21:30
Útvarpssagan: Heiðaharmur
Útvarpssagan: Heiðaharmur

Sagan kom fyrst út 1940 og er fyrsta verkið sem Gunnar samdi á íslensku eftir að hann fluttist heim og settist að á Skriðukalustri. Heiðaharmur gerist íslenskri fjallabyggð í lok nítjándu aldar þegar þeirri byggð er að hnigna af ýmsum ástæðum. Sögusviðið á sér fyrirmynd í heiðunum upp frá Vopnafirði þar sem voru æskuslóðir höfundar. Aðalpersónur eru Brandur á Bjargi, stórbóndi sem berst við að halda sveitinni í byggð og dóttir hans, Bergþóra sem nefnd er Bjargföst, eftirlæti fólksins í byggðinni. Hún tekur við búskap á Bjargi af honum ásamt manni sínum. Barátta þessa fólks er meginefni sögunnar.

Andrés Björnsson les. Hljóðritunin er frá árinu 1989.

Er aðgengilegt til 15. júlí 2025.
Lengd: 29 mín.
e
Endurflutt.
,