Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Magnea Sverrisdóttir, djákni, flytur.
Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.
Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.
Plata vikunnar er fyrsta stóra plata fjórmenningana sem skipuðu lengst af þjóðlagahópinn Lítið eitt, en platan var gefin út árið 1973. Áður en lögin af þessari plötu hljóma í þættinu verða leikin lög af fjögurra laga plötu sem tríóið Lítið eitt gerði árið 1972.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Fyrst koma fjögur lög ef EP plötu frá árinu 1972:
Við gluggann
Endur fyrir löngu
Syngdu með
Ástarsaga
Lögin af fyrstu LP plötunni frá árinu 1973 eru:
Hlið 1
Tímarnir líða og breytast
Piparsveinninn
Tvö ein
Grjót-Páll
Sjómannsástir
Jól
Hlið 2
Hæ Kalli
Heilræðavísur
Lestin mikla
Mánudagur
Á kvöldin
Hin vinnandi stétt
Fjallað um höfunda ýkju- og lygasagna fyrri tíma. Sjónum er beint að Lúkíanosi frá Samósata sem var uppi í Grikklandi á 2. öld. Fluttir eru nokkrir kaflar úr verkum Lúkíanosar, í þýðingu Arthurs Björgvins Bollasonar og úr Lofi lyginnar eftir Þorleif Halldórsson frá Dysjum á Álftanesi sem samin var á 18. öld.
Lesari með umsjónarmanni er Svala Arnardóttir.
Umsjón: Arthúr Björgvin Bollason.
Fyrri þáttur
Í þættinum er fjallað um höfunda ýkju- og lygasagna fyrri tíma. Sjónum er einkum beint að Lúkíanosi frá Samósata en hann var uppi í Grikklandi á 2. öld. Fluttir eru nokkrir kaflar úr verkum Lúkíanoss, í þýðingu Arthurs Björgvins Bollasonar. Auk þess eru fluttir kaflar úr Lofi Lyginnar eftir Þorleif Halldórsson frá Dysjum á Álftanesi sem samin var á 18. öld.
Lesari með umsjónarmanni er Svala Arnardóttir.
Umsjón: Arthúr Björgvin Bollason
(Áður á dagskrá 1996)
Umsjón: Kristján Kristjánsson.
Veðurstofa Íslands.
Mánudaginn 5. apríl 1976 mætti 27 ára gamli bréfberinn Bo Jansson ekki í vinnu á pósthúsi í Stokkhólmi þar sem hann starfaði. Hann lét ekki heldur vita af sér eða tilkynnti sig veikan. Bosse hafði alltaf mætt samviskusamlega til vinnu svo samstarfsmenn fengu samstundis áhyggjur af að eitthvað væri ekki eins og það ætti að vera. Þegar lögreglan athugaði málið eftir dúk og disk og braust inn í íbúð Bosse var allt í röð og reglu en hann var hvergi sjáanlegur, hann virtist hafa gufað upp.
Umsjón: Þórdís Gísladóttir.
Samsetning og framleiðsla: Þorgerður E. Sigurðardóttir.
Í fyrsta þætti er fjallað um Bo Jansson, líf hans og áhugamál, sem og hvarf hans sem var mikil ráðgáta í augum vina hans og samstarfsmanna.
Viðmælandi: Vera Illugadóttir
Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.
Forsetakosningar, „kynlaus nýlenska“ og efnahagsástand voru umræðuefni þáttarins þessa viku. Pistill Völu Hafstað um kynjavísanir í íslensku vakti heitar umræður í vikunni en afstaða til málsins virðist skipta þjóðinni í fylkingar. Stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans var einhverjum vonbrigði en vakti með öðrum von, en stýrivextir haldast óbreyttir enn. Katrín Jakobsdóttir og Halla Hrund mælast hnífjafnar í þjóðarpúlsi Gallup og fylgi margra frambjóðenda er á talsverðri heryfingu. Í þessi mál rýndu Aríel Pétursson formaður Sjómannadagsráðs, Brynja Jónbjarnardóttir hagfræðingur og Páll Ásgeir Ásgeirsson leiðsögumaður og rithöfundur.
