næstu helgi verður ár liðið frá því að rýma þurfti bæinn í skyndi. Gígja Hólmgeirsdóttir dagskrárgerðarmaður hér á Rás 1 ræddi við Gunnar um það sem vel hefur tekist og það sem betur hefði mátt fara, um stöðuna núna og framtíð Grindavíkur.
Tónlist:
Evening in Paris - Quincy Jones.
It's my party - Lesley Gore.
Ein bisschen Frieden - Nicole.
No Surprises - Radiohead.
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
Konukot er neyðarskýli fyrir heimilislausar konur í Reykjavík, þar er grunnþörfum kvenna sem þangað leita sinnt hvað varðar húsnæði, hreinlæti og mat. Halldóra R. Guðmundsdóttir, forstöðukona Konukots, kom í þáttinn ásamt Erlingi Jóhannessyni gullsmiði sem hannaði Glóð nýjan íslenskan hönnunargrip sem seldur er til styrktar Konukoti.
Að frumkvæði umboðsmanns barna hafa verið gefin út viðmið um skjánotkun barna og ungmenna til stuðnings foreldrum við að stuðla að jákvæðri og uppbyggilegri umgengni við tækni, tölvur og snjalltæki. Það er til dæmis ekki mælt með því að börn fái skjátíma fyrir 18. mánaða aldur. Við ræddum við Unni Örnu Jónsdóttur frá Hugarfrelsi í dag.
Stefanía Thors leik- og kvikmyndagerðarkona var næstum því búin að sleppa boðaðri krabbameinsskimun vegna mikilla anna en gaf sér þó sem betur fer tíma til að fara. Skimunin sjálf tók stuttan tíma og hún bjóst alls ekki við að verða greind með illkynja brjóstakrabbamein sem snéri lífi hennar á hvolf. Helga Arnardóttir ræddi við hana á Heilsuvaktinni í dag.
Tónlist í þættinum
Helga / Magnús Kjartansson (Magnús Kjartansson)
Heitt Toddý / Ellen Kristjáns (erlent lag, texti Friðrik Erlings)
Lítið ljóð / Rebekka Blöndal (Rebekka Blöndal og Ásgeir Ásgeirsson, texti Rebekka Blöndal og Stefán Örn Gunnlaugsson)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Óvíst er hvenær niðurstöður forsetakosninganna sem eru í Bandaríkjunum í dag verða ljósar. Mjög litlu munar á frambjóðendunum í könnunum.
Viðsnúningur verður í rekstri Reykjavíkurborgar á næstu árum. Gangi áætlanir eftir verður 1,7 milljarða afgangur á rekstri borgarinnar á næsta ári
Einu barni er enn haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæslu Barnaspítalans eftir e.colismit í leikskólanum Mánagarði. Yfirlæknir segir flest börnin á batavegi.
Gert er ráð fyrir auknum hallarekstri ríkissjóðs á næsta ári í breytingartillögum ríkisstjórnarinnar við fjárlagafrumvarpið. Fjárlaganefnd Alþingis stefnir að því að afgreiða frumvarpið úr nefnd í byrjun næstu viku.
Úrkoma og hlýindi valda aukinni skriðuhættu á Suður- og Vesturlandi. Tvær skriður féllu á Vesturlandi í gær.
Sveitarfélög í Austur-Húnavatnssýslu hafa sagt upp samningi um rekstur hjúkrunarheimilisins Sæborgar á Skagaströnd og óvíst hvað tekur við. Biðlisti er eftir plássum á heimilinu.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Þátturinn í dag er tekinn upp í bænum Þorlákshöfn í sveitarfélaginu Ölfusi á Suðurlandi á fallegum mánudegi í byrjun nóvember.
Í lok síðustu viku greindi Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, frá því að nú í nóvember verði bindandi kosning meðal íbúa um mölunarverksmiðju þýska sementsfyrirtækisins Heidelberg. Verkefnið hefur verið umdeilt í Ölfusi um langt skeið og eru skoðanir skiptar.
