Samfélagið

Upplýsingaóreiða, andúð á hinsegin fólki og eldri loftslagsaktivistar

Við ætlum ræða við einn fyrirlesaranna, Jón Gunnar Ólafsson, nýdoktor í fjölmiðlafræði frá Háskóla Íslands, um fjölmiðlun, - nánar tiltekið um helstu rannsóknir á stöðunni í upplýsingaheiminum með tilliti til lýðræðisumræðu, samfélagsmiðla, upplýsingaóreiðu og gervigreindar.

Í vikunni varð gestur á ráðstefnu um hinsegin málefni fyrir grófri líkamsárás í miðborg Reykjavíkur. Málið er rannsakað sem hugsanlegur hatursglæpur. Við ræðum við Álf Birki Bjarnason, formann samtakanna 78 um þetta atvik og aukna andúð á hinsegin fólki í samfélaginu og hvernig hún birtist.

Ljúkum svo þættinum á því bregða okkur á málstofu um eldra fólk og loftslagsmál á Norðurlöndunum, en þar eru staddir aðgerðasinnar úr hópi eldri borgara sem hafa tengslanet, tíma og þekkingu og vilja leggja unga fólkinu lið í baráttunni fyrir aðgerðum í loftslagsmálum.

Frumflutt

28. sept. 2023

Aðgengilegt til

28. sept. 2024
Samfélagið

Samfélagið

Með Kvosarskipulaginu í miðborg Reykjavíkur breyttist ýmislegt, allt í einu voru komin borð og stólar utandyra við veitingastaði, og gestir gátu notið sólar og útiveru. Laugavegur er mestu göngugata og veitingastaðir hafa sett húsgögn útfyrir. Lögreglan hefur undanfarna viku verið reka gesti inn, vegna þess margir staðanna hafa ekki tilskilinn leyfi. Hvimleitt og erfitt því rekstur margra staðanna er á nippinu eftir covid. Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði

Samfélagið heldur áfram fjalla um máva í Garðabænum - Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur spjallar við Arnhildi um Sílamáfinn sem er um margt forvitnilegur, samlíf manna og máfa, hvers konar ráð duga helst gegn ágengum máfum og hvernig máfurinn var hrakinn af Keflavíkurflugvelli á sínum tíma.

Við ætlum einnig kynna okkur sjálfbær fjármál og hvernig þau passa inn í myndina um sjálfbæra framtíð og sjálfbær samfélög. Öll þessi sjálfbærni kostar jú. Bjarni Herrera, sérfræðingur í sjálfbærni og sjálfbærum fjármálum, sem gaf nýverið út bók um þessi efnistök.

Þættir

,