Á Búsúkíslóðum

Með búsúkí í borgarsollinum

Grísku flóttamennirnir frá Smyrnu, og öðrum borgum Tyrklands, halda til á sérstökum knæpum, kallaðar TEKÉ, ásamt uppgjafa skæruliðum og öðru ógjæfufólki, spila þar rebetika og svalla. Hlustendur eru dregnir inn á slíkan stað þar sem þeir kynnast Markos Vamvakaris sem í dag er sagður faðir rebetika tónlistarinnar. Svo eru hlustendur dregnir inn á virðulegri tónleikastað þar sem söngdívurnar Rita Abatzi og Roza Eskenazi stíga á stokk. Þessar grísku söngdívur komu báðar sem flóttakonur frá Tyrklandi eftir katastrófuna miklu.

Frumflutt

28. feb. 2012

Aðgengilegt til

13. júlí 2025
Á Búsúkíslóðum

Á Búsúkíslóðum

Hlustendur eru teknir með í ferðalag um Grikkland, Tyrkland og síðan fram og aftur um aldir og áratugi. Slóðin er mörkuð með búsúkí eða hinum gríska gítar. Hlustendur eru dregnir inn á hinu ýmsu staði þar sem búsúkíð er plokkað og í leiðinni er saga rebetika tónlistarinnar rakin en hún er samtvinnuð dramatískri sögu sem ennþá svíður undan í grískri þjóðarsál.

Grikkland er í raun stórveldi þegar kemur tónlist. Hlustendur sannfærast örugglega um það á flakki þeirra milli héraða. Á því flakki verður stoppað hvarvetna sem hljóðfæraleikur heyrist. Í lok ferðar hlustendur svo heyra hvernig rebetika hefur mótað gríska tónlistarmenn sem eru gera það gott.

Umsjón: Jón Sigurður Eyjólfsson

Þættir

,