Þetta helst tók nokkra íbúa tali og spurði þá um skoðanir þeirra á verksmiðjunni.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Heimsfaraldurinn kollvarpaði tímabundið starfi framhaldsskóla, í mars 2020, þegar samkomubann var sett á var farið að kenna allt í fjarkennslu, um haustið var hert og slakað á víxl og skólastarfið var sífellt að aðlaga sig. Hvaða áhrif hafði þetta á kennara? Nokkrir fræðimenn við Menntavísindasvið Háskóla Íslands hafa undanfarið rannsakað þetta í þaula og safnað fjölbreyttum gögnum. En stærsta ein stærsta niðurstaðan kom eins og blaut tuska í andlitið á þeim. Súsanna Margrét Gestsdóttir, kennari, sagnfræðingur,lektor við Menntavísindasvið HÍ og ein rannsakendanna kemur til okkar núna rétt á eftir og greinir meðal annars frá ólíkum áhrifum ráðstafananna sem gerðar voru vegna faraldursins á konur og karla í kennarastétt.
Síðustu daga og vikur höfum við fengið að heyra innslög frá Þorgerði Maríu Þorbjarnardóttur, formanni Landverndar, þar sem hún hefur sagt frá dvöl sinni í Cali í Kólumbíu. Hún sótti þangað ráðstefnu aðildarríkja að rammasamningi Sameinuðu þjóðanna um líffræðilegan fjölbreytileika. Þetta er risastór viðburður þar sem fulltrúar ríkjanna koma saman og setja sér alls konar markmið og gera alls konar áætlanir. En hvernig er það að vera á svona ráðstefnu. Næst einhver raunverulegur árangur? Gera þessar ráðstefnur eitthvað gagn? Við fáum Þorgerði Maríu til okkar í spjall um þetta og margt fleira.
Spennan vex vestanhafs. Róbert Jóhannsson, fréttamaður á erlendu deildinni ræðir við okkur um kosningarnar í Bandaríkjunum.
Anna Sigríður Þráinsdóttir, málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins, spjallar við okkur um tökuorð.
Tónlist í þættinum:
BEAR THE ANT - Hey!.
Höst, Lene, Airana, Miriam - Sanfona Sentida.
BSÍ - Lily (hot dog).
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Árni Teitur Ásgeirsson á sér fjölmörg aukasjálf sem semja og flytja ýmisleg tilbrigði við tónlist. Hann er líka höfuðpaurinn í Skagahljómsveitinni Worm is Green sem er með afkastamestu hljómsveitum. Á síðustu árum hefur hann þó lagt mesta vinnu í sólóferil sinn undir listamannsnafninu Huxion.
Lagalisti:
Dr. ROK on ICE presents: Vélvild EP - Sunday Session 21.0
Lines & Boxes - Ofar er Betra (John Log Sour Mix)
hugsjónir & ofhugsjónir - Hugsjónir
unlike & unlove - Unlove
Önnur kemistría - Önnur kemistría
Huxion - Leyfum taktinum að lifa
Huxion - Vertu Stilltur ft. Minimalfunction
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Fyrir nokkrum vikum las umsjónarmaður úr æviminningum Guðrúnar Guðmundsdóttur (1863-1946) sem komu út undir nafninu Minningar frá Hornafirði. Hér er haldið áfram í sama dúr, Guðrún segir frá því sem hún og fjölskylda hennar fengust við í lífinu og meðal annars er hér að finna næsta dramatíska frásögn af missi tveggja bræðra Guðrúnar.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Við kynnum okkur nýútkomna hljómplötu sem ber titilinn De Lumine, eða varðandi ljósið. Fiðluleikarinn Sif Margrét Tulinius segir titilinn einkennandi fyrir verkin sem hún leikur á plötunni, sem innihalda meira ljós en myrkur þrátt fyrir sterkar andstæður í tónlistinni. Um er að ræða þrjú einleiksverk fyrir fiðlu, eftir jafn mörg íslensk tónskáld, þá Hjálmar H Ragnarsson, Huga Guðmundsson og Viktor Orra Árnason. Sif Margrét kemur til okkar í lok þáttar og segir okkur nánar af verkefninu.
Trausti Ólafsson leikhúsrýnir verður einnig með okkur í dag, en hann fór á frumsýningu hjá Íslenska dansflokknum síðastliðinn föstudag. Flokkurinn sýndi tvö ný verk: Órætt algleymi eftir Margréti Söru Guðjónsdóttur og Hverfa eftir Melkorku Sigríði Magnúsdóttur.
