09:05
Drottning hundadaganna
Drottning hundadaganna

Þáttaröðin er endurflutt í tilefni af því að í sumar eru 215 ár frá því að Jörgen Jörgensen, sem Íslendingar nefndu Jörund hundadagakonung, gerði stjórnarbyltingu og tók völdin hér á landi. Þetta er einstæður atburður í Íslandssögunni, enda hefur Jörundur orðið ódauðlegur í huga þjóðarnnar. Það votta margvíslegar frásagnir af honum, ljóð, leikrit og sögur fram á þennan dag. Fyrst er skyggnst yfir sögusvið Evrópu í upphafi nítjándu aldar þegar Napóleon Bónaparte braust til valda í álfunni. Einnig er brugðið upp myndum úr andlegu lífi í Evrópu, heimspeki, bókmenntum og tónlist, en áherslan er á örlög íslensku þjóðarinnar á þessum umrótatímum. Lesarar í þáttunum eru Hjalti Rögnvaldsson og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir.

Umsjón: Pétur Gunnarsson.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 40 mín.
e
Endurflutt.
,