Þetta er ekkert fyrir konur
Ólympíuleikarnir í París eru strax orðnir sögulegir. Þeir verða nefnilega þeir fyrstu þar sem hlutfall karla og kvenna verður jafnt. Að auki leggur Alþjóða Ólympíunefndin ríka áherslu…
Í þáttunum eru nokkrar af hetjum og skúrkum Ólympíusögunnar til umfjöllunar. Gullverðlaunahafinn sem hvílir á Íslandi, Ólympíufarinn sem er eini Íslendingurinn til að vera dæmdur fyrir kynvillu, hlauparinn sem laug til um æsku sína, hetjan sem varð að skúrki fyrir lyfjamisnotkun eru meðal þeirra sagna sem eru sagðar í Ólympíusögum. Umsjón: Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson.