ok

Hvar erum við núna?

Suðausturland

Í þessum þætti ferðumst við um Suðausturland, frá Reynisfjöru að Höfn í Hornafirði! Frænkurnar, suðausturlandssérfræðingarnir og heimamennirnir í Hornafirði þær Elín Ósk og Ída Mekkín segja okkur frá lífinu þar og gefa okkur fullt af hugmyndum um hvað hægt er að gera á svæðinu. Þjóðsaga þáttarins fjallar um eldsumbrot og jökulhlaup, Móðuharðindin og hvers vegna Katla, eldstöðin ógurlega, fékk það nafn! Ef þið hlustið vel gætuð þið fengið gott forskot í spurningakeppninni í lokin!

Frumflutt

11. júní 2020

Aðgengilegt til

15. júlí 2025
Hvar erum við núna?Hvar erum við núna?

Hvar erum við núna?

Spennum beltin og ferðumst hringinn með KrakkaRÚV! Stórskemmtilegir fjölskylduþættir fyrir ferðalanga á ferð um Ísland. Þjóðsögur og ævintýri, bílaleikir, fróðleiksmolar og sögur frá krökkum á öllum aldri. Í hverjum þætti er spurningakeppni þar sem kemur í ljós hvaða fjölskyldumeðlimur veit mest um Ísland...nú eða hlustaði best á þáttinn!

Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir og Jóhannes Ólafsson.

Þættir

,