Platan A Dawning er samstarfsverkefni Ólafs Arnalds og írska tónlistarmannsins Talos. Ólafur lýsir plötunni sem mikilvægasta verki ferilsins hingað til. Samstarf þeirra hófst eftir létt samtal á bar en í miðju samstarfi greinist Talos, eða Eoin French með krabbamein og vinna þeir að plötunni á meðan baráttunni stendur. Fyrsta hlustunarpartýið fór fram á líknardeild ásamt stórum hópi fólks.
Platan fagnar lífinu, samfélaginu og tónlistinni. Ólafur Arnalds settist niður með Margréti Erlu og þau hlustuðu á plötuna í gegn.
Frumflutt
7. júlí 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Plata vikunnar
Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.