Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Fjallað var um skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis vegna snjóflóðsins í Súðavík í janúar 1995. Við ræddum um skýrsluna við Braga Þór Thoroddsen, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps, og Þórunni Sveinbjarnardóttur, forseta Alþingis.
Arthúr Björgvin Bollason sagði í Berlínarspjalli frá leiðtogafundinum í Berlín, þar sem reynt var að ná samkomulagi um frið í Úkraínu, frá heimsókn þýskra AfD-liða til Bandaríkjanna og frá jólamörkuðum í Berlín.
Ólafur Þór Gunnarsson öldrunarlæknir og Þórunn Hulda Sveinbjörnsdóttir, fyrrverandi formaður Landssambands eldri borgara, voru síðustu gestir þáttarins. Þau eru bæði í stjórn Gott að eldast, og sögðu frá ýmsum verkefnum.
Tónlist:
Kuran Szymon og Reynir Jónasson - Vögguvísa = Spij kokaniej.
Peter Alexander - Leise rieselt der Schnee.


Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir.
Eirún segir frá stóru útsaumsverkin sem hún hef verið að vinna að á síðustu fimm árum og verða sýnd á einkasýningu í byrjun næsta árs. Sýningin heitir Heimahöfn.

Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Við vorum á hjálparstarfsnótum í þættinum í dag. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Samhjálpar og Hrönn Svansdóttir framkvæmdastjóri ABC barnahjálpar komu til okkar. Við töluðum við þær um starfsemi Samhjálpar g ABC barnahjálpar, mikilvægi sjálfboðaliða og það hversu mikilvægt er að gefa af sér og kenna börnunum okkar samkennd.
Svo var það Heilsuvaktin með Helgu Arnardóttur. Að þessu sinni ræddi Helga við Axel Finn Sigurðsson hjartalækni en þessi umfjöllun er miðuð að karlmönnum um og yfir fimmtugt. Axel ræddi þó í þetta sinn ekki um háþrýsting og ofþyngd sem auðvitað geta valdið kransæða- og hjartasjúkdómum heldur aðra þætti sem einnig hafa mikil áhrif þegar kemur að hjartaheilsu eins og t.d. félagsleg einangrun. Hann ræddi um svokallaða D-týpu karlmanna sem einangra sig gjarnan frá vinum og vandamönnum, miklu frekar en konur, og telja sig ekki hafa þörf fyrir þá, byrgja inni tilfinningar og vanlíðan, þjást mögulega af þunglyndi og leita í áfengi til að losa um streitu.
Tónlist í þættinum í dag:
Anda inn / Heimilistónar (Katla Margrét Þorgeirsdóttir)
Ég þarf enga gjöf í ár / Lón (Ásgeir Aðalsteinsson, Ómar Guðjónsson og Valdimar Guðmundsson)
I’ll be Home for Christmas / Dean Martin & Scarlett Johansson (Ram, Gannon & Kent)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Noregur, Bretland og Færeyjar viðurkenna loks hlutdeild Íslands í makrílveiðum.Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segja hagsmunum Íslands fórnað í samkomulagi sem var undirritað í morgunn.
Súðvíkingar sem barist hafa fyrir rannsókn á snjóflóðinu 1995 fagna skýrslunni sem kom út í gær. Hún varpi ljósi á að íbúar hafi ekki fengið að vita af yfirvofandi hættu. Alþingi tekur skýrsluna fyrir á nýju ári.
Evrópskir bandamenn Úkraínu leggja til að fjölþjóðlegt herlið verði sent til Úkraínu til að framfylgja vopnahléi, náist samningar við Rússa. Þá eru hugmyndir um að veita Úkraínumönnum öryggistryggingar í stað NATO-aðildar.
Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi hefur sagt skilið við Pírata og gengið til liðs við Samfylkinguna.
Hangilærið og hamborgarhryggurinn eru ódýrust í Prís. ASÍ hvetur neytendur til að bera saman verð, sem breytist ört í desember.
