Guðsþjónusta

í Seltjarnarneskirkju

Séra Grétar Halldór Gunnarsson þjónar fyrir altari og predikar.

Organisti er Friðrik Vignir Stefánsson sem jafnfram stjórnar Kammerkór Seltjarnarneskirkju sem syngur.

Sigríður Schram les ritningarlestra.

Þessi guðsþjónusta er send út í tilefni alþjóðlegrar bænaviku sem fer fram árlega um allan heim vikuna 18.- 25.janúar. Guðsþjónustan er samstarfsverkefni kristinna trúfélaga á Íslandi og fer jafnan á milli kirkna og kristinna trúfélaga. Þetta árið eru þemu hennar trúin sem sameinar hinar ólíku kirkjur og kirkjudeildir.

TÓNLIST:

Fyrir predikun:

Sálmur 229. Opnið kirkjur allar. Gylfi Gröndal/Trond Kverno.

Sálmur 216. Mikli drottinn dýrð þér. Friðrik Friðriksson/Luneburg.

Sálmur 621. Guðs kirkja er byggð á bjargi. Friðrik Friðriksson/Samuel Wesley.

Stólvers „Guð“ Vilborg Dagbjartsdóttir & Pétur Þór Benediktsson.

Forspil: Trumpet tune eftir Gordon Young.

Eftir predikun:

Sálmur 285. Guð faðir, dýrð og þökk þér. Sigurbjörn Einarsson/Mortensen.

Sálmur 287 (milli bæna í almennri kirkjubæn). Þinn vilji Guð. Kristján Valur Ingólfsson/Patrick Matsikenyiri.

Sálmur 795. Gefðu móðurmálið mitt. Hallgrímur Pétursson/Róbert Abraham Ottósson.

Eftirspil: Prelude in Classic Style eftir Gordon Young.

Frumflutt

19. jan. 2025

Aðgengilegt til

19. jan. 2026
Guðsþjónusta

Guðsþjónusta

Guðsþjónusta.

Þættir

,