Guðsþjónusta

í kapellu Háskóla Íslands

Hátíðarmessa í kapellu Háskólans í umsjón nemenda Tónskóla Þjóðkirkjunnar og Guðfræði- og trúarbragðafræðideildar Háskóla Íslands.

Séra Ása Björk Ólafsdóttir þjónar og frú Guðrún Karls Helgudóttir biskup blessar í lokin. Meðhjálpari er Helga Björg Gunnarsdóttir og predikun flytur Yrja Kristjánsdóttir og Sólveig Franklínsdóttir, formaður Fisksins, nemendafélags guðfræði- og trúarbragðafræðinema flytur ávarp.

Organistar eru Karl Olgeirsson og Kristján Hrannar Pálsson og nemendur við guðfræði-og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands og Tónskóla þjóðkirkjunnar syngja.

Dr. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands og Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir, deildarforseti guðfræði- og trúarbragðafræðideildar lesa ritningarlestur. Bænir lesa Egill Vignir Reynisson, Jónína Björnsdóttir og Matthías Guðmundsson.

Guðni Halldórsson og Hilda María Sigurðardóttir syngja einsöng og leiða almennan söng.

TÓNLIST:

Fyrir predikun:

Sálmur 13. Velkomin vertu, vetrarperlan fríð. T: Helgi Hálfdánarson. L: Hymno-dia Sacra, 1742.

Sálmur 264. Drottinn, miskunna þú oss. T: Matt.9.27. L: Martin Luther, 1526.

Sálmur 269. Gloria. T: Luk.2.14. L: Jacques Berthier Taize, 1978.

Sálmur 296. Þér friður af jörðu fylgi nú. T: Frá Gvatemala Christine Carson, 1998 Kristján Valur Ingólfsson, 2006. L: Frá Gvatemala Vb. 2013/ R John L. Bell, 1998.

Sálmur 276. Guð sem gefur lífið. T: Ólafur Jóhannsson, 2001. L: Frá Argentínu Vb. 2013.

Sálmur 285. Guð faðir, dýrð og þökk þér. T: Bengt Jonzon, 1919 Sigurbjörn Einarsson, 1966. L: 15. öld Mortensen, 1529 Gr. 1594/ R Róbert A. Ottósson, 1967.

Forspil: Tilbrigði við sálm nr. 285, Guð faðir dýrð og þökk þér.

Eftir predikun:

Sálmur 26. Vetrardaginn dimman T: Christina Rosetti um 1870 Sverrir Pálsson, 1998.L: Gustav Holst, 1906.

Sálmur 287. Þinn vilji, Guð. T: Patrick Matsikenyiri, 1990 Kristján Valur Ingólfsson, 2006. L og R: Patrick Matsikenyiri, 1990.

Sálmur 44. Í upphafi var orðið fyrst. T: Valdimar Briem, 1897 Vb.1912 --- Jóh. 1. 1,5,11. L: Este, 1592.

Sálmur 310. Ó, þú Guðs lamb, Kristur. T: Jóh. 1.29. L: Martin Luter, 1528 RAO 1964 S 192 R Róbert A. Ottósson.

Sálmur 327. Þökk þér, ó, Guð. T: Sálm.136.1 L og R: Jacques Berthier Taize 1978.

Sálmur 328. Þér lýðir, lofið Drottin. T: Sálm. 11. L og R: Jacques Berthier Taize 1978.

Sálmur 787. Faðir andanna. T: Matthías Jochumsson Sb 1886. L: Frá Sikiley Herder, 1807.

Eftirspil: J.S. Bach: Prelúdía í A-dúr, Bwv 536.

Frumflutt

8. des. 2024

Aðgengilegt til

8. des. 2025
Guðsþjónusta

Guðsþjónusta

Guðsþjónusta.

Þættir

,