BBC hyggst verjast meiðyrðamáli Bandaríkjaforseta á hendur sér. Forsetinn segir fjölmiðilinn verða krafinn um tíu milljarða dala bætur fyrir að leggja honum orð í munn.
Kaþólska kirkjan er næstfjölmennasta trúfélagið á Íslandi á eftir þjóðkirkjunni. Rétt rúmlega helmingur landsmanna er skráður í þjóðkirkjuna og hefur hlutfallið aldrei verið lægra.
Lokaumferð úrvalsdeildar karla í handbolta fyrir jóla- og EM-hlé lauk í gærkvöld með fimm leikjum. Valsmenn tróna á toppnum.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Ragnar Axelsson birti ljósmyndir frá þorpi á Grænlandi í byrjun desember í bandaríska tímaritinu the The New Yorker. Greinin fjallar öðrum þræði um grænlenskan ísbjarnarveiðimann, Hjelmer Hammeken, sem býr í þorpinu, Ittoqortoormiit, á austurströnd Grænlands.
Ragnar segir frá Hammeken, þorpinu og vinnslu greinarinnar í bandaríska blaðinu sem fagnar 100 ára afmæli sínu í ár.
Ittoqortoormiit er svo einangrað á Grænlandi að næstu matsölustaðir, kaffihús og barir eru á Íslandi, 500 kílómetra í burtu.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: [email protected]
Við byrjum þáttinn í heimi nýsköpunar og sprotafyrirtækja. Nýlega lauk sérstökum viðskiptahraðli fyrir heilsutæknisprota – sem haldið var af KLAK-icelandic startups, og við ætlum að forvitnast um hann. Þetta er búið að vera stórt ár fyrir KLAK, sem fagnaði 25 ára afmæli árið 2025. Við fáum til okkar Ástu Sóllilju Guðmundsdóttir, framkvæmdarstjóra og Harald Bergvinsson, verkefnastjóra, til að ræða þetta nánar.
Um miðbik þáttar fáum hundraðasta pistil Páls Líndal umhverfissálfræðings hér í Samfélaginu.
Hvernig breytist sjávarstaða við Ísland ef Grænlandsjökull, eða jöklar á Suðurskautslandinu, bráðna? Guðfinna Aðalgeirsdóttir, prófessor við jarðvísindadeild Háskóla Íslands, kíkir til okkar og fræðir okkur um áhrif hlýnunar jarðar á bráðnun jökla og afleiðingar þess á hækkun sjávarborðs jarðar.
Tónlist frá útsendingarlogg 2025-12-16
Bergman, Natalie - Gunslinger.
Springfield, Dusty - All I see is you.
Sam Fender & Olivia Dean - Rein me in.
Wednesday - Townies.
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Tónlistarmaðurinn Hallvarður Ásgeirsson er sprottinn úr rokki, en hefur fengist við flestar tegundir tónlistar, ýmist sem gítarleikari eða með atbeina rafrása og tölvutóla. Á undanförnum árum hefur hann samið klassísk verk og tónlist fyrir kvikmyndir og sjónvarp og dans og segir að mesta frelsið sé í dansinum.
Lagalisti:
Blýkufl - Drone
The Coma Cluster - Flow
LP1 - Fall Dudes
Scape of Grace - Kynning
The Disadvantages of Time Travel - Time Travel (theme 1)
Óútgefið - Escaper
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Í jólabókaflóðinu þetta árið er að finna bók fyrir allra yngstu lesendurna sem er algjör perla. Bók sem kom fyrst út árið 1972 en hefur nú verið endurútgefin, Rauði fiskurinn eftir Rúnu. Á löngum og fjölbreyttum ferli hefur myndsköpun Rúnu fundið sér farveg innan leirlistar, bókskreytinga, málverks og hönnunar. Rúna er fædd í nóvember árið 1926 svo hún verður hundrað ára á næsta ári, en hún flutti nýverið á Hrafnistu í Hafnarfirði þangað sem Víðsjá heimsótti hana.
