Tónlistarkonan Marína Ósk hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir besta söng í djassflokki. Þetta var í annað sinn sem verðlaunin falla henni í skaut, en árið 2022 hlaut hún verðlaunin fyrir lagið The Moon and the Sky sem valið var djasstónverk ársins.
Á plötunni Oh Little Heart fer hún á poppaðri slóðir. Platan er tekin upp læv - hljómsveitin spilar plötuna inn saman sem veitir henni skemmtilegt yfirbragð. Marína settist niður með Margréti Erlu og þær ræddu plötuna, keyrsluna í Bookstore Band sem spilar á hverju kvöldi fyrir fullu húsi og tónlistina í Little Disasters.
Frumflutt
16. júní 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Plata vikunnar
Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.