En við byrjum á því að heyra af nýrri ljóðabók sem kallast Sólin er hringur. Höfundur bókarinnar Halla Þórðardóttir er atvinnudansari, starfaði með Íslenska dansflokknum í áratug en Sólin er hringur er hennar fyrsta útgefna skáldverk. Það er taktur og töluverður dans í ljóðum Höllu og tengsl líkama og náttúru eru þar rauður þráður. Hún segir þessi tvö listform, dansinn og ljóðið ansi tengd, og stefnir á að virkja þau tengsl áfram.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Hvað er mennsk sköpun? Hvert er gildi listar og listamanna í samtímanum, þegar gervigreind verður sífellt betri í að herma á sannfærandi hátt eftir mennskri list?
Þórhallur Magnússon, rannsóknarprófessor við Háskóla Íslands og prófessor í framtíðartónlist við háskólann í Sussex, er eini farþegi Lestarinnar í dag. Við tökum upp þráðinn frá því í síðustu viku og ræðum gervigreindartónlist.
Kvöldfréttir útvarps
Kvöldfréttir útvarps
Bandaríkjamenn kjósa sér nýjan forseta í dag. Afar mjótt er á munum en hagur Kamölu Harris, frambjóðanda demókrata, hefur heldur vænkast á allra síðustu dögum.
Langar raðir hafa myndast við kjörstaði víða í Bandaríkjunum. Íslenskur þingmaður sem sinnir kosningaeftirliti í landinu segir allt þó ganga hratt og vel fyrir sig.
Tíu vindorkukostir lenda á borði nýkjörins Alþingis. Verkefnastjórn rammaáætlunar skilar tillögum sínum á næstu dögum.
Reykjavíkurborg verður rekin með afgangi á næsta ári, samkvæmt fjárhagsáætlun. Borgarstjóri fagnar því að sjá "grænar tölur" í rekstrinum -- oddviti Sjálfstæðisflokks segir erfitt að sjá að nokkru hafi verið hagrætt.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Formaður kennarasambandsins óttast að dragist kjaradeila kennara við ríki og sveitarfélög enn á langinn segi margir upp, löngu sé tímabært að fjárfesta í kennurum. Rætt verður við hann síðar í Speglinum og líka fjallað um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar - hagræðing eða ekki hagræðing, þar liggur efinn. En fyrst eru það forsetakosningarnar í Bandaríkjunum, Björn Malmquist er staddur í Fíladelfíu, þó ekki við tröppurnar sem Rocky hljóp upp en þó í næsta nágrenni.
Umsjón: Fríða María Ásbergsdóttir.
Núna er apríl og þá er líka blár apríl. Markmiðið með bláum apríl er að fræða fólk um einhverfu og því mun það vera þema þáttarins í mánuðinum. Í fyrsta þættinum fær Fríða hana Laufeyju Gunnarsdóttur til sín í spjall en hún er þroskaþjálfi og einhverfuráðgjafi sem sérhæfir sig í stelpum á einhverfurófi. Er einhverfa hjá stelpum öðruvísi en hjá strákum?
Viðmælandi: Laufey Gunnarsdóttir
Umsjón: Fríða María Ásbergsdóttir
Veðurstofa Íslands.
Tónleikahljóðritanir með innlendum og erlendum flytjendum.
Hljóðritun frá tónleikum mezzósópransöngkonunnar Hildigunnar Einarsdóttur og Guðrúnar Dalíu Salómonsdóttur píanóleikara sem fram fóru í Tíbrá, tónleikaröð Salarins í Kópavogi, 27. október sl.
Á efnisskrá:
*A Charm of Lullabies eftir Benjamin Britten.
*Fimm grísk alþýðulög eftir Maurice Ravel.
*Níu lög úr Þorpinu eftir Þorkel Sigurbjörnsson.
*Þjóðlagaútsetningar eftir Jórunni Viðar, Þorkel Sigurbjörnsson og Benjamin Britten.
