Séra Sigurður Arnarson þjónar fyrir altari ásamt sr. Þorvaldi Karli Helgasyni sem einnig predikar.
Organisti er Elísa Elíasdóttir og félagar úr Kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Elísu.
Svava Bernharðsdóttir leikur á víólu og Óskar Sigurbjörn Guðjónsson á saxófón.
Minningu og ævistarfi sr. Karls heitins Sigurbjörnssonar, biskups verða gerð skil í guðþjónustunni. Sungnir verða sálmatextar eftir sr. Karl og sr. Sigurbjörn Einarsson með lögum til dæmis eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Bænirnar í almennu kirkjubæninni eru eftir sr. Karl.
TÓNLIST:
Fyrir predikun:
Forspil: Víólukonsert 3. kafli - Andante. Georg PhilippTelemann.
Sálmur 718. Dag í senn. Texti: Lina Sandell/Sigurbjörn Einarsson - Lag: OscarAhnfelt.
Sálmur 707. Legg mér, Drottinn, ljóð á tungu. Texti: Nikolaj F.S. Grundtvig/Karl Sigurbjörnsson. Lag: Thomas Laub.
Sálmur 391. Sjá, nú rennur dagur af djúpi skær. Texti: Jakob Knudsen. Lag: Oluf S. Ring.
Sálmur 727. Ó, lífsins faðir, líkna þú. Texti: Karl Sigurbjörnsson. Lag: Charles H.H. Parry.
Eftir predikun:
Sálmur 721. Þú, Guð, sem veist og gefur allt. Texti: Sigurbjörn Einarsson. Lag: Þorkell Sigurbjörnsson.
Sálmur 12. Í árdagsbirtu efsta dags. Texti: Karl Sigurbjörnsson. Lag: Enskt þjóðlag.
Eftirspil: Víólukonsert 4. kafli – Presto. Georg PhilippTelemann.