08:05
Fram og til baka
Maggi Trygva og tónleikastaðirnir fimm.
Fram og til baka

Felix Bergsson fer fram og til baka í tíma og rúmi með hlustendum Rásar 2. Hann skoðar gjarnan það sem gerðist á deginum á árum áður, fylgist með því sem efst er á baugi í menningarlífinu og fær svo góða gesti í Fimmuna. Þeir segja af fimm atriðum sem hafa haft djúp áhrif á líf þeirra.

Gestur Fimmunnar í Fram og til baka þennan morguninn var Magnús Trygvason Eliassen tónlistarmaður. Maggi er einn frambærilegasti og eftirtektarverðasti trommari landsins, ættaður í aðra röndina frá Þrándheimi og í hina frá Vatnsenda í Kópavogi. Magnús er meðlimur Moses Hightower, ADHD, Histog, Tilbury og fleiri hljómsveita og hefur hann því í sínu starfi heimsótt marga góða tónleikastaði á landinu. Hann deildi með hlustendum Fram og til baka þeim fimm tónleikastöðum sem hann hefur sérstakt dálæti á.

Í seinni hluta þáttar var tónlistin allsráðandi. Leikin voru lög sem eiga það sameiginlegt að hafa komið upp úr Söngvakeppni Sjónvarpsins í gegnum tíðina en þó ekki fagnað sigri. Það leynast ýmsar perlur úr þeim sarpi og við fengum að heyra nokkrar sem hafa lifað með þjóðinni og önnur sem eiga skilið að vera spilaðar oftar.

Hér eru lögin sem heyrðust í þætti dagsins:

Frá kl. 08-09.

Change - Yakkety yak smacketty smack.

Moses Hightower - Tíu dropar.

The Band - The Night they drove old Dixie down.

Prins Póló, Moses Hightower - Eyja (feat. Prins Póló).

Tilbury - Tenderloin.

Frá kl. 09-10.

Friðrik Dór - Í síðasta skipti (Söngvakeppnin 2015).

Björgvin Halldórsson, Katla María - Sóley.

Guðrún Árný Karlsdóttir - Andvaka.

Magni Ásgeirsson - Hugarró(Söngvakeppni Sjónvarpsins 2012).

Haffi Haff - Gía.

Dr. Gunni og Heiða Eiríks - Ísinn.

Friðrik Ómar - Hvað ef ég get ekki elskað (Söngvakeppnin 2019).

Svavar Knútur Kristinsson, Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm - Lífið snýst.

Rúnar Júlíusson - Ást á skítugum skóm.

Tinna Marína Jónsdóttir, Böddi - Á ballið á.

Heiða og Heiðingjarnir- Tangó.

Heimilistónar - Kúst og fæjó.

Erna Gunnarsdóttir - Aldrei ég gleymi.

Er aðgengilegt til 11. maí 2025.
Lengd: 1 klst. 54 mín.
,