Umsjón: Guðrún Sóley Gestsdóttir.
Útvarpsfréttir.
Lögmaður þriggja kvenna sem var synjað um vernd á Íslandi og vísað úr landi gagnrýnir að þær hafi verið úrskurðaðar í gæsluvarðhald fram að brottför. Það sé ómannúðlegt að þær fái ekki að ganga frá sínum málum.
Ísraelskir skriðdrekar umkringja austurhluta Rafah-borgar, sem ríflega 100 þúsund íbúum var gert að rýma fyrr í vikunni. Frekari rýming var fyrirskipuð í morgun og ljóst að vígbúnaður við borgarmörkin eykst.
Frammistaða forsetaframbjóðenda í sjónvarpskappræðunum fyrir viku hafði mismunandi áhrif á áhorfendur eftir því hvaða frambjóðanda þeir styðja. Langmest áhrif höfðu kappræðurnar á þau sem myndu kjósa Höllu Tómasdóttur en langminnst á þau sem nú segjast myndu kjósa Höllu Hrund Logadóttur. Metáhorf var á kappræðurnar.
Mögulegt markmið Rússa með árásum á Kharkiv-hérað í norðurhluta Úkraínu, er að lengja í víglínunni í norðvesturátt. Það myndi dreifa herafla Úkraínu yfir stærra svæði – herafla sem þegar glímir við mönnunarvanda.
Framlag Hollands hefur verið dæmt úr keppni í Eurovison. Flytjandi lagsins sætir lögreglurannsókn eftir að hafa veist að starfsmanni keppninnar.
Matvælaráðherra segir að lagaramminn um lagareldi sé algjörlega óásættanlegur og nýtt frumvarp nái betur utan um greinina. Atvinnuveganefnd hafi fengið breytingatillögur frá ráðuneytinu um gildistíma rekstrarleyfa.
Það þarf stórslys svo að íslenska karlalandsliðið í handbolta tryggi sér ekki sæti á HM á næsta ári. Liðið mætur Eistlandi í dag ytra.
Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.
Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
Rúm milljón manns í Rafah á Gaza bíður milli vonar og ótta hvort og þá hvenær allsherjarinnrás Ísraelshers í borgina hefjist. Við beinum sjónum okkar þangað í þættinum í dag. Við ætlum líka að rýna í söguna. Samband Bandaríkjanna og Ísraels hefur verið undir smásjánni nú þegar flest spjót standa á Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sem hefur notið mikils stuðnings Bandaríkjastjórnar eins og flestir forverar hans.
Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur segir að markmið Ísraelshers, annars vegar að koma í veg fyrir að árás á borð við þá sem var gerð sjöunda október endurtaki sig og hins vegar að uppræta Hamas-samtökin, náist ekki nema með pólitísku samkomulagi. Það verði ekki gert með því að fella síðasta vígamanninn. Hann segir greinilegt að Ísraelsmenn ætli sér að ráðast á borgina Rafah en þeir hafi enga sýn á það hvernig átökin geti endað.
Gestur úr Mannlega þættinum talar um bækur.
Lesandi vikunnar í Mannlega þættinum í þetta sinn var Sveinn Sampsted íþróttafræðingur. Við fengum að vita hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Sveinn sagði frá eftirfarandi bókum og höfundum:
Uppruni (Origin á ensku) e. Dan Brown
Iron Widow e. Xiran Jay Zhao
Eldarnir e. Sigríði Hagalín Björnsdóttur
Barn að Eilífu e. Sigmund Erni Rúnarsson
Andrés Önd Syrpurbækurnar frá Disney
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Þeir félagar Kjartan Hólm og Sindri Már Sigfússon, hafa fengist við tónlist lengi, Kjartan með síðrokksveitinni For a Minor Reflection og með Tófu og Sindi sem Seabear og Sin Fang. Á síðustu árum hafa þeir mallað saman tónlist fyrir sjónvarpsþætti og kvikmyndir og líka gert músik fyrir Fischersund-samsteypuna sem selur upplifun sem ilm.