Umsjón: Guðni Tómasson.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Heimsfaraldurinn kollvarpaði tímabundið starfi framhaldsskóla, í mars 2020, þegar samkomubann var sett á var farið að kenna allt í fjarkennslu, um haustið var hert og slakað á víxl og skólastarfið var sífellt að aðlaga sig. Hvaða áhrif hafði þetta á kennara? Nokkrir fræðimenn við Menntavísindasvið Háskóla Íslands hafa undanfarið rannsakað þetta í þaula og safnað fjölbreyttum gögnum. En stærsta ein stærsta niðurstaðan kom eins og blaut tuska í andlitið á þeim. Súsanna Margrét Gestsdóttir, kennari, sagnfræðingur,lektor við Menntavísindasvið HÍ og ein rannsakendanna kemur til okkar núna rétt á eftir og greinir meðal annars frá ólíkum áhrifum ráðstafananna sem gerðar voru vegna faraldursins á konur og karla í kennarastétt.
Síðustu daga og vikur höfum við fengið að heyra innslög frá Þorgerði Maríu Þorbjarnardóttur, formanni Landverndar, þar sem hún hefur sagt frá dvöl sinni í Cali í Kólumbíu. Hún sótti þangað ráðstefnu aðildarríkja að rammasamningi Sameinuðu þjóðanna um líffræðilegan fjölbreytileika. Þetta er risastór viðburður þar sem fulltrúar ríkjanna koma saman og setja sér alls konar markmið og gera alls konar áætlanir. En hvernig er það að vera á svona ráðstefnu. Næst einhver raunverulegur árangur? Gera þessar ráðstefnur eitthvað gagn? Við fáum Þorgerði Maríu til okkar í spjall um þetta og margt fleira.
Spennan vex vestanhafs. Róbert Jóhannsson, fréttamaður á erlendu deildinni ræðir við okkur um kosningarnar í Bandaríkjunum.
Anna Sigríður Þráinsdóttir, málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins, spjallar við okkur um tökuorð.
Tónlist í þættinum:
BEAR THE ANT - Hey!.
Höst, Lene, Airana, Miriam - Sanfona Sentida.
BSÍ - Lily (hot dog).
eftir Thor Vilhjálmsson, höfundur les.
Bókin inniheldur þrjár sögur eða „skýrslur“ eins og höfundurinn kallar þær. Allt eru það íronískar ferðasögur, hver með sínu móti. Fyrsta skýrslan nefnist „Hrakningar“ og er skopstæling á íslenskum frásöguþáttum um hrakninga og mannraunir. Þar segir frá nokkrum bændum sem taka sig upp um hávetur í leit að konu sem á að vera grafin í fönn í óbyggðum. Það er einmitt Folda sú sem bókin dregur nafn af. Næsta skýrsla, „Sendiför,“ segir frá kynnisferð íslenskrar sendinefndar til Kína og óspart gert gys að heimóttarskap landans í fjarlægum löndum. Loks er svo „Skemmtiferð“, sem fjallar um för borgaralegra hjóna til sólarlanda. Þau búa á fínu hóteli en hafa ekki ráð á borga fyrir matinn þar og nærast ekki á öðru en ólívum.
Folda kom út árið 1972, naut strax vinsælda lesenda og þótti með aðgengilegustu verkum höfundarins á þeim tíma. (Áður á dagskrá 2009)
Thor las söguna fyrir útvarpið árið 1985
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
Konukot er neyðarskýli fyrir heimilislausar konur í Reykjavík, þar er grunnþörfum kvenna sem þangað leita sinnt hvað varðar húsnæði, hreinlæti og mat. Halldóra R. Guðmundsdóttir, forstöðukona Konukots, kom í þáttinn ásamt Erlingi Jóhannessyni gullsmiði sem hannaði Glóð nýjan íslenskan hönnunargrip sem seldur er til styrktar Konukoti.
Að frumkvæði umboðsmanns barna hafa verið gefin út viðmið um skjánotkun barna og ungmenna til stuðnings foreldrum við að stuðla að jákvæðri og uppbyggilegri umgengni við tækni, tölvur og snjalltæki. Það er til dæmis ekki mælt með því að börn fái skjátíma fyrir 18. mánaða aldur. Við ræddum við Unni Örnu Jónsdóttur frá Hugarfrelsi í dag.
