Séra Grétar Halldór Gunnarsson þjónar fyrir altari og predikar.
Organisti er Friðrik Vignir Stefánsson sem jafnfram stjórnar Kammerkór Seltjarnarneskirkju sem syngur.
Sigríður Schram les ritningarlestra.
Þessi guðsþjónusta er send út í tilefni alþjóðlegrar bænaviku sem fer fram árlega um allan heim vikuna 18.- 25.janúar. Guðsþjónustan er samstarfsverkefni kristinna trúfélaga á Íslandi og fer jafnan á milli kirkna og kristinna trúfélaga. Þetta árið eru þemu hennar trúin sem sameinar hinar ólíku kirkjur og kirkjudeildir.
TÓNLIST:
Fyrir predikun:
Sálmur 229. Opnið kirkjur allar. Gylfi Gröndal/Trond Kverno.
Sálmur 216. Mikli drottinn dýrð sé þér. Friðrik Friðriksson/Luneburg.
Sálmur 621. Guðs kirkja er byggð á bjargi. Friðrik Friðriksson/Samuel Wesley.
Stólvers „Guð“ Vilborg Dagbjartsdóttir & Pétur Þór Benediktsson.
Forspil: Trumpet tune eftir Gordon Young.
Eftir predikun:
Sálmur 285. Guð faðir, dýrð og þökk sé þér. Sigurbjörn Einarsson/Mortensen.
Sálmur 287 (milli bæna í almennri kirkjubæn). Þinn vilji Guð. Kristján Valur Ingólfsson/Patrick Matsikenyiri.
Sálmur 795. Gefðu að móðurmálið mitt. Hallgrímur Pétursson/Róbert Abraham Ottósson.
Eftirspil: Prelude in Classic Style eftir Gordon Young.