Lagalisti:
Sounds of Fischer Vol. 1 - Söl
Sounds of Fischer Vol. 1 - Hvönn
Sounds of Summer Vol. 1 - Ljósin kveikt
Sounds of Summer Vol. 1 - Ringulreið
Óútgefið - Angakok
Sounds of Christmas - Það aldin út er sprungið Re-Imagined
Í Kúrs gerast nemendur við Háskóla Íslands dagskrárgerðarmenn; segja sögur, kafa í fræðin og spyrja spurninga.
Hefur þig dreymt um frægð, frama eða ríkidæmi? Fyrir flestum eru slíkir draumar óraunhæfir, enda eru frægð, frami og ríkidæmi aðeins á færi fárra útvaldra. En hvað ef ég segði þér að þú gætir látið þessa drauma rætast? Að þú þyrftir einfaldlega selja þig sjálfum djöflinum.
Viðmælandi: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir.
Umsjón: Andrés Hjörvar Sigurðsson.
Helga Novak, Ísland, Austur-Þýskaland og Stasi.
Í þáttunum er brugðið upp mynd af sögu íslenskra námsmanna í Austur-Þýskalandi og fjallað um aðferðir Stasi við að njósna um þá. Sérstaklega er fjallað um austurþýska - síðar íslenska - rithöfundinn Helgu Novak, sem átti í senn ævintýralegt og átakanlegt lífshlaup.
Umsjón: Björn Teitsson og Helgi Hrafn Guðmundsson.
Aðstoð við dagskrárgerð: Guðni Tómasson.
Helga Novak, Ísland, Austur-Þýskaland og Stasi.
Í þáttunum er brugðið upp mynd af sögu íslenskra námsmanna í Austur-Þýskalandi og fjallað um aðferðir Stasi við að njósna um þá. Sérstaklega er fjallað um austurþýska - síðar íslenska - rithöfundinn Helgu Novak, sem átti í senn ævintýralegt og átakanlegt lífshlaup.
Lesarar: Broddi Broddason og Guðrún Sóley Gestsdóttir.
Umsjón: Björn Teitsson og Helgi Hrafn Guðmundsson.
Aðstoð við dagskrárgerð: Guðni Tómasson.
(Áður á dagskrá 2023)
Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Rætt verður við Torfa Tulinius bókmenntafræðing og prófessor í íslenskum miðaldafræðum um bandaríska rithöfundinn Paul Auster og heyrum brot úr þætti sem Torfi gerði um Auster árið 1996.
Rithöfundurinn Sjöfn Asare kemur í heimsókn og segir frá nýjustu hljóðbók sinni, Ég elska þig meira en salt, sálfræðitrylli úr íslenskum veruleika.
Og erum við öll að lesa vitlaust? Fjallað verður um grein í tímaritinu The Atlantic um lestur og kosti þess að lesa upphátt.
Viðmælendur: Torfi H. Tulinius og Sjöfn Asare.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Í þessum þáttum er fjallað um bandarískar sönggyðjur allt frá því að Bessie Smith og hinar kröftugu blússöngkonur hófu að hljóðrita með djasshljómsveitum til helstu djasskvenna okkar tíma einsog Dee Dee Bridgewater. Billie Holliday, Ella Fitzgerald og Sarah Vaughan eru drottningar djassins, en fjöldi annarra söngkvenna gerðu garðinn frægan þótt sjaldnar heyrist þær á öldum ljósvakans, nema þá gospelsöngkonan Mahalia Jackson og söngkonur sem voru á mörkum djass og popps einsog Nina Simone og Diana Washington. Samt sem áður eru þær margar sem ekki eiga skilið að falla í gleymsku og verða kynntar í þessum þáttum jafnt sem hinar frægari.