Fyrir hver jól, frá því að hann tók við tónlistarstjórn í Breiðholtskirkju fyrir 14 árum, hefur Örn Magnússon útsett jólalög úr íslenskum tónlistararfi fyrir kór Breiðholtskirkju, hljóðfæraleikara og einsöngvara. Nú eru þessi jólalög komin út á plötu og við báðum Örn um að líta við í hljóðstofu og segja okkur nánar af tilkomu hennar.
Soffía Auður Birgisdóttir rýnir í Veg allrar veraldar eftir Sigríði Hagalín
Konungurinn lengi lifi, skrifaði Donald Trump um sjálfan sig á samfélagsmiðlum í febrúar.
Frá því að hann tók við embætti forseta hefur hann unnið að því að gjörbylta bandarísku stjórnkerfi og samfélagi með suðurafríska tæknimógúlinn Elon Musk sér við hlið.
Hugmyndirnar sem þeir styðjast í niðurrifinu og uppbyggingu hins nýja samfélags hafa lengi verið að bruggast í tæknigeiranum - og þær eru róttækari en marga grunar.
Lýðræðið er komið á endastöð, og Bandaríkin þurfa snjallan forstjóra sem stýrir samfélaginu eins og sprotafyrirtæki. Það þarf að byggja upp einveldi, nýtt konungsdæmi, segja jafnvel sumir.
Í þessum þáttum sökkvum við okkur ofan í þessar byltingarhugmyndir og hugsuðina á bakvið þær, konungssinnana í Kisildal.
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor emeritus í stjórnmálafræði og hefur sérhæft sig í frjálshyggju. Hann þekkir til í Silicon Valley, hefur hitt Peter Thiel og einnig marga helstu hugsuði frjálshyggjunnar. Hann hefur rætt við Thatcher og Hayek og Milton Friedman. Fáir þekkja hægristefnuna jafn vel og hafa barist jafn mikið fyrir sjónarmiðum frjálshyggjunnar hér á landi, í ræðu og riti. Við ræðum Trump-stjórnina, ólíkar stefnur innan bandaríska hægrisins, muninn á frjálshyggju og liberalisma (sem er víst það sama) og Kísildalinn.
Fréttir
Fréttir
Formaður ofanflóðanefndar segir erfitt að koma í veg fyrir allt - íslenskt samfélag sé hins vegar á allt öðrum stað en það var fyrir þrjátíu árum
Margrét Halla Hansdóttir Löf var dæmd í 16 ára fangelsi í dag fyrir að verða föður sínum að bana á heimili þeirra. Læknar líktu áverkum sem foreldrarnir voru með við áverkum þeirra sem stunda bardagaíþróttir.
Minningarstund stendur yfir við Reykjavíkurtjörn, þar sem ungra manna sem glímdu við fjölþættan vanda og létust fyrir aldur fram er minnst.
Forsvarsmaður nýs Nice Air hyggst á morgun hefja sölu miða til Kaupmannahafnar. Fyrirtækið stefnir á mjög hægan vöxt og hefur engar flugvélar til umráða sjálft.
Fáni Palestínu verður leyfður á Eurovision söngvakeppninni í vor, ásamt öllum öðrum fánum.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Efnismikil skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um snjóflóðið í Súðavík fyrir þrjátíu árum leit dagsins ljós í gær; hún varpar meðal annars ljósi á hvernig sveitarfélög á þessum tíma voru mörg hver vanbúin til að verjast stórhættulegum ofanflóðum.
Það var til að mynda vitað að á tíu stöðum, þar sem snjóflóðahætta var viðvarandi, var aðeins á einum stað þar sem eftirlit var fullnægjandi; Ísafirði. Hættumöt sem voru gerð gátu oft og tíðum orðið að pólitísku þrætuepli og fámennustu sveitarfélögin höfðu ekki fjárhagslegt bolmagn til að reisa varnarmannvirki. En hvernig er staðan í dag?
