Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Þátturinn hófst á spjalli í síma við Ólöfu Ýri Atladóttur, framkvæmdastjóra ferðaþjónustufyrirtækisins Sóta á Tröllaskaga. Illviðri var spáð en svo virðist sem lægðin hafði misst einhvern mátt áður en áhrifa hennar tók að gæta að ráði. "Skítaveður" var orðið sem Ólöf notaði en jörð var auð.
Þórður Snær Júlíusson blaðamaður fór yfir nýbirt hálfsársuppgjör nokkurra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Athygli vekur að afgangur er af rekstri Reykjavíkur í fyrsta sinn í nokkur ár. Þá fór hann yfir kostnað nokkurra frambjóðenda til embættis forseta en þeim ber að skila yfirliti til Ríkisendurskoðunar. Katrín Jakobsdóttir eyddi langmestu í baráttuna en Helga Þórisdóttir eyddi mestu ef miðað er við atkvæðafjölda.
Í Berlínarspjalli sagði Arthur Björgvin Bollason frá erfiðleikum í rekstri Volkswagen. Það er stærsta fyrirtæki Þýskalands og afkoma þess þykir jafnan endurspegla stöðu þýsks efnahags. Hann sagði líka frá kynningu og sýningu á verkum íslenskra listamanna í Berlín og í lokin var örlítið rætt um epli.
Kappræður bandarísku forsetaframbjóðendanna Kamölu Harris og Donalds Trump fara fram í dag. Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir stjórnendaráðgjafi hefur lengi fylgist vel með stjórnmálunum vestan hafs. Hún rýndi í stöðuna og ræddi mikilvægi kappræðna fyrir frambjóðendurna.
Tónlist:
Till the morning comes - Steinar Albrigtsen,
Apfelwein Lied - Bembel Beat,
Stars - Sigurður Flosason.
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Sævar Helgi Bragason kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá nýrri bók sinni sem heitir Kúkur, piss og prump. Eins og segir aftan á bókinni, „Allt í náttúrunni er hluti af hringrás. Þú líka! Þar leikur meltingin algjört lykilhlutverk. Heimurinn verður svo fallegur og forvitnilegur þegar við uppgötvum hvernig allt er tengt. Meira að segja kúkur, piss og prump verður bara... spennandi!“ Sævar Helgi fræddi okkur um þessa bók og þessa mikilvægu starfsemi líkama okkar í dag.
Í gær hófst alþjóðleg listahátíð og vinnustofa á Eyrarbakka í þriðja sinn, Oceanus/ Hafsjór. Listsýningar, gjörningar og tónlistarflutningur munu fara fram í Kartöflugeymslunni, verksmiðjuhúsnæði ásamt fleiri óhefðbundnum sýningarrýmum víðs vegar um Eyrarbakka. Hafrót er yfirskrift hátíðarinnar að þessu sinni og listamenn erlendir og innlendir taka þátt í sköpuninni næstu vikur. Gestum og gangandi gefst kostur á að skoða ferlið á vinnustofunum meðan á hátíðinni stendur. Við skruppum á Eyrarbakka og tókum tali listakonuna Ástu Guðmundsdóttur sem stendur á bak við þetta.
Við fræddumst svo að lokum um nýjan Leikhússkóla Þjóðleikhússins. Þar munu nemendur læra um allar hliðar á starfsemi leikhússins í þverfaglegu námi, til dæmis hönnun leikmynda, búninga, lýsingar og hljóðs, sýningarstjórn, leikritun og leiklist. Vala Fannell, skólastjóri skólans, kom í þáttinn og sagði frá.
Tónlist í þættinum:
Flottur jakki / Ragnar Bjarnason (J.K.Thomas, texti Kristján Hreinsson)
Waterloo sunset / The Kinks (Ray Davies)
For once in my life / Frank Sinatra (Ron Miller og Orlando Murden)
Ameríka / Valdimar Guðmundsson og Þorsteinn Einarsson (Bragi Valdimar Skúlason, texti Magnús Eiríksson)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Hallinn á ríkissjóði er áætlaður 41 milljarður króna á næsta ári, sem er 16 milljarða minni halli en í ár. Fjármálaráðherra segir heilbrigðis- og velferðarmál í forgrunni.
