12:40
Krakkaheimskviður
Góðgerðarhetjan Joshua Williams og réttindabarátta hinsegin fólks
Krakkaheimskviður

Í Krakkaheimskviðum fjöllum við um fréttir af því sem gerist ekki á Íslandi, en tengist því samt stundum. Karitas kafar í heimsmálin ásamt góðum gestum og fjallar á einfaldan, skýran og skemmtilegan hátt um allt milli himins og jarðar.

Umsjón: Karitas M. Bjarkadóttir

Í þessum þætti Krakkaheimskviða kynnumst við góðgerðarhetjunni Joshua Williams, einni af upphafsröddunum í hverjum þætti. Hann hefur unnið við góðgerðarmál síðan hann var fjögurra ára! Í seinni hluta þáttarins ræðir Karitas við Hrefnu Þórarinsdóttur sem sér um ungmennastaf 10-12 ára í hinsegin félagsmiðstöðinni. Þær ræða baráttu hinsegin fólks og bakslag, en líka sigra eins og í Taílandi þar sem lögleiðing samkynja hjónabanda tók gildi í vikunni.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 16 mín.
,