16:05
Síðdegisútvarpið
Gott að eldast, tré ársins og þáttaka íslands í olympiuleikunum árið 1948
Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Með aðgerðaáætluninni Gott að eldast sem sett var á laggirnar á síðasta ári ákváðu stjórnvöld að taka utan um þjónustu við eldra fólk með nýjum hætti. Ein meginaðgerð áætlunarinnar er að samþætta félags- og heilbrigðisþjónustu fyrir eldra fólk í heimahúsum.Fjölmörg sveitafélög ásamt heilbrigðisstofnunum tóku þátt í þróunarverkefni þessu tengdu og í gær á svokölluðum Haustdegi sögðu þau frá því hvernig hefði gengið í verkefninu. Berglind Magnúsdóttir öldrunarsálfræðingur og verkefnastjóri kom til okkar

Um síðastliðnu helgi var tré ársins útnefnt og er það í fyrsta sinn sem skógarfura verður fyrir valinu. Tré ársins er Pinus sylvestris sem er í skógarlundi sunnan við Mánaþúfu í Varmahlíð í Skagafirði. Ragnheiður Guðmundsdóttir formaður Skógræktarfélags Skagfirðinga ræddi við okkur.

Síðdegisútvarpinu barst upptaka frá hlustenda þar sem hringt var í hann og nafn vinar hans birtist á skjánum, en á línunni var enskumælandi einstaklingur sem lofaði gulli og grænum skógum í skiptum fyrir persónuupplýsingar. Við heyrum símtalið á eftir og í kjölfarið ræddum við við Guðmund Arnar Sigmundsson fjarskiptafræðing hjá Certis.

Íslendingar sendu fjölmennan flokk á Sumarólympíuleikana í London árið 1948 þrátt fyrir gjaldeyrishöft á Íslandi og matarskort í Bretlandi. Ný bók um þetta ævintýri hefur litið dagsins ljós en bókin fjallar um undirbúning Íslendinga fyrir leikana þá fyrstu eftir seinni heimstyrjöldina Höfundur bókarinnar er okkar eini sanni Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson og hann kom til okkar.

Alþingi var sett í dag og hófst þingsetningarathöfnin kl. 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn gengu síðan fylktu liði til kirkjunnar úr Alþingishúsinu. Nú kl. fjögur fá þingmenn nýtt fjárlagafrumvarp í hendur og síðan er það stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana á morgun. Höskuldur Kári Schram fréttamaður kom í Síðdegisútvarpið

Er aðgengilegt til 10. september 2025.
Lengd: 1 klst. 54 mín.
,