17:03
Lestin
69 ástarlög, íslensk heimspeki á miðöldum, Taktu flugið beibí
Lestin

Popp og pólitík

Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.

Um helgina voru 25 ár frá því að platan 69 Love Songs með hljómsveitinni The Magnetic Fields kom út, 7. September 1999. Platan öðlaðist költstöðu á því augnabliki sem hún kom út, brjálæðislegt verkefni sem gengur fullkomlega upp.

Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir er að fara að frumsýna nýtt leikrit á fimmtudaginn í Kassanum. Taktu flugið, beibí er byggt á lífshlaupi og lífsreynslu höfundarins. Lóa ræðir við Kolbrúnu um verkið.

Ýmis ummerki eða spor eftir heimspekilega hugsun er að finna í miðaldarbókmenntum Íslendinga, hvort heldur í kvæðum, sögum eða lögum. Við ræðum við Gunnar Harðarson, heimspeking, sem hefur verið að leita að fingraförum spekinnar í íslenskum miðaldatextum.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,