Umsjón með þáttunum hefur Vernharður Linnet.
(Áður á dagskrá 2008)
Ethel Waters var fyrsta svarta söngkonan sem sló í gegn með túlkun vinsælla sönglaga. Í kjölfarið fylgdi fjöldi söngkvenna og eru Pearl Baley og Lena Horne líklegast þekktastar þeirra. Söngkonur stórsveitanna sem voru skipaðar svörtum tónlistarmönnum glímdu líka við söngdansa, jafnt sem blúsa og eru fremstar þeirra Helene Humes með Basiebandinu og Ivie Anderson hjá Ellington. Söngkonur Ellingtons eru heimur útaf fyrir sig því þær túlkuðu jafnan tónlist meistarans.
Kvöldfréttir útvarps
Kvöldfréttir útvarps
Forsætisráðherra segir áhyggjuefni hversu mörg heimili hafa sagt sig úr lögum við vaxtaákvarðanir Seðlabankans með því að segja skilið við óverðtryggð lán. Hann segir háa vexti til langs tíma vera óviðunandi.
Atriðin í lokakeppni Eurovision í kvöld verða færri en til stóð eftir að Hollandi var vikið úr keppni í dag.
Sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar segir að smölun ágangsfjár geti orðið að hringavitleysu ef sveitarfélög þurfi síendurtekið að smala óvelkomnum kindum af ógirtu landi.
Íslenska karlalandsliðið tryggði sér í dag þátttökurétt á heimsmeistaramótinu í haldbolta.
Veðurstofa Íslands.
Sveiflutónlist og söngdansar að hætti hússins.
Kvartett Henrik Metz spilar lögin I Got It Bad, Prelude To A Kiss, When I Fall In Love, Easy Living, All My Tomorrows, For Heaven's Sake og Silhouettes. Sextett Donald Byrd leikur lögin Alter Ego, Blue Monk, Fly Little Bird Fly, Sir Master Kool Guy, Voyage a deux og Hi Fly. Kvintett Woody Shaw leikur lögin If I Were A Bell, Stormy Weather, Dat Dere og Imagination.
Gunnar Stefánsson fjallar um merkisfólk fyrri tíðar og leitar fanga í bókum og blaðagreinum.
(Áður á dagskrá 2007)
Orðagull og ljóðadjásn, þáttur um Karl Ísfeld, eftir Bolla Gústavsson, prentaður í bók hans, Litið út um ljóra, útg. 1985. Umsjónarmaður les.
Umsjónarmaður: Gunnar Stefánsson.
Fjallað er um Sturlungasögu og rætt við leika og lærða um söguna, sögusviðið og einstakar persónur frá ýmsum sjónarhornum.
Umsjón: Einar Karl Haraldsson.
(Áður á dagksrá 1984-85)
Rætt er um trúarljóðið Heyr, himna smiður eftir Kolbein Tumason. Kristbjörg Kjeld les ritgerð eftir Hermann Pálsson - Skáldið á Víðimýri og Stefán Karlsson handritasérfræðingur flytur spjall og fróðleik í kringum skáldskap Kolbeins.
Umsjón: Einar Karl Haraldsson.
Veðurstofa Íslands.
Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.
Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, að ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.
Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.
Litla flugan er á dagskrá Rásar 1 á fimmtudagsmorgnum kl. 10:15 og endurflutt á föstudagskvöldum kl. 22:15. Þar leikur Lana Kolbrún Eddudóttir allskonar tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við KK-sextettinn, Lúdó og Stefán, Monicu Zetterlund og Ragnar Bjarnason. Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, að ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.
