Í þessari viku förum við í nýjustu breiðskífu gugusar, QUACK. Platan er hrá, dansvæn og persónuleg, þar sem hún tekur allt ferlið í eigin hendur, frá fyrstu hugmynd til lokaútgáfu. Með lögum eins og NÆR, REYKJAVÍKURKVÖLD og ÚPS leiðir Gugusar hlustendur inn í heim ástar, ruglings og tilfinninga sem oft er erfitt að festa í orð.
Frumflutt
29. sept. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Plata vikunnar
Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.