Sögulegt segir á vef utanríkisráðuneytisins um samkomulag sem Ísland, Noregur, Bretland og Færeyjar hafa gert um skiptingu og stjórn á veiðum á makríl. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir tvennt við það að athuga að segja samkomulagið sögulegt. Áður hafi verið gert hlutasamkomulag þótt Ísland eigi nú í fyrsta sinn þátt í slíku. Í annan stað þá hafi það verið viðurkennt frá 2010 að Ísland sé strandríki í makríl og það tekið þátt í viðræðum um hvernig beri að skipta þessum deilistofni.
Einn afdrifaríkasti leiðtogafundur Evrópusambandsins í langan tíma hefst á fimmtudaginn, þar sem tekin verður ákvörðun um fjárhagslegan stuðning við Úkraínu næstu árin. Enn er verið að semja um skilyrði þess að nýta frysta fjármuni rússneska seðlabankans til að setja saman risastórt lán - og það er nánast útilokað að öll aðildarríki bandalagsins samþykki þennan ráðahag.
Umsjón: Fríða María Ásbergsdóttir.
Svala Björgvinsdóttir gerði garðinn frægan með jólatónlist þegar hún var bara lítil stelpa og söng þá með pabba sínum, Björgvini Halldórssyni, sem er löngu orðin þjóðþekkt jólabarn. Fríða vildi forvitnast meira um Svölu og hennar feril.
Umsjón:
Fríða María Ásbergsdóttir
Viðmælandi:
Svala Björgvinsdóttir

Veðurfregnir kl. 18:50.
Útsending frá Garnisonskirkjunni í Kaupmannahöfn á jólatónleikadegi evrópskra útvarpsstöðva.
Sönghópur Danska útvarpsins, DR Vokalensemblet, flytur tónlist tengda jólum eftir Michael Pretorius,Heinrich Kaminski, Jan Sandström, Gustav Lazarus Nordqvist, Peter Erasmus Lange-Müller ofl. Søren Christian Vestergaard leikur á orgel og stjórnandi er Marcus Creed.
Kynnir: Rakel Edda Guðmundsdóttir.
Aðventa er ein þekktasta saga Gunnars Gunnarssonar, en árið 2025 er 50 ára ártíð Gunnars. Sagan um hættuför Benedikts með hundi sínum Leó og forystusauðnum Eitli um snævi þakin öræfi norður í landi. Sagan hefur trúarlega drætti en fjallar þó fyrst og fremst um vegsemd og vanda manneskjunnar í heiminum.
Aðventa byggir á sannri frásögn af eftirleit Fjalla-Bensa í desember árið 1925 sem birtist í fyrsta hefti tímaritsins Eimreiðarinnar árið 1931. Sama ár birti Gunnar Gunnarsson sína gerð þessarar frásagnar í dönsku jólablaði Julesne og nefndi hana Den gode Hyrde. Árið 1939 kom frásögnin síðan út aftur á þýsku og bar titilinn Advent im Hochgebirge og hafði sagan þá tekið á sig þá skáldsagnamynd sem við þekkjum nú sem nóvelluna Aðventu.
Andrés Björnsson les.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: [email protected]
Við byrjum þáttinn í heimi nýsköpunar og sprotafyrirtækja. Nýlega lauk sérstökum viðskiptahraðli fyrir heilsutæknisprota – sem haldið var af KLAK-icelandic startups, og við ætlum að forvitnast um hann. Þetta er búið að vera stórt ár fyrir KLAK, sem fagnaði 25 ára afmæli árið 2025. Við fáum til okkar Ástu Sóllilju Guðmundsdóttir, framkvæmdarstjóra og Harald Bergvinsson, verkefnastjóra, til að ræða þetta nánar.
Um miðbik þáttar fáum hundraðasta pistil Páls Líndal umhverfissálfræðings hér í Samfélaginu.