Stjórnarandstaðan gefur ekki mikið fyrir frumvarpið. Ríkisstjórnin hafi brugðist í efnahagsmálum og frumvarpið minni á kosningabækling.
Alþingi verður sett í dag og verkalýðsfélög hafa boðað til mótmæla á Austurvelli vegna síhækkandi framfærslukostnaðar heimilanna. Forseti ASÍ segir hita í fólki.
Þrjú voru handtekin í tengslum við hnífaárás í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Tvö sæta gæsluvarðhaldi og bíða skýrslutöku, en sá þriðji hefur verið fluttur á Stuðla.
Heilu fjölskyldurnar þurrkuðust út í árás Ísraelshers á flóttamannabúðir á Gaza í gær. Ísraelsher segir liðsmenn Hamas hafa verið skotmarkið.
Tæknirisarnir Apple og Google þurfa að greiða meira en fimmtán milljarða evra í sektir og vangoldna skatta eftir tvo dóma sem Evrópudómstóllinn kvað upp í morgun. Með þessu lýkur áralöngum málaferlum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins gegn þessum fyrirtækjum.
Kuldalegt er um að litast víðast hvar á Norður- og Austurlandi og hálka eða snjóþekja er á fjallvegum. Hvít jörð er í Mývatnssveit og aðstæður erfiðar fyrir bændur.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Í þættinum í dag ætlum við að fjalla um hættur sem steðja að íslenskum landbúnaði. Meðal annars í hrossa- og sauðfjárrækt, laxeldi í sjókvíum og eldi á hafbeitarlaxi. Fjallað er um nýja Landsáætlun erfðanefndar landsbúnaðarins. Ingi Freyr Vilhjálmsson ræðir við formann nefndarinar, Árna Bragason, sem lýsir áætluninni og áhyggjum sínum af því græðgi við ræktun og eldi á dýrum á Íslandi geti orðið umhyggju fyrir náttúrunni yfirsterkari.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Í kvöld mætast þau Kamala Harris og Donald Trump, forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum, í sjónvarpskappræðum. Þetta verður í fyrsta og líklega eina skiptið sem þau mætast í aðdraganda forsetakosninganna í nóvember. Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, ætlar að setjast hjá okkur og fara yfir stöðuna fyrir kappræðurnar.
Áki Jarl Láruson, stofnerfðafræðingur á Hafró, fór í sumar í ógleymanlegan vísindaleiðangur upp að 80. breiddargráðu með þýska ísbrjótnum Pólstjörnunni, RV Polarstern. Skipið var hlaðið sérhæfðum búnaði til að rannsaka sjávarbotninn og alþjóðlegt teymi vísindamanna vann á vöktum allan sólarhringinn við að rannsaka sæköngulær og fleira forvitnilegt sem kafbátar og botnsleðar drógu úr kafinu.
Samfélagið var í styttri kantinum vegna beinnar útsendingar frá þingsetningu.
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Hér er þess minnst að 100 ár eru liðin frá andláti Franz Kafka. Lesnar eru nokkrar af hinum styttri smásögum hans í þýðingu Ástráðs Eysteinssonar og Eysteins Þorvaldssonar. Sögurnar eru Sveitalæknir, Föturiddarinn, Nýi lögfræðingurinn, Til íhugunar fyrir knapa, Fyrir dyrum laganna og Bróðurmorð.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Feneyjatvíæringurinn í arkitektúr fer fram í 19. sinn á næsta ári og Ísland tekur þá þátt í fyrsta sinn. Tilkynnt var um það í síðustu viku að verkefni s.ap arkitekta, Hraunmyndanir hefur verið valið sem framlag Íslands. Það er Miðstöð hönnunar og arkitektúrs sem hefur umsjón með verkefninu og Gerður Jónsdóttir er verkefnastjóri þátttöku Íslands. Við ræðum við hana í þætti dagisns.
Katla Ársælsdóttir segir frá uppistandinu Belonging þar sem fimm innflytjendur stigu á stokk og fjölluðu á kómískan hátt um reynslu sína af því að búa á íslandi.
