Á Búsúkíslóðum

Ræningjarnir og katastrófan mikla.

Ferðalagið hefst uppi á fjöllum árið 1821 en þá er farið með hlustandur á fund grísku skæruliðanna sem eru berjast gegn Tyrkjum. Þessir byltingasinnar eru kallaðir ræningjar en það mega þeir eiga tónlistin þeirra er ekki tekin ófrjálsri hendi. Svo eru hlustandur leiddir á dansleik hjá grísku góðborgurunum í Smyrnu á Tyrklandi sem síðan verða sendir til Grikklands sem allslausir flóttamenn eftir katastrófuna miklu árið 1922. Katastrófuna miklu nefna Grikkir þá niðurlægingu þegar þeir ætluðu frelsa Litlu Asíu undan Tyrkjum en voru teknir í bakaríið svo Tyrkir enduðu á því reka alla Grikki af Tyrkneskri grund. Í Aþenu hitta þessir flóttamenn uppgjafa ræningja, skæruliðana, sem eru komnir af fjöllum og í borgarsollinn. Í þessum félagsskap verður rebetika til í undirheimunum.

Frumflutt

21. feb. 2012

Aðgengilegt til

6. júlí 2025
Á Búsúkíslóðum

Á Búsúkíslóðum

Hlustendur eru teknir með í ferðalag um Grikkland, Tyrkland og síðan fram og aftur um aldir og áratugi. Slóðin er mörkuð með búsúkí eða hinum gríska gítar. Hlustendur eru dregnir inn á hinu ýmsu staði þar sem búsúkíð er plokkað og í leiðinni er saga rebetika tónlistarinnar rakin en hún er samtvinnuð dramatískri sögu sem ennþá svíður undan í grískri þjóðarsál.

Grikkland er í raun stórveldi þegar kemur tónlist. Hlustendur sannfærast örugglega um það á flakki þeirra milli héraða. Á því flakki verður stoppað hvarvetna sem hljóðfæraleikur heyrist. Í lok ferðar hlustendur svo heyra hvernig rebetika hefur mótað gríska tónlistarmenn sem eru gera það gott.

Umsjón: Jón Sigurður Eyjólfsson

Þættir

,