Hvernig breytist sjávarstaða við Ísland ef Grænlandsjökull, eða jöklar á Suðurskautslandinu, bráðna? Guðfinna Aðalgeirsdóttir, prófessor við jarðvísindadeild Háskóla Íslands, kíkir til okkar og fræðir okkur um áhrif hlýnunar jarðar á bráðnun jökla og afleiðingar þess á hækkun sjávarborðs jarðar.
Tónlist frá útsendingarlogg 2025-12-16
Bergman, Natalie - Gunslinger.
Springfield, Dusty - All I see is you.
Sam Fender & Olivia Dean - Rein me in.
Wednesday - Townies.

Þessi saga forsetaembættisins hefst 1. desember 1918 þegar Ísland varð frjálst og fullvalda ríki. Konungur Danmerkur var áfram þjóðhöfðingi Íslendinga.
Snemma í seinni heimsstyrjöld tóku Íslendingar konungsvaldið í eigin hendur og stofnuðu lýðveldi á Þingvöllum 17. júní 1944.
Guðni Th. Jóhannesson rekur sögu fyrstu fjögurra forseta lýðveldisins. Þeir voru Sveinn Björnsson, Ásgeir Ásgeirsson, Kristján Eldjárn og Vigdís Finnbogadóttir.


Veðurfregnir kl. 22:05.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Við vorum á hjálparstarfsnótum í þættinum í dag. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Samhjálpar og Hrönn Svansdóttir framkvæmdastjóri ABC barnahjálpar komu til okkar. Við töluðum við þær um starfsemi Samhjálpar g ABC barnahjálpar, mikilvægi sjálfboðaliða og það hversu mikilvægt er að gefa af sér og kenna börnunum okkar samkennd.
Svo var það Heilsuvaktin með Helgu Arnardóttur. Að þessu sinni ræddi Helga við Axel Finn Sigurðsson hjartalækni en þessi umfjöllun er miðuð að karlmönnum um og yfir fimmtugt. Axel ræddi þó í þetta sinn ekki um háþrýsting og ofþyngd sem auðvitað geta valdið kransæða- og hjartasjúkdómum heldur aðra þætti sem einnig hafa mikil áhrif þegar kemur að hjartaheilsu eins og t.d. félagsleg einangrun. Hann ræddi um svokallaða D-týpu karlmanna sem einangra sig gjarnan frá vinum og vandamönnum, miklu frekar en konur, og telja sig ekki hafa þörf fyrir þá, byrgja inni tilfinningar og vanlíðan, þjást mögulega af þunglyndi og leita í áfengi til að losa um streitu.
Tónlist í þættinum í dag:
Anda inn / Heimilistónar (Katla Margrét Þorgeirsdóttir)
Ég þarf enga gjöf í ár / Lón (Ásgeir Aðalsteinsson, Ómar Guðjónsson og Valdimar Guðmundsson)
I’ll be Home for Christmas / Dean Martin & Scarlett Johansson (Ram, Gannon & Kent)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Konungurinn lengi lifi, skrifaði Donald Trump um sjálfan sig á samfélagsmiðlum í febrúar.
Frá því að hann tók við embætti forseta hefur hann unnið að því að gjörbylta bandarísku stjórnkerfi og samfélagi með suðurafríska tæknimógúlinn Elon Musk sér við hlið.
Hugmyndirnar sem þeir styðjast í niðurrifinu og uppbyggingu hins nýja samfélags hafa lengi verið að bruggast í tæknigeiranum - og þær eru róttækari en marga grunar.
Lýðræðið er komið á endastöð, og Bandaríkin þurfa snjallan forstjóra sem stýrir samfélaginu eins og sprotafyrirtæki. Það þarf að byggja upp einveldi, nýtt konungsdæmi, segja jafnvel sumir.
Í þessum þáttum sökkvum við okkur ofan í þessar byltingarhugmyndir og hugsuðina á bakvið þær, konungssinnana í Kisildal.