Nýlega sendi tónlistarmaðurinn Sigmar Þór Matthíasson frá sér nýja plötu sem nefnist Uneven Equator, en á henni blandar hann saman jazzi og austrænni heimstónlist. Tómas Ævar ræðir við Sigmar í þætti dagsins.
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.
Um helgina voru 25 ár frá því að platan 69 Love Songs með hljómsveitinni The Magnetic Fields kom út, 7. September 1999. Platan öðlaðist költstöðu á því augnabliki sem hún kom út, brjálæðislegt verkefni sem gengur fullkomlega upp.
Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir er að fara að frumsýna nýtt leikrit á fimmtudaginn í Kassanum. Taktu flugið, beibí er byggt á lífshlaupi og lífsreynslu höfundarins. Lóa ræðir við Kolbrúnu um verkið.
Ýmis ummerki eða spor eftir heimspekilega hugsun er að finna í miðaldarbókmenntum Íslendinga, hvort heldur í kvæðum, sögum eða lögum. Við ræðum við Gunnar Harðarson, heimspeking, sem hefur verið að leita að fingraförum spekinnar í íslenskum miðaldatextum.
Fréttir
Kvöldfréttir útvarps
Samtök Iðnaðarins eru heilt yfir ánægð með fjárlagafrumvarpið sem fjármálaráðherra kynnti í morgun. Framkvæmdarstjóri samtakanna hefði þó viljað aukið aðhald í ríkisfjármálunum.
Heimilum landsins blæðir, sagði formaður Kennarasambandsins á útifundi verkalýðsfélaga Austurvelli síðdegis. Hátt vaxtastig og verðbólga gerir fólki erfitt fyrir, bitni á börnum og framtíðinni. Einn mótmælenda sagði fólk að bugast yfir afborgunum sem það ráði ekki við. Margir mótmælenda höfðu áhyggjur af vöxtum.
Nýr forseti Íslands Halla Tómasdóttir fjallaði um húsnæðisvanda, ofbeldi, menntun í innflytjendamál við þingsetningu í dag. Nýr biskpu sagði sorg grúfa yfir landinu við setningu Alþingis.
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna var óvenju harðorður í garð ísraelskra stjórnvalda í dag, eftir að Ísraelsher drap bandarískan ríkisborgara á Vesturbakkanum.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Spegillinn er auðvitað með hugann við fjárlagafrumvarpið sem kynnt var í morgun. Una Jónsdóttir forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans spáir í frumvarpið og áhrif á verðbólgu og vexti. En það er ekki bara rætt um frumjöfnuð í Speglinum. Forsetaefnin Harris og Trump mætast í sínum fyrstu kappræðum í kvöld - Ævar Örn Jósepsson og Birta Björnsdóttir sá í spilin.
Umsjón: Fríða María Ásbergsdóttir.
Emmsjé Gauti mætir í Krakkakastið og spjallar við Fríðu um rapp. Hvers vegna kallar hann sig Emmsjé Gauti? Hver er uppáhalds rapparinn hans? Finnst honum rapparar fara vel með peningana sína?
Viðmælandi: Emmsjé Gauti
Umsjón: Fríða María Ásbergsdóttir
Veðurstofa Íslands.
Tónleikahljóðritanir með innlendum og erlendum flytjendum.
Hljóðritun frá kammertónleikum fiðluleikarans Leonidas Kavakos, sellóleikarans Yo-Yo Ma og píanóleikarans Emanuel Ax á Proms, sumartónlistarhátíð Breska útvarpsins, 31. ágúst sl.
Hljóðritun frá kammertónleikum fiðluleikarans Leonidas Kavakos, sellóleikarans Yo-Yo Ma og píanóleikarans Emanuel Ax á Proms, sumartónlistarhátíð Breska útvarpsins, 31. ágúst sl.
Á efnisskrá eru píanótríó eftir Johannes Brahms og Ludwig van Beethoven.
Umsjón: Ása Briem.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Í kvöld mætast þau Kamala Harris og Donald Trump, forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum, í sjónvarpskappræðum. Þetta verður í fyrsta og líklega eina skiptið sem þau mætast í aðdraganda forsetakosninganna í nóvember. Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, ætlar að setjast hjá okkur og fara yfir stöðuna fyrir kappræðurnar.