Netfang þáttarins: <a href="mailto:[email protected]">[email protected]</a>
Hlýir sumarvindar úr ýmsum áttum: Japanski organistinn Yoshiyuki Tao spreytir sig á Dagnýju Sigfúsar Halldórssonar og feðginin Frank og Nancy Sinatra syngja ástardúettinn sígilda, Somethin stupid. Dregnar verða fram gamlar 78 snúninga plötur með Hauki Morthens og óútgefnar útvarpshljóðritanir með Elly Vilhjálms. Sigrún Jónsdóttir syngur um Ástartöfra - og húshljómsveit Litlu flugunnar, Terry Snyder and his all stars, leikur Love is a many splendored thing. Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir
Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.
Forsetakosningar, „kynlaus nýlenska“ og efnahagsástand voru umræðuefni þáttarins þessa viku. Pistill Völu Hafstað um kynjavísanir í íslensku vakti heitar umræður í vikunni en afstaða til málsins virðist skipta þjóðinni í fylkingar. Stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans var einhverjum vonbrigði en vakti með öðrum von, en stýrivextir haldast óbreyttir enn. Katrín Jakobsdóttir og Halla Hrund mælast hnífjafnar í þjóðarpúlsi Gallup og fylgi margra frambjóðenda er á talsverðri heryfingu. Í þessi mál rýndu Aríel Pétursson formaður Sjómannadagsráðs, Brynja Jónbjarnardóttir hagfræðingur og Páll Ásgeir Ásgeirsson leiðsögumaður og rithöfundur.
Umsjón: Guðrún Sóley Gestsdóttir.
Útvarpsfréttir.
Tónlist af ýmsu tagi.
Felix Bergsson fer fram og til baka í tíma og rúmi með hlustendum Rásar 2. Hann skoðar gjarnan það sem gerðist á deginum á árum áður, fylgist með því sem efst er á baugi í menningarlífinu og fær svo góða gesti í Fimmuna. Þeir segja af fimm atriðum sem hafa haft djúp áhrif á líf þeirra.
Gestur Fimmunnar í Fram og til baka þennan morguninn var Magnús Trygvason Eliassen tónlistarmaður. Maggi er einn frambærilegasti og eftirtektarverðasti trommari landsins, ættaður í aðra röndina frá Þrándheimi og í hina frá Vatnsenda í Kópavogi. Magnús er meðlimur Moses Hightower, ADHD, Histog, Tilbury og fleiri hljómsveita og hefur hann því í sínu starfi heimsótt marga góða tónleikastaði á landinu. Hann deildi með hlustendum Fram og til baka þeim fimm tónleikastöðum sem hann hefur sérstakt dálæti á.
Í seinni hluta þáttar var tónlistin allsráðandi. Leikin voru lög sem eiga það sameiginlegt að hafa komið upp úr Söngvakeppni Sjónvarpsins í gegnum tíðina en þó ekki fagnað sigri. Það leynast ýmsar perlur úr þeim sarpi og við fengum að heyra nokkrar sem hafa lifað með þjóðinni og önnur sem eiga skilið að vera spilaðar oftar.
Hér eru lögin sem heyrðust í þætti dagsins:
Frá kl. 08-09.
Change - Yakkety yak smacketty smack.
Moses Hightower - Tíu dropar.
The Band - The Night they drove old Dixie down.
Prins Póló, Moses Hightower - Eyja (feat. Prins Póló).
Tilbury - Tenderloin.
Frá kl. 09-10.
Friðrik Dór - Í síðasta skipti (Söngvakeppnin 2015).
Björgvin Halldórsson, Katla María - Sóley.
Guðrún Árný Karlsdóttir - Andvaka.
Magni Ásgeirsson - Hugarró(Söngvakeppni Sjónvarpsins 2012).
Haffi Haff - Gía.
Dr. Gunni og Heiða Eiríks - Ísinn.
