Víddaflakk er sjötta plata SIGN, og sú þriðja sem sungin er á íslensku. Ragnar Zolberg segir að hún sé framhald af Fyrir ofan himininn sem kom út 2002. Síðasta plata frá Sign kom út 2013 og segir Ragnar Zolberg að það sé engin góð ástæða fyrir því að það hafi tekið svona langan tíma að koma þessu í verk. Í ágúst á síðasta ári byrjaði Ragnar að semja og það var eins og að skrúfa frá krana.
Ragnar smalaði hljómsveitinni saman - til Noregs þar sem hann býr. "Ekkert clicktrack - engar brellur" og var platan tekin upp yfir eina helgi, og söngurinn tekinn upp á einum degi.
Frumflutt
25. ágúst 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Plata vikunnar
Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.