Áki Jarl Láruson, stofnerfðafræðingur á Hafró, fór í sumar í ógleymanlegan vísindaleiðangur upp að 80. breiddargráðu með þýska ísbrjótnum Pólstjörnunni, RV Polarstern. Skipið var hlaðið sérhæfðum búnaði til að rannsaka sjávarbotninn og alþjóðlegt teymi vísindamanna vann á vöktum allan sólarhringinn við að rannsaka sæköngulær og fleira forvitnilegt sem kafbátar og botnsleðar drógu úr kafinu.
Samfélagið var í styttri kantinum vegna beinnar útsendingar frá þingsetningu.
eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Þórhallur Sigurðsson les. Sagan fjallar um Íslending sem hvarf að heiman um dimma nótt frá fjölskyldu sinni og vinum og endaði sem einkaþjónn hjá bandaríska auðkýfingnum William Randolph Hearst eftir fyrri heimsstyrjöld. Hvers vegna yfirgaf hann konu sína og börn, blómlegt fyrirtæki og trausta stöðu í Reykjavík? Hvernig lenti hann í höll Hearsts blaðakóngs í Kaliforníu? (Áður á dagskrá 2010)
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Sævar Helgi Bragason kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá nýrri bók sinni sem heitir Kúkur, piss og prump. Eins og segir aftan á bókinni, „Allt í náttúrunni er hluti af hringrás. Þú líka! Þar leikur meltingin algjört lykilhlutverk. Heimurinn verður svo fallegur og forvitnilegur þegar við uppgötvum hvernig allt er tengt. Meira að segja kúkur, piss og prump verður bara... spennandi!“ Sævar Helgi fræddi okkur um þessa bók og þessa mikilvægu starfsemi líkama okkar í dag.
Í gær hófst alþjóðleg listahátíð og vinnustofa á Eyrarbakka í þriðja sinn, Oceanus/ Hafsjór. Listsýningar, gjörningar og tónlistarflutningur munu fara fram í Kartöflugeymslunni, verksmiðjuhúsnæði ásamt fleiri óhefðbundnum sýningarrýmum víðs vegar um Eyrarbakka. Hafrót er yfirskrift hátíðarinnar að þessu sinni og listamenn erlendir og innlendir taka þátt í sköpuninni næstu vikur. Gestum og gangandi gefst kostur á að skoða ferlið á vinnustofunum meðan á hátíðinni stendur. Við skruppum á Eyrarbakka og tókum tali listakonuna Ástu Guðmundsdóttur sem stendur á bak við þetta.
Við fræddumst svo að lokum um nýjan Leikhússkóla Þjóðleikhússins. Þar munu nemendur læra um allar hliðar á starfsemi leikhússins í þverfaglegu námi, til dæmis hönnun leikmynda, búninga, lýsingar og hljóðs, sýningarstjórn, leikritun og leiklist. Vala Fannell, skólastjóri skólans, kom í þáttinn og sagði frá.
Tónlist í þættinum:
Flottur jakki / Ragnar Bjarnason (J.K.Thomas, texti Kristján Hreinsson)
Waterloo sunset / The Kinks (Ray Davies)
For once in my life / Frank Sinatra (Ron Miller og Orlando Murden)
Ameríka / Valdimar Guðmundsson og Þorsteinn Einarsson (Bragi Valdimar Skúlason, texti Magnús Eiríksson)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.
Um helgina voru 25 ár frá því að platan 69 Love Songs með hljómsveitinni The Magnetic Fields kom út, 7. September 1999. Platan öðlaðist költstöðu á því augnabliki sem hún kom út, brjálæðislegt verkefni sem gengur fullkomlega upp.
Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir er að fara að frumsýna nýtt leikrit á fimmtudaginn í Kassanum. Taktu flugið, beibí er byggt á lífshlaupi og lífsreynslu höfundarins. Lóa ræðir við Kolbrúnu um verkið.
Ýmis ummerki eða spor eftir heimspekilega hugsun er að finna í miðaldarbókmenntum Íslendinga, hvort heldur í kvæðum, sögum eða lögum. Við ræðum við Gunnar Harðarson, heimspeking, sem hefur verið að leita að fingraförum spekinnar í íslenskum miðaldatextum.
Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Óvissustig almannavarna er í gildi í fyrir Norðurland og á Ströndum. Þar eru appelsínugular viðvaranir í gildi vegna hvassviðris og snjókomu til klukkan níu. Hefur nóttin gengið stórslysalaust fyrir sig? Jón Þór Víglundsson hjá Landsbjörgu ræðir við okkur.
Ragnheiður Elín Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá OECD og fyrrum ráðherra, verður á línunni frá París þegar við ætlum að ræða stöðuna í frönskum stjórnmálum, nýjan forsætisráðherra þar í landi og mótmæli.
Við höfum verið að fylgjast með Þjóðadeild Evrópu undanfarna daga þar sem eitt og annað hefur gengið á. Við ætlum að beina sjónum að landsliði San Marinó sem vann loksins sinn fyrsta mótsleik í sögunni, en tuttugu ár og 140 leikir eru síðan liðið hafði betur í vinnulandsleik gegn Liechtenstein, sem þeir höfðu einmitt betur gegn í þetta skiptið líka. Við ætlum að ræða við Stefán Pálsson, sagnfræðing og knattspyrnusérfræðing, um þennan sögulega sigur og árangur smáríkja á knattspyrnuvellinum.
Alþýðusamband Íslands, BSRB og Kennarasamband Íslands boða til mótmæla á Austurvelli í dag gegn því sem þau kalla skeytingarleysi stjórnvalda gagnvart hárri verðbólgu og vöxtum. Við ræðum við Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR, og Sonju Ýr Þorbergsdóttur, formann BSRB.
Stytta Einars Jónssonar myndhöggvara af Þorfinni karlsefni er enn í geymslum Fíladelfíuborgar í Bandaríkjunum, tæpum sex árum eftir að hún var skemmd og afhöfðuð. Við ræðum styttuna, Einar og skemmdarverk á styttum í mótmælum við Guðmund Odd Magnússon, Godd, prófessor við Listaháskóla Íslands.
Guðmudur Jóhannsson tæknispekingur Morgunútvarpsins lítur við hjá okkur í lok þáttar.
Létt spjall og lögin við vinnuna.
X-files hóf göngu sína á þessum degi árið 1993, gerir það eitthvað fyrir ykkur? En að Joe Perry gítarleikari Aerosmith eigi afmæli? Roy Ayers líka? Það er kannski stíf norðanátt fyrir utan en hitinn er nægur hjá okkur og logn í hausnum. Við hlustum á góða tónlist fram eftir degi, plata vikunnar mætir í heimsókn og margt fleira.
Lagalisti:
Á móti sól - Okkur líður samt vel.
FLORENCE AND THE MACHINE - Spectrum.
GABRIELS - One and only.
MANNAKORN - Gamli Skólinn.
Lumineers, The, Bay, James, Kahan, Noah - Up All Night.
Unnsteinn Manuel Stefánsson, GDRN - Utan þjónustusvæðis.
BOGOMIL FONT - Farin.
Brunaliðið - Ég er á leiðinni.
Lón - Rainbow.
MARKÚS - É bisst assökunar.
FLOTT - Hún ógnar mér.
Aron Can - Monní.
SSSól - Dísa.
DAVID BOWIE - China Girl.
Fatboy Slim - Praise you.
DAFT PUNK - One More Time.
Mann, Matilda - Meet Cute.
Clean Bandit, Glynne, Jess - Rather be.
FOO FIGHTERS - Wheels.
THE WHITE STRIPES - My doorbell.
Icelandic POP Orchestra, The - Up to you.
Supersport! - Gráta smá.
THE ALL AMERICAN REJECTS - Gives you hell.
Beyoncé - Bodyguard.
HJÁLMAR - Taktu þessa trommu.
Aerosmith - Sweet Emotion.
Rolling Stones, The - Mess It Up.
NIRVANA - Smells Like Teen Spirit.
SOUNDGARDEN - Black Hole Sun.
BJÖRK - Army Of Me.
Carpenter, Sabrina - Taste.
Artemas - dirty little secret.
Lada Sport - Næturbrölt.
MAHMOOD - Soldi (Eurovisíon 2019 - Ítalía).