Stefanía Thors leik- og kvikmyndagerðarkona var næstum því búin að sleppa boðaðri krabbameinsskimun vegna mikilla anna en gaf sér þó sem betur fer tíma til að fara. Skimunin sjálf tók stuttan tíma og hún bjóst alls ekki við að verða greind með illkynja brjóstakrabbamein sem snéri lífi hennar á hvolf. Helga Arnardóttir ræddi við hana á Heilsuvaktinni í dag.
Tónlist í þættinum
Helga / Magnús Kjartansson (Magnús Kjartansson)
Heitt Toddý / Ellen Kristjáns (erlent lag, texti Friðrik Erlings)
Lítið ljóð / Rebekka Blöndal (Rebekka Blöndal og Ásgeir Ásgeirsson, texti Rebekka Blöndal og Stefán Örn Gunnlaugsson)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Hvað er mennsk sköpun? Hvert er gildi listar og listamanna í samtímanum, þegar gervigreind verður sífellt betri í að herma á sannfærandi hátt eftir mennskri list?
Þórhallur Magnússon, rannsóknarprófessor við Háskóla Íslands og prófessor í framtíðartónlist við háskólann í Sussex, er eini farþegi Lestarinnar í dag. Við tökum upp þráðinn frá því í síðustu viku og ræðum gervigreindartónlist.
Útvarpsfréttir.
Kosningadagur er runninn upp vestanhafs og við hefjum þáttinn með Nichole Leigh Mosty, fyrrverandi þingmanni, sem er fædd og uppalin í Bandaríkjunum, er með tvöfaldan ríkisborgararétt og kýs því í kosningunum.
Guðmundur Jóhannsson verður á sínum stað með tæknihornið -þó á örlítið breyttum tíma.
Á meðan fólks er enn leitað í Valencia héraði eftir mikil mannskaðaflóð heldur áfram að rigna óeðlilega mikið víðar á Spáni. Í gær var gefin út rauðveðurviðvörun í Barcelona vegna úrkomu. Samgöngur liggja niðri víða hefur flætt inn í byggingar og yfir vegi. Við ræðum þetta öfgakennda veður við Elínu Björk Jónasdóttur veðurfræðing.
Við höldum síðan áfram að ræða bandarísku forsetakosningarnar eftir átta fréttir, þá með Guðmundi Hálfdánarsyni, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands.
Næstu vikur fáum við fulltrúa frá þeim flokkum sem bjóða fram til Alþingis til okkar, í þetta skiptið Finn Ricart Andrason, oddvita Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður, og Kára Allansson, oddvita Lýðræðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Létt spjall og lögin við vinnuna.
Við héldum áfram að hita upp fyrir Icelandic Airwaves tónlistarhátiðina og heyrðum útvarpsþátt í útvarpsþættinum, Einsmellungar og smellaeltar þar sem við kynntumst rapparanum Snow aðeins betur.
Einsmellir og Smellaeltar - Snow - Informer
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Óvíst er hvenær niðurstöður forsetakosninganna sem eru í Bandaríkjunum í dag verða ljósar. Mjög litlu munar á frambjóðendunum í könnunum.
Viðsnúningur verður í rekstri Reykjavíkurborgar á næstu árum. Gangi áætlanir eftir verður 1,7 milljarða afgangur á rekstri borgarinnar á næsta ári
Einu barni er enn haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæslu Barnaspítalans eftir e.colismit í leikskólanum Mánagarði. Yfirlæknir segir flest börnin á batavegi.
Gert er ráð fyrir auknum hallarekstri ríkissjóðs á næsta ári í breytingartillögum ríkisstjórnarinnar við fjárlagafrumvarpið. Fjárlaganefnd Alþingis stefnir að því að afgreiða frumvarpið úr nefnd í byrjun næstu viku.
Úrkoma og hlýindi valda aukinni skriðuhættu á Suður- og Vesturlandi. Tvær skriður féllu á Vesturlandi í gær.
Sveitarfélög í Austur-Húnavatnssýslu hafa sagt upp samningi um rekstur hjúkrunarheimilisins Sæborgar á Skagaströnd og óvíst hvað tekur við. Biðlisti er eftir plássum á heimilinu.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson, Lovísa Rut Kristjánsdóttir og Matthías Már Magnússon.
