Platan My Static World með Kára Egilssyni er plata vikunnar á Rás 2 dagana 7.-11. apríl. Platan er þriðja plata Kára, og er önnur poppplatan hans. Fyrri plötur eru djassplatan Óróapúls og poppplatan Palm Trees in the snow sem báðar komu út 2023.
Kári stundar tónlistarnám í Berkely-háskólanum og var heima fyrir stuttu til að kynna plötuna, í miðannafríi - eða spring break. Albert Finnbogason stjórnaði upptökum á plötunni og Salóme Katrín syngur í nokkrum lagana.
Kári settist niður með Margréti Erlu Maack og ræddu þau um plötuna.
Frumflutt
7. apríl 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Plata vikunnar
Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.