NÝDÖNSK - Á plánetunni jörð.
Smith, Myles - Stargazing.
Snorri Helgason - Aron.
SYKUR - Reykjavík.
Birnir, Krabba Mane - Slæmir ávanar (ásamt Krabba Mane).
Bríet - Feimin(n) Ft. Aron Can & Arro.
Eilish, Billie - Birds of a Feather.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Hallinn á ríkissjóði er áætlaður 41 milljarður króna á næsta ári, sem er 16 milljarða minni halli en í ár. Fjármálaráðherra segir heilbrigðis- og velferðarmál í forgrunni.
Stjórnarandstaðan gefur ekki mikið fyrir frumvarpið. Ríkisstjórnin hafi brugðist í efnahagsmálum og frumvarpið minni á kosningabækling.
Alþingi verður sett í dag og verkalýðsfélög hafa boðað til mótmæla á Austurvelli vegna síhækkandi framfærslukostnaðar heimilanna. Forseti ASÍ segir hita í fólki.
Þrjú voru handtekin í tengslum við hnífaárás í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Tvö sæta gæsluvarðhaldi og bíða skýrslutöku, en sá þriðji hefur verið fluttur á Stuðla.
Heilu fjölskyldurnar þurrkuðust út í árás Ísraelshers á flóttamannabúðir á Gaza í gær. Ísraelsher segir liðsmenn Hamas hafa verið skotmarkið.
Tæknirisarnir Apple og Google þurfa að greiða meira en fimmtán milljarða evra í sektir og vangoldna skatta eftir tvo dóma sem Evrópudómstóllinn kvað upp í morgun. Með þessu lýkur áralöngum málaferlum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins gegn þessum fyrirtækjum.
Kuldalegt er um að litast víðast hvar á Norður- og Austurlandi og hálka eða snjóþekja er á fjallvegum. Hvít jörð er í Mývatnssveit og aðstæður erfiðar fyrir bændur.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson og Lovísa Rut Kristjánsdóttir.
Siggi og Lovísa stóðu vaktina að venju í Popplandi dagsins. Árni Matt fór undir yfirborðið og fjallaði um ketti og vandamál þeim tengdum í Sviss. Þá var ný tónlist skoðuð í bland við það heitasta í dag og gamalt og gott. Plata vikunnar á sínum stað sem og póstkort frá íslenskum tónlistarmönnum.
Spiluð lög:
12.40 til 14.00
Herra Hnetusmjör - Ómótstæðileg.
Chic - I want your love.
Lady Blackbird - Let Not (Your Heart Be Troubled).
Ezra Collective & Yazmin Lacey - God Gave Me Feet For Dancing.
Supersport! - Gráta smá.
Pearl Jam - Waiting for Stevie.
Green Day - Time Of Your Life.
HARRY STYLES - Late night talking.
Chappell Roan - Good Luck, Babe!.
Chappell Roan - Red Wine Supernova (Explicit).
14.00 til 16.00
Mammaðín - Frekjukast.
M.I.A. - Bad Girls.
SUZANNE VEGA - Tom's Diner (Dna Mix).
Ray Lamontagne - Step Into Your Power.
Svavar Knútur Kristinsson - Refur.
MITSKI - Bug Like an Angel.
Sigurður Guðmundsson & Bríet - Komast heim.
TOTALLY ENORMOUS EXTINCT DINASAURS - Crosswalk.
Jorja Smith - High.
Beyoncé & Miley Cyrus - II MOST WANTED.
Coldplay ásamt Tini, Elyanna, Burna Boy & Little Simz, - WE PRAY.
Michael Kiwanuka - Floating Parade.
Dr. Gunni - Ástandið.
FOALS - My Number.
Sycamore tree - Scream Louder.
Fontaines D.C. - Here's The Thing.
Herra Hnetusmjör - Tala minn skít.
Anderson .Paak & Cordae - Summer Drop.
Saint Pete - Tala minn skít.
KENDRICK LAMAR - Rigamortis.
KENDRICK LAMAR - King Kunta.
Dasha - Austin.
Steinunn Jónsdóttir & Þorsteinn Einarsson - Á köldum kvöldum.
Bubbi Morthens - Sá Sem Gaf Þér Ljósið.
