Ólympíusögur

Réttindabaráttan á verðlaunapallinum

Alþjóða Ólympíunefndin líður ekki neinn pólitískan áróður eða nokkurs konar mótmæli hjá íþróttafólki á Ólympíuleikum. Einhver frægasta íþróttaljósmynd allra tíma er þó frá Ólympíuleikum og rammpólitísk. Þar steyta bandarísku hlaupararnir Tommie Smith og John Carlos hnefum á verðlaunapalli eftir 200 metra hlaupið í Mexíkóborg árið 1968,íklæddir svörtum hönskum, skólausir, með merki mannréttindahreyfingar á jökkunum.Uppákoman hafði miklar afleiðingar, fyrir Smith og Carlos en , líka Ástralann Peter Norman sem vann silfrið í hlaupinu. Í þessum þætti segjum við sögu „Black power“ mótmælanna.

Frumflutt

24. júlí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Ólympíusögur

Ólympíusögur

Í þáttunum eru nokkrar af hetjum og skúrkum Ólympíusögunnar til umfjöllunar. Gullverðlaunahafinn sem hvílir á Íslandi, Ólympíufarinn sem er eini Íslendingurinn til vera dæmdur fyrir kynvillu, hlauparinn sem laug til um æsku sína, hetjan sem varð skúrki fyrir lyfjamisnotkun eru meðal þeirra sagna sem eru sagðar í Ólympíusögum. Umsjón: Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson.

Þættir

,