16:05
Tónhjólið
Óvænt svörun - Cauda Collective í Tíbrá
Tónhjólið

Tónlist úr ýmsum áttum. Nýjar hljóðritanir Rásar 1 í bland við nýjar plötur íslenskrar og erlendrar tónlistar.

Á tónleikum í Tíbrá Salarins í Kópavogi 24. nóvember sl frumflutti Cauda Collective glænýjar tónsmíðar eftir tónlistarfólk sem á að baki litríkan feril í heimum spunatónlistar, jazz-, popp- og raftónlistar, þau Hafdísi Bjarnadóttur, gítarleikara og tónskáld, Hauk Gröndal, klarinett- og saxófónleikara og tónskáld, stórsveitarmanninn Samúel J. Samúelsson, básúnuleikara og tónskáld og Sigrúnu Jónsdóttur, básúnuleikara, söngkonu og tónskáld.

Sigrún Jónsdóttir (f. 1989)

- Ég fann rödd (2024) Vókalísa fyrir sópran og strengjatríó

1. Uppgjör 2. Ég fann rödd 3. Andakt

Samúel Jón Samúelsson

- Þrjár vögguvísur (2024) I. II. III.

Hildegard von Bingen (1098–1179)

-Söngvar Úrsúlu (2024) Byggt á Tíðasöngvum heilagrar Úrsúlu

1. Friðarkross eftir Sigrúnu Harðardóttur 2. Öskur Úrsúlu eftir Þórdísi Gerði Jónsdóttur 3. Hunangskambur eftir Þóru Margréti Sveinsdóttur 4. Ó, djúprauða blóð eftir Björk Níelsdóttur

Haukur Gröndal (f. 1975)

- Sjö hvísl sálarinnar (2024) 1. Upphaf 2. Tár 3. Hjarta 4. Orð 5. Von 6. Ljós 7. Endir

Hafdís Bjarnadóttir (f. 1977)

-Hyrnan 6 (2024)

-Romsa – Veður (2018. Útsetning 2024)

Flytjendur: Cauda Collective: Sigrún Harðardóttir, Þóra Margrét Sveinsdóttir, Þórdís Gerður Jónsdóttir, Björk Níelsdóttir.

Birgir Jon Birgisson hljóðritaði fyrir rás.

Einnig hljómar í þættinum:

Alban Berg - Lyrische suite : three movements arranged for string orchestra (1928)

Fílharmóníuhljómsveitin í New York undir stjórn Pierre Boulez. Hljóðritun frá 1980

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 20 mín.
,