Lada Sport - Ólína.
Benson Boone - Beautiful Things.
Lada Sport - Þessi eina sanna ást.
The Moldy Peaches - Anyone Else But You.
ÁSGEIR TRAUSTI - Heimförin.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Með aðgerðaáætluninni Gott að eldast sem sett var á laggirnar á síðasta ári ákváðu stjórnvöld að taka utan um þjónustu við eldra fólk með nýjum hætti. Ein meginaðgerð áætlunarinnar er að samþætta félags- og heilbrigðisþjónustu fyrir eldra fólk í heimahúsum.Fjölmörg sveitafélög ásamt heilbrigðisstofnunum tóku þátt í þróunarverkefni þessu tengdu og í gær á svokölluðum Haustdegi sögðu þau frá því hvernig hefði gengið í verkefninu. Berglind Magnúsdóttir öldrunarsálfræðingur og verkefnastjóri kom til okkar
Um síðastliðnu helgi var tré ársins útnefnt og er það í fyrsta sinn sem skógarfura verður fyrir valinu. Tré ársins er Pinus sylvestris sem er í skógarlundi sunnan við Mánaþúfu í Varmahlíð í Skagafirði. Ragnheiður Guðmundsdóttir formaður Skógræktarfélags Skagfirðinga ræddi við okkur.
Síðdegisútvarpinu barst upptaka frá hlustenda þar sem hringt var í hann og nafn vinar hans birtist á skjánum, en á línunni var enskumælandi einstaklingur sem lofaði gulli og grænum skógum í skiptum fyrir persónuupplýsingar. Við heyrum símtalið á eftir og í kjölfarið ræddum við við Guðmund Arnar Sigmundsson fjarskiptafræðing hjá Certis.
Íslendingar sendu fjölmennan flokk á Sumarólympíuleikana í London árið 1948 þrátt fyrir gjaldeyrishöft á Íslandi og matarskort í Bretlandi. Ný bók um þetta ævintýri hefur litið dagsins ljós en bókin fjallar um undirbúning Íslendinga fyrir leikana þá fyrstu eftir seinni heimstyrjöldina Höfundur bókarinnar er okkar eini sanni Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson og hann kom til okkar.
Alþingi var sett í dag og hófst þingsetningarathöfnin kl. 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn gengu síðan fylktu liði til kirkjunnar úr Alþingishúsinu. Nú kl. fjögur fá þingmenn nýtt fjárlagafrumvarp í hendur og síðan er það stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana á morgun. Höskuldur Kári Schram fréttamaður kom í Síðdegisútvarpið
Fréttir
Kvöldfréttir útvarps
Samtök Iðnaðarins eru heilt yfir ánægð með fjárlagafrumvarpið sem fjármálaráðherra kynnti í morgun. Framkvæmdarstjóri samtakanna hefði þó viljað aukið aðhald í ríkisfjármálunum.
Heimilum landsins blæðir, sagði formaður Kennarasambandsins á útifundi verkalýðsfélaga Austurvelli síðdegis. Hátt vaxtastig og verðbólga gerir fólki erfitt fyrir, bitni á börnum og framtíðinni. Einn mótmælenda sagði fólk að bugast yfir afborgunum sem það ráði ekki við. Margir mótmælenda höfðu áhyggjur af vöxtum.
Nýr forseti Íslands Halla Tómasdóttir fjallaði um húsnæðisvanda, ofbeldi, menntun í innflytjendamál við þingsetningu í dag. Nýr biskpu sagði sorg grúfa yfir landinu við setningu Alþingis.
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna var óvenju harðorður í garð ísraelskra stjórnvalda í dag, eftir að Ísraelsher drap bandarískan ríkisborgara á Vesturbakkanum.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Spegillinn er auðvitað með hugann við fjárlagafrumvarpið sem kynnt var í morgun. Una Jónsdóttir forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans spáir í frumvarpið og áhrif á verðbólgu og vexti. En það er ekki bara rætt um frumjöfnuð í Speglinum. Forsetaefnin Harris og Trump mætast í sínum fyrstu kappræðum í kvöld - Ævar Örn Jósepsson og Birta Björnsdóttir sá í spilin.
Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.
