20:30
Sumarmál
Staðan í Grindavík, Hafnarborg og fugl dagsins
Sumarmál

Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.

Enn skelfur jörð á Reykjanesskaganum og landrisið undir Svartsengi er verulegt. Búist er við öðru eldgosi innan nokkurra vikna eða daga. En hver er staðan í Grindavík núna og hvaða verkefni blasa við nefnd og öðrum starfsmönnum sem fara með málaflokkinn þegar kemur að öryggisráðstöfunum, viðgerðum og mögulegri uppbyggingu bæjarins? Gylfi Þór Þorsteinsson , einn þeirra sem sér um málefni Grindavíkur fyrir hönd forsætisráðuneytisins kom í þáttinn og fór yfir helstu mál í dag og sem framundan eru.

Safn vikunnar í þetta sinn var Hafnarborg í Hafnarfirði. Þar er margt áhugavert í gangi, meðal annars sýning þriggja alþjóðlegra samtímalistakvenna, einkasýning Guðnýjar Guðmundsdóttur og svo sýningarröð sem er vettvangur fyrir sýningarstjóra að láta hugmyndir sínar að sýningum verða að veruleika. Hólmar Hólm, verkefnastjóri kynningarmála og útgáfu í Hafnarborg, kom í þáttinn og sagði okkur betur frá því sem þar fer fram.

Svo var fugl dagsins auðvitað á sínum stað.

Tónlist í þættinum:

Þorparinn / Pálmi Gunnarsson (Magnús Eiríksson)

Ég fer í fríið / Sumargleðin (S. Cutugno, texti Iðunn Steinsdóttir)

Ég fer á Land Rover frá Mývatni á Kópasker / Helgi Björnsson (Helgi Björnsson, Guðmundur Óskar Guðmundsson og Atli Bollason)

Dís / Ragnheiður Gröndal (Jóhann Jóhannsson, texti Bragi Valdimar Skúlason og Ragnar Kjartansson)

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG HELGA ARNARDÓTTIR

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
e
Endurflutt.
,