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor emeritus í stjórnmálafræði og hefur sérhæft sig í frjálshyggju. Hann þekkir til í Silicon Valley, hefur hitt Peter Thiel og einnig marga helstu hugsuði frjálshyggjunnar. Hann hefur rætt við Thatcher og Hayek og Milton Friedman. Fáir þekkja hægristefnuna jafn vel og hafa barist jafn mikið fyrir sjónarmiðum frjálshyggjunnar hér á landi, í ræðu og riti. Við ræðum Trump-stjórnina, ólíkar stefnur innan bandaríska hægrisins, muninn á frjálshyggju og liberalisma (sem er víst það sama) og Kísildalinn.

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál.
Jólaölsskortur plagar Nostalgíu, íslenska barinn á Tenerife. Þar eiga þau hins vegar ráð undir rifi hverju og bjóða nú ískaldan kokteil í skiptum fyrir einn líter af jólaöli. Morgunútvarpið heyrði í Herdísi Hrönn Árnadóttur og kannaði viðtökurnar ásamt því að forvitnast um hvernig jólahátíðin leggst í eyjaskeggja en eins og alltaf eru fjölmargir Íslendingar nú á leiðinni á eyjuna fögru til að halda upp á hátíð ljóss og friðar í sól og blíðu.
Óður til æskunnar og óður til Breiðholts -Það eru orð sem hafa verið látin falla um myndlistarsýningu systranna Sóleyjar Þorvaldsdóttur og Tinnu Þorvalds -Önnudóttur. Við fengum að heyra meira.
Niðurstöður skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um snjóflóðið í Súðavík í janúar 1995 voru kynntar í gær. Fjórtán fórust í flóðinu, þar af átta börn. Lengi hefur verið kallað eftir því að viðbrögð og aðdragandi verði rannsakaður. Maya Hrafnhildardóttir sem missti foreldra sína í flóðinu og Sigríður Rannveig Jónsdóttir sem missti ungt barn sitt komu til okkar.
Instagram hefur afhjúpað nýjan eiginleika sem á að gera notendum kleift að stilla eigið algrím. Þannig ættu notendur að geta ráðið hvers konar færslur þeir sjá, eitthvað sem hefur hingað til verið sjálfvirkt en þó byggt á því sem fólk sýnir áhuga hverju sinni. Með þessu vill Instagram að einhverju leyti setja valdið í hendur notenda sem eiga að geta stýrt betur hvaða efni þeir sjá á miðlinum. Við fengum Tryggva Frey Elínarson í heimsókn til að útskýra betur hvað breytingin felur í sér.


Létt spjall og lögin við vinnuna.
Hlustendur klikkuðu ekki frekar en fyrri daginn á að taka þátt í Jóla hvað og af hverju? Það sama má segja þegar það kom að því að velja Þriðjudagsþemað sem var Jólarokk.
Lagalisti þáttarins:
KATLA MARÍA – Ég fæ jólagjöf
THE CURE – Mint Car
BAGGALÚTUR – Sex
WHITNEY HOUSTON – How Will I Know
OLIVIA DEAN – So Easy (To Fall In Love)
DARLENE LOVE – Winter wonderland
ÍVAR BEN – Stríð
EMILÍANA TORRINI – To Be Free
OF MONSTERS & MEN – Ordinary Creature
UNDERTONES – Teenage kicks
LADDI – Rokkað Út Jólin
CHUCK BERRY – Run Rudolph Run
THE BEATLES – Christmas Time
EIRÍKUR HAUKSSON – Jól Alla Daga
CANNED HEAT – Christmas Blues
THE RAVEONETTES – The Christmas song
BOBBY HELMS – Jingle Bell Rock
SNIGLABANDIÐ – Jólahjól
OASIS – Merry Xmas Everybody
ELVIS PRESLEY – Santa Claus is back in town
BOTNLEÐJA – Ave María
THE DANDY WARHOLS – Little drummer boy
MORÐINGJARNIR – Jólafeitabolla
LAUFEY – Santa Claus Is Comin' To Town
SUZANNE VEGA – Tom's Diner (Dna Mix)
PÁLL ÓSKAR HJÁLMTÝSSON & BENNI HEMM HEMM – Undir álögum
HRÓAR HRÓLFSSON – Jólablúsinn Kreppukjaftæði (Jólalagakeppni Rásar 2 2009)
TAME IMPALA – Dracula
SMASHING PUMPKINS – Christmas time
HAYLEY WILLIAMS & DAVID BYRNE – What Is The Reason For It
BIRNIR & TATJANA – Efsta hæð
DIGITAL ÍSLAND – Eh plan?