Lagalistinn
Ágúst Elí og Ármann Örn - Hví ekki?
Elín Hall - Hafið er svart
Teitur Magnússon - Barn
Stína Ágústsdóttir - Fountains
Kónguló ásamt Rakel - Don't Give Up
Katla Yamagata - Ránfugl
Jóhannes Bjarki Sigurðsson - Bergmál náttúrunnar
Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmaður: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.
Að venju er af nægu að taka á Kvöldvaktinni þar sem ný lög frá Snorra Helga, Primal Scream, Lady Blackbird, Kött Grá Pjé, Herra Hnetusmjör, Bonobo, Caribou, Amyl & the Sniffers, Fontains D.C., The Hives og fleirum.
Lagalistinn
Snorri Helgason - Aron.
OutKast - Roses.
Ray Lamontagne - Step Into Your Power.
Júníus Meyvant - Neon experience.
Primal Scream - Deep Dark Waters
Lady Blackbird - Let Not (Your Heart Be Troubled).
Moby - In this world.
Fonetik Simbol, Kött Grá Pjé, Benni Hemm Hemm - Hvít ský.
BECK - Dreams.
Matilda Mann - Meet Cute.
Herra Hnetusmjör - Elli Egils.
The Roots, Joanna Newsome - Right On.
Danger Mouse, Karen O - Super Breath.
Yazmin Lacey, Ezra Collective - God Gave Me Feet For Dancing.
KIASMOS - Looped.
Bonobo - Expander.
Caribou - Come Find Me
Daniil, Izleifur - Andvaka.
Sycamore tree - Scream Louder.
House of Love - Shine On
Supersport! - Gráta smá.
Amyl and the Sniffers - Chewing Gum
The Hives - Rigor Mortis Radio
TONI BASIL - Mickey
Skrattar - Hellbound.
Þorsteinn Einarsson, Steinunn Jónsdóttir - Á köldum kvöldum.
Saint Pete, Herra Hnetusmjör - Tala minn skít.
Nas - NY State of mind
Michael Kiwanuka - Floating Parade.
Glass Beams - Mahal.
Aphex Twin - Digeridoo.
Public Service Broadcasting, Andreya Casablanca - The Fun Of It.
Fontaines D.C. - In The Modern World.
Sigur Rós - Ísjaki.
Sólstafir - Hún andar
Pearl Jam - Waiting For Stevie
Stone Temple Pilots - Sex type thing
Smashing Pumpkins - Sighommi
Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í næsta haust eru 30 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson
Hljómsveitin Oasis sprakk í loft upp í ágúst 2009 rétt áður en hún ætti að stíga á svið á tónlistarhátíðinni Rock ein Seine í París. Síðan þá hafa bræðurnir í hljómsveitinni, lagasmiðurinn Noel Gallagher og söngvarinn Liam Gallagher ekki talast við - þar til núna nýlega og nú er kominn á friður milli bræðranna. Byssurnar eru þagnaðar – stjörnurnar hafa raðað sér upp – biðin mikla er á enda – komið og sjáið – þessu verður ekki sjónvarpað, sagði í fréttatilkynningu frá hljómsveitinni sem var birt á heimasíðu hennar 27. ágúst sl.
Þá var auglýst tónleikaferð um Bretland næsta sumar - 17. tónleikar í Wales, Skotlandi, Írlandi og Englandi, og það seldust meira en ein milljón miða í einum grænum. MIðasölukerfi fóru á hliðina og milljónir manna sem reyndu að kaupa miða fengu enga miða. Það lítur út fyrir að Oasis ætli að túra um allan heim á næsta ári og kannski árin þar á eftir, og í dag er fyrsta plata sveitarinnar; Difinitely Maybe sem kom út 1994 á toppnum á breska vinsældalistanum. Safnaplatan Time Flies 1994-2009 er í þriðja sæti og í því fjórða er önnur plata Oasis - What´s the story morning glory sem kom út 1995.
Rokkland hefur fylgst vel með Oasis allt frá upphafi 1995 og í þætti vikunnar rifjum við upp brot úr gömlum þáttum og skoðum fyrstu árin í sögu þessarar kraftmiklu og merkilegu hljómsveitar frá Manchester á Englandi.