Friðrik Ómar - Hvað ef ég get ekki elskað (Söngvakeppnin 2019).
Svavar Knútur Kristinsson, Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm - Lífið snýst.
Rúnar Júlíusson - Ást á skítugum skóm.
Tinna Marína Jónsdóttir, Böddi - Á ballið á.
Heiða og Heiðingjarnir- Tangó.
Heimilistónar - Kúst og fæjó.
Erna Gunnarsdóttir - Aldrei ég gleymi.
Umsjón: Salka Sól Eyfeld.
Hulda Geirsdóttir leysti Sölku Sól af í þetta skiptið og lék fjölbreytta tónlist úr ýmsum áttum og frá ýmsum tímum fyrir hlustendur.
Lagalisti:
Geiri Sæm og Hunangstunglið - Er ást í tunglinu.
Sting - Moon over Bourbon Street.
The Smiths - There is a light that never goes out.
Vilhjálmur Vilhjálmsson - Lítill drengur.
Aretha Franklin - Do right woman, do right man.
Van Morrison - Moondance.
GDRN - Lætur mig (ft. Flóni).
Tina Turner - Steamy windows.
Big Country - Look away.
KK og Maggi Eiríks - Á sjó.
Júníus Meyvant - Neon Experience.
Seals and Crofts - Summer breeze.
Pointer Sisters - He's so shy.
Fríða Hansen - Það var komið sumar.
Michael Kiwanuka - One more night.
Jónas Sig - Dansiði.
The Cardigans - Communication.
Faith no more - Easy.
Foo Fighters - Long road to ruin.
200.000 Naglbítar - Lítill fugl.
U2 - Ordinary love.
Peter Gabriel - Games without frontiers.
Svavar Knútur - Refur.
Lenny Kravitz - Human.
Útvarpsfréttir.
Lögmaður þriggja kvenna sem var synjað um vernd á Íslandi og vísað úr landi gagnrýnir að þær hafi verið úrskurðaðar í gæsluvarðhald fram að brottför. Það sé ómannúðlegt að þær fái ekki að ganga frá sínum málum.
Ísraelskir skriðdrekar umkringja austurhluta Rafah-borgar, sem ríflega 100 þúsund íbúum var gert að rýma fyrr í vikunni. Frekari rýming var fyrirskipuð í morgun og ljóst að vígbúnaður við borgarmörkin eykst.
Frammistaða forsetaframbjóðenda í sjónvarpskappræðunum fyrir viku hafði mismunandi áhrif á áhorfendur eftir því hvaða frambjóðanda þeir styðja. Langmest áhrif höfðu kappræðurnar á þau sem myndu kjósa Höllu Tómasdóttur en langminnst á þau sem nú segjast myndu kjósa Höllu Hrund Logadóttur. Metáhorf var á kappræðurnar.
Mögulegt markmið Rússa með árásum á Kharkiv-hérað í norðurhluta Úkraínu, er að lengja í víglínunni í norðvesturátt. Það myndi dreifa herafla Úkraínu yfir stærra svæði – herafla sem þegar glímir við mönnunarvanda.
Framlag Hollands hefur verið dæmt úr keppni í Eurovison. Flytjandi lagsins sætir lögreglurannsókn eftir að hafa veist að starfsmanni keppninnar.
Matvælaráðherra segir að lagaramminn um lagareldi sé algjörlega óásættanlegur og nýtt frumvarp nái betur utan um greinina. Atvinnuveganefnd hafi fengið breytingatillögur frá ráðuneytinu um gildistíma rekstrarleyfa.
Það þarf stórslys svo að íslenska karlalandsliðið í handbolta tryggi sér ekki sæti á HM á næsta ári. Liðið mætur Eistlandi í dag ytra.
Atli Már Steinarsson rabbar við hlustendur og leikur létta tónlist.
