20:30
Sumarmál
Albaníureisa Veru og Guðrúnar, fugl dagsins
Sumarmál

Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.

Við heyrum ferðasögu mæðgnanna Guðrúnar Gísladóttur, leikkonu, og Veru Illugadóttur, dagskrárgerðarmanns, en þær fóru í vor í langþráða reisu til Albaníu. Þær komu víða við, fóru á æskuslóðir rithöfundarins heimsþekkta, Ismails Kadare, og einræðisherrans Envers Hoxha, kynntust sveitum og borgum, umferðarmenningu og mannlífi.

Svo var fugl dagsins á sínum stað.

Tónlist í þættinum:

Á Mallorca – South River Band (Ólafur Þórðarson og texti Helgi Þór Ingason)

Pavarësia - Ilir Shaqiri

Lulja E Kosharës - Ilir Shaqiri

M'fal - Don Xhoni

Sveitin mín - Haukur Morthens (Jóhann Helgason)

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 53 mín.
e
Endurflutt.
,