TINNA ÓÐINSDÓTTIR – Jólin fyrir mér
VIGDÍS HAFLIÐADÓTTIR & VILBERG PÁLSSON – Þegar snjórinn fellur
HELGAR – Absurd
BOB DYLAN – Do you hear what I hear?
HJALTALÍN – Feels Like Sugar
BRÍET – Sweet Escape
STONE TEMPLE PILOTS – Pretty Penny

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Noregur, Bretland og Færeyjar viðurkenna loks hlutdeild Íslands í makrílveiðum.Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segja hagsmunum Íslands fórnað í samkomulagi sem var undirritað í morgunn.
Súðvíkingar sem barist hafa fyrir rannsókn á snjóflóðinu 1995 fagna skýrslunni sem kom út í gær. Hún varpi ljósi á að íbúar hafi ekki fengið að vita af yfirvofandi hættu. Alþingi tekur skýrsluna fyrir á nýju ári.
Evrópskir bandamenn Úkraínu leggja til að fjölþjóðlegt herlið verði sent til Úkraínu til að framfylgja vopnahléi, náist samningar við Rússa. Þá eru hugmyndir um að veita Úkraínumönnum öryggistryggingar í stað NATO-aðildar.
Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi hefur sagt skilið við Pírata og gengið til liðs við Samfylkinguna.
Hangilærið og hamborgarhryggurinn eru ódýrust í Prís. ASÍ hvetur neytendur til að bera saman verð, sem breytist ört í desember.
BBC hyggst verjast meiðyrðamáli Bandaríkjaforseta á hendur sér. Forsetinn segir fjölmiðilinn verða krafinn um tíu milljarða dala bætur fyrir að leggja honum orð í munn.
Kaþólska kirkjan er næstfjölmennasta trúfélagið á Íslandi á eftir þjóðkirkjunni. Rétt rúmlega helmingur landsmanna er skráður í þjóðkirkjuna og hefur hlutfallið aldrei verið lægra.
Lokaumferð úrvalsdeildar karla í handbolta fyrir jóla- og EM-hlé lauk í gærkvöld með fimm leikjum. Valsmenn tróna á toppnum.

Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Margrét Erla Maack.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Þórður Helgi Þórðarson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Rannsóknarnefnd Alþingis sem fjallaði um snjóflóðið sem féll í Súðavík í janúar árið 1995 skilaði skýrslu sinni í gær. Nefndin var skipuð í kjölfar þess að aðstandendur þrettán þeirra sem létu lífið í flóðinu sem og þeir sem lifðu flóðið af fóru þess á leit við forsætisráðherra og þingið. Erindi þeirra var sent í kjölfar ítarlegrar umfjöllunar Heimildarinnar um snjóflóðin sem birtist 5. apríl árið 2023. Helgi Seljan starfaði á Heimildinni á þessum tíma og vann þessa umfjöllun ásamt Aðalsteini Kjartanssyni og Helgi kom til okkar og ræddi skýrsluna.
Grétar Már Garðarsson, forstöðumaður flugfélaga og markaðsmála á Keflavíkurflugvelli kom til okkar en í síðstu viku var gefin út spá fyrir 2026. Við spurðum hann líka útí jólatraffíkina á vellinum. Hér á árum áður var lítil flugumferð yfir hátíðarnar en hvernig er þetta nú ? Hver er fjöldi ferða og hversu mikið er sætaframboð ?