Líf og fjör í Popplandi eins og venjulega, Siggi var í bandarískum gír í tilefni kosninga þar í landi. Árni Matt kíkti undir yfirborðið, plata vikunnar Sad með Cyber á sínum stað og stjóðheit póstkort frá þeim Daníel Óliver og Róshildi.
VALDIMAR GUÐMUNDSSON & ÞORSTEINN EINARSSON - Ameríka (Hljómskálinn).
RAZORLIGHT - America.
Indications, The, Jones, Durand - Morning In America.
Supertramp - Breakfast in America.
THE BEACH BOYS - Surfin' U.S.A..
FINNEAS - American Cliche.
Malen - Anywhere.
MANNAKORN - Aldrei of seint.
Albarn, Damon, Kaktus Einarsson - Gumbri.
Mayer, John, Zedd - Automatic Yes.
MFSB, Three Degrees, The - TSOP (The sound of Philadelphia).
The O´Jays - Love Train.
Three Degrees, The - When will I see you again.
Melvin, Harold, Melvin, Harold & The Blue Notes - Don't leave me this way.
Kiwanuka, Michael - The Rest Of Me.
Eilish, Billie - Lunch.
Snorri Helgason - Aron.
BRUCE SPRINGSTEEN - Born In The U.S.A..
Lamontagne, Ray - Step Into Your Power.
Bryan Ferry - Dont stop the dance.
Fjallabræður, Emmsjé Gauti - Bensínljós.
Nick Cave - Into My Arms.
JÓNAS SIG - Milda hjartað.
Mars, Bruno, Lady Gaga - Die With A Smile.
Daníel Óliver Sveinsson - You're gonna love me.
SINEAD O CONNOR - Mandinka.
Lúpína - Hættað væla.
LAY LOW - Little By Little.
DannyLux, Black Keys, The - Mi Tormenta.
HJÁLMAR og MR. SILLA - Er hann birtist.
Sykur - Pláneta Y.
SPIN DOCTORS - Two Princes.
Júlí Heiðar - Fræ.
Daniil, Frumburður - Bráðna.
Halldór Eldjárn - Öndunaræfingar.
VÖK - Waterfall.
Róshildur, Róshildur, Halldór Eldjárn - Öndunaræfingar.
Lipa, Dua - Illusion.
Cyber - P*RN STARR.
Cyber - No Cry.
Cyber, Tatjana - I don't wanna walk this earth.
FLORENCE AND THE MACHINE - Shake it Out.
Iðunn Einarsdóttir - Sameinast.
A-hluti borgarinnar verður rekinn með 1,7 milljarða króna afgangi á næsta ári, gangi fjárhagsáætlun borgarinnar eftir. Það er viðsnúningur frá síðasta ári þegar hallinn var fimm milljarðar króna. Þá verður B-hluti rekinn með 12,6 milljarða króna afgangi. Einar Þorsteinsson borgarstjóri kynnti fjárhagsáætlun næsta árs á fundi í hádeginu og hann var á línunni hjá okkur.
Kosningarnar í Bandaríkjunum eru mál málanna í dag og við heyrðum í Felix Bergssyni sem er staddur þar vestra og fær kosningadaginn beint í æð í höfuðborginni Washington D.C. Við slógum á þráðinn til hans og tókum stöðuna.
Svo kom Birta Björnsdóttir fréttamaður til okkar og sagði okkur frá því hvernig kosningaumfjöllun RÚV verður háttað.
Sigríður Halldórsdóttir dagskrárgerðakona hér á RÚV kom til okkar ásamt Baldvini Þór Bergssyni og sögðu þau okkur frá Torgi kvöldsins en í þættinum í kvöld verður rætt við unga kjósendur.
En eins og áður sagði þá er það í dag sem bandaríkjamenn velja sér forseta og er óhætt að segja að mikil spenna ríki um úrslit kosninganna og okkar maður Björn Malmquist er í Philly og hann var á línunni.
Kvöldfréttir útvarps
Kvöldfréttir útvarps
Bandaríkjamenn kjósa sér nýjan forseta í dag. Afar mjótt er á munum en hagur Kamölu Harris, frambjóðanda demókrata, hefur heldur vænkast á allra síðustu dögum.
