Á Búsúkíslóðum

Meistarinn Vasílis Tsitsanis

Í þessum þætti eru hlustendur kynntir fyrir konungi rebetika tónlistarinnar. Vasílis Tsitsanis fór frá heimabæ sínum Tríkala til Aþenu í laganám en varð hrifnari af lagasafni Vamvakaris heldur en lagabókstafnum. Hann fór þvælast með rebetísunum, en svo voru þeir nefndir sem léku rebetika í búllunum í undirheimum Aþenu. Svo vex rebetika upp úr undirheimunum og góðborgararnir fara bregða sér á rebetikatónleika. Í þessum þætti verður reynt bregða ljósi á giftusamlegan tónlistarferil Tsitsanis en hann samdi yfir 500 lög og texta. Nær hvert mannsbarn á Grikklandi í dag getur raulað nokkra lagstúfa eftir þetta hæfileikaríka tónskáld sem einnig spilaði betur á búsúkíið en nokkur annar.

Frumflutt

6. mars 2012

Aðgengilegt til

20. júlí 2025
Á Búsúkíslóðum

Á Búsúkíslóðum

Hlustendur eru teknir með í ferðalag um Grikkland, Tyrkland og síðan fram og aftur um aldir og áratugi. Slóðin er mörkuð með búsúkí eða hinum gríska gítar. Hlustendur eru dregnir inn á hinu ýmsu staði þar sem búsúkíð er plokkað og í leiðinni er saga rebetika tónlistarinnar rakin en hún er samtvinnuð dramatískri sögu sem ennþá svíður undan í grískri þjóðarsál.

Grikkland er í raun stórveldi þegar kemur tónlist. Hlustendur sannfærast örugglega um það á flakki þeirra milli héraða. Á því flakki verður stoppað hvarvetna sem hljóðfæraleikur heyrist. Í lok ferðar hlustendur svo heyra hvernig rebetika hefur mótað gríska tónlistarmenn sem eru gera það gott.

Umsjón: Jón Sigurður Eyjólfsson

Þættir

,