Þátturinn er stuttur og laggóður í dag þar sem Siggi Gunnars ætlar að rifja upp bestu Abba lögin á þessum Euro laugardegi. Við heyrum þó smelli og rifjum upp alls kyns skemmtilegar útgáfur og afmælisdaga sem tengjast vikunni sem leið, þar á meðal Weezer, Billy Joel og Thelma Houston!
Lagalisti:
Bítlavinafélagið - Danska Lagið.
Bob Marley - Three little birds.
Houston, Thelma - Don't leave me this way.
GORILLAZ - Feel Good Inc..
PAUL SIMON - You Can Call Me Al.
DEPECHE MODE - Just can't get enough.
SPILLER - Groovejet.
STARDUST - Music Sounds Better with You (Radio Edit).
DAFT PUNK - Around the world (radio edit).
WEEZER - Say it Aint So.
TODMOBILE - Pöddulagið.
BILLY JOEL - We didn't start the fire.
U2 - Stuck In A Moment.
Rolling Stones, The - Miss you.
STEREOPHONICS - Handbags And Gladrags(Radio edit).
SYKURMOLARNIR - Ammæli.
Red Hot Chili Peppers - Californication
Það eru komin 50 ár frá því að ABBA stóð uppi sem sigurvegari Eurovision árið 1974 með lagið Waterloo. Í kjölfarið breyttist allt hjá þessari hljómsveit sem varð ein vinsælasta hljómsveit 20. aldarinnar. Siggi Gunnars telur niður 20 bestu ABBA lögin sem voru valin af þjóðinni í sérstakri kosningu á dögunum.
Íslensk dægurlagasaga í tali og tónum. Í þáttunum er eitt ár í íslenskri dægurlagtónlistarasögu tekið fyrir í einu frá árinu 1980 til 2020. Umsjónarmenn: Ásgeir Eyþórsson og Gunnlaugur Jónsson.
Valdimar brotlendir yfirgefinn í Undralandi, Retro Stefson fer til Kimbabwe, Hjálmar ganga alla leið en Rökkurró er í öðrum heimi. Hljómsveitin Lifun gefur fögur fyrirheit með hörku djöfuls fanta ást, Sálin hans Jóns míns er fyrir utan gluggann þinn og Kalli tekur síðustu lestina heim. Orri Harðar gefur út Albúm, Ólöf Arnalds er innundir skinni, Skálmöld gerir árás með kvaðningu á meðan Ljótu hálfvitarnir bjóða gott kvöld.
Í þáttunum, Árið er.... Íslensk dægurlagasaga í tali og tónum, eru helstu straumar og stefnur í íslenskri tónlist til umfjöllunar og eitt ár tekið fyrir í einu.
Meðal viðmælenda í öðrum hluta umfjöllunar um íslenska tónlistarárið 2010 eru Valdimar Guðmundsson, Ásgeir Aðalsteinsson, Orri Harðarson, Björgvin Ívar Baldursson, Lára Rúnarsdóttir, Ólöf Arnalds, Unnsteinn Manúel Stefánsson, Guðmundur Kristinn Jónsson, Guðmundur Jónsson, Stefán Hilmarsson, Guðmundur Óskar Guðmundsson, Högni Egilsson, Birgir Þórarinsson, Þorgeir Tryggvason, Snæbjörn Ragnarsson, Þráinn Árni Baldvinsson og Björgvin Sigurðsson.
Umsjón: Ásgeir Eyþórsson og Gunnlaugur Jónsson.