Langar raðir hafa myndast við kjörstaði víða í Bandaríkjunum. Íslenskur þingmaður sem sinnir kosningaeftirliti í landinu segir allt þó ganga hratt og vel fyrir sig.
Tíu vindorkukostir lenda á borði nýkjörins Alþingis. Verkefnastjórn rammaáætlunar skilar tillögum sínum á næstu dögum.
Reykjavíkurborg verður rekin með afgangi á næsta ári, samkvæmt fjárhagsáætlun. Borgarstjóri fagnar því að sjá "grænar tölur" í rekstrinum -- oddviti Sjálfstæðisflokks segir erfitt að sjá að nokkru hafi verið hagrætt.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Formaður kennarasambandsins óttast að dragist kjaradeila kennara við ríki og sveitarfélög enn á langinn segi margir upp, löngu sé tímabært að fjárfesta í kennurum. Rætt verður við hann síðar í Speglinum og líka fjallað um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar - hagræðing eða ekki hagræðing, þar liggur efinn. En fyrst eru það forsetakosningarnar í Bandaríkjunum, Björn Malmquist er staddur í Fíladelfíu, þó ekki við tröppurnar sem Rocky hljóp upp en þó í næsta nágrenni.
Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.
Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmaður: Þorsteinn Hreggviðsson.
Við höldum áfram að spila svona það helsta í haust og vetrar útgáfunni þennan þriðjudag og höfum kannski annað augað á CL þegar við setjum ný lög með LCD Soundsystem, Disclosure, Artemas, Weeknd, Mc.Gee, Pétri Ben, Gracie Abrams og mörgum fleirum á fóninn.
Lagalistinn
Ágúst Þór Brynjarsson - Með þig á heilanum.
Damon Albarn, Kaktus Einarsson - Gumbri.
DEPECHE MODE - Policy Of Truth.
Tears for Fears - The Girl That I Call Home.
Cure Hljómsveit - A fragile thing.
Árný Margrét - I miss you, I do.
Gigi Perez, - Sailor Song.
Suki Waterhouse - Model, Actress, Whatever.
RADIOHEAD - High And Dry.
Myrkvi - Glerbrot.
Michael Kiwanuka - The Rest Of Me.
Jungle - Let's Go Back.
Gwen McCrae - Rockin' chair.
Thee Sacred Souls - Live for You.
Lady Blackbird - Like a Woman.
Lenny Kravitz - Honey.
AWB - Cut the cake.
John Mayer, Zedd - Automatic Yes.
RÜFÜS DU SOL - Levitating.
Hera Hjartardóttir - Do it.
KK, Jón Jónsson - Sumarlandið.
Faye Webster - After the First Kiss.
TAME IMPALA - Feels Like We Only Go Backwards.
Hildur Vala Einarsdóttir - Þú hittir.
HJALTALÍN - Love from 99.
Fjallabræður, Emmsjé Gauti - Bensínljós.
KRISTIN HERSH - Your Ghost (ft Michael Stipe).
Abrams, Gracie - I Love You, I'm Sorry.
Bon Iver - S P E Y S I DE.
Pétur Ben - The great big warehouse in the sky.
Mk.gee - ROCKMAN.
Charley Crockett - Solitary Road.
THE KILLERS - Smile Like You Mean It.
Soccer Mommy - Driver.
Tyler, the Creator - Noid
Artemas - How Could You Love Someone Like Me
Charli xcx - Nuclear Season
LCD Soundsystem - X-Ray Eyes
The Weeknd - Sao Paulo
Disclosure - Arachnids
FKA Twigs - Perfect Stranger
Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í næsta haust eru 30 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson
Iceland Airwaves er núna í vikunni – fimmtudag- föstudag og laugardag á 6 tónleikastöðum í Reykjavík og hljómsveitir og listamenn eru næstum 100 talsins.
Í Rokklandi vikunnar heyrum við músík með fólki sem er að spila á Airwaves í ár.
Meddi sinn er Þorsteinn Einarsson – Steini Hjálmur. Meddi Sinn var að senda frá sér plötuna Love after death sem er öll sungin á ensku – allt ný lög fyrir utan eitt sem er endurgert mjög vinsælt Hjálma-lag.
Svo var hljómsveitin The Cure að senda frá sér plötuna Songs of a lost world. Hún kemur aðeins við sögu.