22:10
Mannlegi þátturinn
Ný bók um kúk, piss og prump, Hafrót á Eyrabakka og leikhússkóli
Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Sævar Helgi Bragason kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá nýrri bók sinni sem heitir Kúkur, piss og prump. Eins og segir aftan á bókinni, „Allt í náttúrunni er hluti af hringrás. Þú líka! Þar leikur meltingin algjört lykilhlutverk. Heimurinn verður svo fallegur og forvitnilegur þegar við uppgötvum hvernig allt er tengt. Meira að segja kúkur, piss og prump verður bara... spennandi!“ Sævar Helgi fræddi okkur um þessa bók og þessa mikilvægu starfsemi líkama okkar í dag.

Í gær hófst alþjóðleg listahátíð og vinnustofa á Eyrarbakka í þriðja sinn, Oceanus/ Hafsjór. Listsýningar, gjörningar og tónlistarflutningur munu fara fram í Kartöflugeymslunni, verksmiðjuhúsnæði ásamt fleiri óhefðbundnum sýningarrýmum víðs vegar um Eyrarbakka. Hafrót er yfirskrift hátíðarinnar að þessu sinni og listamenn erlendir og innlendir taka þátt í sköpuninni næstu vikur. Gestum og gangandi gefst kostur á að skoða ferlið á vinnustofunum meðan á hátíðinni stendur. Við skruppum á Eyrarbakka og tókum tali listakonuna Ástu Guðmundsdóttur sem stendur á bak við þetta.

Við fræddumst svo að lokum um nýjan Leikhússkóla Þjóðleikhússins. Þar munu nemendur læra um allar hliðar á starfsemi leikhússins í þverfaglegu námi, til dæmis hönnun leikmynda, búninga, lýsingar og hljóðs, sýningarstjórn, leikritun og leiklist. Vala Fannell, skólastjóri skólans, kom í þáttinn og sagði frá.

Tónlist í þættinum:

Flottur jakki / Ragnar Bjarnason (J.K.Thomas, texti Kristján Hreinsson)

Waterloo sunset / The Kinks (Ray Davies)

For once in my life / Frank Sinatra (Ron Miller og Orlando Murden)

Ameríka / Valdimar Guðmundsson og Þorsteinn Einarsson (Bragi Valdimar Skúlason, texti Magnús Eiríksson)

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
e
Endurflutt.
,