Guðsþjónusta

í Fella- og Hólakirkju

Sr. Pétur Ragnhildarson þjónar fyrir altari og prédikar. Organisti er Arnhildur Valgarðsdóttir sem jafnframt stjórnar Kór Fella- og Hólakirkju sem syngur.

Einsöng syngja Xu Wen, Bjarki Þór Bjarnason, Garðar Eggertsson og Hulda Jónsdóttir. Matthías Stefánsson leikur á fiðlu og gítar. Lesari er Steinunn Þorbergsdóttir djákni.

Kórinn með Xu Wen í einsöngshlutverki flytur Laudate Dominum, sálm 117, úr Vesperae solennes de confessore, Bjarki Þór Bjarnason syngur lagið ‘María, vissir þú’, upprunalega Mary did you know’ texti með vísun í í Lúkasar- og Matteusar guðspjall. Garðar Eggertsson og Hulda Jónsdóttir syngja einsöng í sálminum ‘Far seg þá frétt á fjöllum upprunalega ‘Go, tell it on a mountain og aftur er vísað til Lúkasarguðspjalls um fjárhirðana í haganum sem fóru og gjörðu kunnug tíðindin um fæðingu Jesú Krists. Þá syngur Garðar Eggertsson einsöng í sálminum Adeste Fideles.

TÓNLIST:

Fyrir predikun:

Það aldin út er sprungið, sálmur númer 42 , Matthías Jochumsson / lag frá 15. öld í raddsetningu Michael Praetorius

Inngöngusálmur : 39 B , Adeste fideles, einsöngur, svo í framhaldi kórsöngur: Frá ljósanna hásal, texti Jens Hermannssonar við lag John Francis Wade frá 18. öld, í raddsetningu David Wilcocks.

Dýrðarsöngur: Sálmur 265, ÞIg lofar, faðir, líf og önd , texti Sigurbjörns Einarssonar við lag frá 10. öld.

Sálmur fyrir guðspjall: 36, Sjá himins opnast hlið, Björn Halldórsson orti við lag frá 14. öld.

Forspil: Laudate Dominum sálmur 117, úr verkinu Vesperae solennes de confessore, eftir Wolfgang Amadeus Mozart, Xu Wen syngur ásamt kór Fella - og Hólakirkju.

Eftir predikun:

María, vissir þú ? Bjarki þór Bjarnason syngur, lagið heitir upprunlega ‘Mary, did you know, ‘textinn saminn af Mark Lowry og lagið af Buddy Greene, íslensku þýðinguna gerði Valgeir Skagfjörð.

Lokasálmur: Far, seg þá frétt á fjöllum, sálmur númer 29a, Texti Kristjáns Vals Ingólfssonar við afrískt-amerískt lag, einnig þekkt undir upprunalega nafninu : ‘Go, tell it on a mountain.

Eftirspil: Kórsöngur : Jólin eru okkar, eftir Braga Valdimar Skúlason í útsetningu Gunnars Gunnarssonar.

Frumflutt

26. des. 2024

Aðgengilegt til

26. des. 2025
Guðsþjónusta

Guðsþjónusta

Guðsþjónusta.

Þættir

,