Lagalisti:
Valdimar - Hverjum degi nægir sín þjáning
Streng - Afneitun
Valdimar - Undraland
Valdimar - Brotlentur
Valdimar - Yfirgefinn
Orri Harðarson - Málið dautt
Orri Harðarson - Óland
Orri Harðarson - Albúm
Lifun - Hörku djöfuls fanta ást
Rúnar Júlíusson - Fögur fyrirheit
Lifun - Fögur fyrirheit
Lifun - Ein stök ást
Prins Póló - Underwear
Ragnar Bjarnason - Með hangandi hendi
Sigurður Guðmundsson & Memfísmafían - Þitt auga
Lay Low - Bye Bye Troubles
Kalli - Nothing At All
Kalli - Last Train Home
Hjálmar - Gakktu alla leið
Hljómsveitin Rokk - Love is you
Buff - Draumveruleiki
Ólöf Arnalds - Innundir skinni
Ólöf Arnalds ft. Björk - Surrender
Ólöf Arnalds ft. Ragnar Kjartansson - Crazy Car
Retro Stefson - Kimba
Retro Stefson - Mama Angola
Retro Stefson - Velvakandasveinn
Retro Stefson - Karamba
Sálin hans Jóns míns - Fyrir utan gluggann þinn
Sálin hans Jóns míns - Vatnið rennur undir brúna
Hjaltalín & Sinfó - Year of the Horse (Live)
Gus Gus, Ný Dönsk & Hjaltalín - Þriggja daga vakt
GRM - Út á gólfið
GRM - Minning um mann
GRM - Mærin í Smáralind
Ljótu Hálfvitarnir - Gott kvöld
Ljótu Hálfvitarnir - Minni fiska
Ljótu Hálfvitarnir - Hætt’essu væli
Skálmöld - Heima
Skálmöld - Árás
Skálmöld - Kvaðning
Rökkurró - Sólin mun skína
Rökkurró - Sjónarspil
Kvöldfréttir útvarps
Kvöldfréttir útvarps
Forsætisráðherra segir áhyggjuefni hversu mörg heimili hafa sagt sig úr lögum við vaxtaákvarðanir Seðlabankans með því að segja skilið við óverðtryggð lán. Hann segir háa vexti til langs tíma vera óviðunandi.
Atriðin í lokakeppni Eurovision í kvöld verða færri en til stóð eftir að Hollandi var vikið úr keppni í dag.
Sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar segir að smölun ágangsfjár geti orðið að hringavitleysu ef sveitarfélög þurfi síendurtekið að smala óvelkomnum kindum af ógirtu landi.
Íslenska karlalandsliðið tryggði sér í dag þátttökurétt á heimsmeistaramótinu í haldbolta.
Bein útsending frá Eurovision söngvakeppninni í Liverpool.
Þulur: Gísli Marteinn Baldursson.
Bein útsending frá úrslitakvöldi Eurovision í Malmö í Svíþjóð.
Þulur er Guðrún Dís Emilsdóttir.
Spjallað við landann og leikin tónlist úr öllum áttum á laugardagskvöldum. Ljúfir tónar, brjálað rokk og óskalög úr öllum landshornum.
Næturvaktin var í styttra lagi vegna Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, einungis tveir tímar. Þar voru leikin óskalög hlustenda, bæði rokk og rómantík og ryk dustað af nokkrum vel völdum júróhitturum.
Lagalisti:
BYLUR - Rugl
Skálmöld - Narfi
Abba - Waterloo
Kinks, The - Waterloo sunset
Björk - I go humble
Skálmöld - Með jötnum
Hatari - Hatrið mun sigra
Ljótu hálfvitarnir - Við stöndum hér enn
The Guess Who - American Woman
Moskvít - Superior Design
Innvortis - Reykjavík er ömurleg
Tófa - Hot tears
Nemo - The code
Silvía Nótt - Til Hamingju Ísland
Emilíanna Torrini - Speed of Dark
Purrkur Pillnikk - Orð fyrir dauða d
Bob Dylan - Lay Lady Lay
Marianne Faithful - Broken English
Eagles - Take it to the limit
Jeff Buckley - Forget her
Bubbi - Hulduþula
Abba - Fernando
Johnny Logan - What´s another year
Fríða Hansen - Það var komið sumar
Down & Out - Sægreifi
Rolling Stones - Miss you