ok

Hvar erum við núna?

Höfuðborgarsvæðið

Í þessum þætti ferðumst við um höfuðborgarsvæðið en þar sameinast sveitafélögin Mosfellsbær, Reykjavík, Seltjarnarnes, Kópavogur, Garðabær og Hafnarfjörður í eitt stórt svæði þar sem meirihluti þjóðarinnar býr. Þjóðsaga þáttarins gerist í Reykjavíkurtjörn en þar er sagt að gamlar kerlingar hafi rifist svo mikið að þær breyttu öllum fallega silungnum í tjörninni í......(ööhh..við segjum ekki svarið hér. Hlustið bara á söguna!). Sérfræðingar þáttarins koma víða af höfuðborgarsvæðinu en það eru þau Ómar Smári úr Grafarvogi, Anna Elísabet frá Seltjarnarnesi, Gunnar Karl frá Álftanesi og Valgerður Kristín frá Hafnarfirði. Hlustið vel á þáttinn ef þið viljið vinna spurningakeppnina í lokin!

Frumflutt

18. júní 2020

Aðgengilegt til

26. ágúst 2025
Hvar erum við núna?Hvar erum við núna?

Hvar erum við núna?

Spennum beltin og ferðumst hringinn með KrakkaRÚV! Stórskemmtilegir fjölskylduþættir fyrir ferðalanga á ferð um Ísland. Þjóðsögur og ævintýri, bílaleikir, fróðleiksmolar og sögur frá krökkum á öllum aldri. Í hverjum þætti er spurningakeppni þar sem kemur í ljós hvaða fjölskyldumeðlimur veit mest um Ísland...nú eða hlustaði best á þáttinn!

Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir og Jóhannes Ólafsson.

Þættir

,