Margrét Lilja Burrell frumkvöðull og stofnandi Football Mobility en Football Mobility er app sem á að hjálpa leikmönnum að haldast heilum á meðan þeir eru að spila. Margrét Lilja kom til okkar.
Rúmlega 40 ára gamalt jólalag hefur aldrei verið vinsælla en síðustu 5 árin. Það var einn maður sem stóð á bakvið lagið. Samdi lag og texta, útsetti, spilaði á öll hljóðfæri, pródúseraði en lagið var sem skráð og gefið út af undir nafni hljómsveitar sem maðurinn leiddi. Keppendur í whamageddon ættu að sleppa því að hlusta.
Eldfjallið Teide á Tenerife er komið í jólabúning en þar hefur ekki snjóað jafn mikið og nú síðan árið 2016. Við heyrum í okkar konu Önnu Kristjás á Tene og spyrjum hana fregna í lok þáttar.
Fréttir
Fréttir
Formaður ofanflóðanefndar segir erfitt að koma í veg fyrir allt - íslenskt samfélag sé hins vegar á allt öðrum stað en það var fyrir þrjátíu árum
Margrét Halla Hansdóttir Löf var dæmd í 16 ára fangelsi í dag fyrir að verða föður sínum að bana á heimili þeirra. Læknar líktu áverkum sem foreldrarnir voru með við áverkum þeirra sem stunda bardagaíþróttir.
Minningarstund stendur yfir við Reykjavíkurtjörn, þar sem ungra manna sem glímdu við fjölþættan vanda og létust fyrir aldur fram er minnst.
Forsvarsmaður nýs Nice Air hyggst á morgun hefja sölu miða til Kaupmannahafnar. Fyrirtækið stefnir á mjög hægan vöxt og hefur engar flugvélar til umráða sjálft.
Fáni Palestínu verður leyfður á Eurovision söngvakeppninni í vor, ásamt öllum öðrum fánum.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Efnismikil skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um snjóflóðið í Súðavík fyrir þrjátíu árum leit dagsins ljós í gær; hún varpar meðal annars ljósi á hvernig sveitarfélög á þessum tíma voru mörg hver vanbúin til að verjast stórhættulegum ofanflóðum.
Það var til að mynda vitað að á tíu stöðum, þar sem snjóflóðahætta var viðvarandi, var aðeins á einum stað þar sem eftirlit var fullnægjandi; Ísafirði. Hættumöt sem voru gerð gátu oft og tíðum orðið að pólitísku þrætuepli og fámennustu sveitarfélögin höfðu ekki fjárhagslegt bolmagn til að reisa varnarmannvirki. En hvernig er staðan í dag?
Sögulegt segir á vef utanríkisráðuneytisins um samkomulag sem Ísland, Noregur, Bretland og Færeyjar hafa gert um skiptingu og stjórn á veiðum á makríl. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir tvennt við það að athuga að segja samkomulagið sögulegt. Áður hafi verið gert hlutasamkomulag þótt Ísland eigi nú í fyrsta sinn þátt í slíku. Í annan stað þá hafi það verið viðurkennt frá 2010 að Ísland sé strandríki í makríl og það tekið þátt í viðræðum um hvernig beri að skipta þessum deilistofni.
Einn afdrifaríkasti leiðtogafundur Evrópusambandsins í langan tíma hefst á fimmtudaginn, þar sem tekin verður ákvörðun um fjárhagslegan stuðning við Úkraínu næstu árin. Enn er verið að semja um skilyrði þess að nýta frysta fjármuni rússneska seðlabankans til að setja saman risastórt lán - og það er nánast útilokað að öll aðildarríki bandalagsins samþykki þennan ráðahag.
Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.

Fréttastofa RÚV.

Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.
Lagalistinn

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og hefur verið í loftinu í áratugi.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson