20:00
Aðventa (2 af 5)

Aðventa er ein þekktasta saga Gunnars Gunnarssonar, en árið 2025 er 50 ára ártíð Gunnars. Sagan um hættuför Benedikts með hundi sínum Leó og forystusauðnum Eitli um snævi þakin öræfi norður í landi. Sagan hefur trúarlega drætti en fjallar þó fyrst og fremst um vegsemd og vanda manneskjunnar í heiminum.

Aðventa byggir á sannri frásögn af eftirleit Fjalla-Bensa í desember árið 1925 sem birtist í fyrsta hefti tímaritsins Eimreiðarinnar árið 1931. Sama ár birti Gunnar Gunnarsson sína gerð þessarar frásagnar í dönsku jólablaði Julesne og nefndi hana Den gode Hyrde. Árið 1939 kom frásögnin síðan út aftur á þýsku og bar titilinn Advent im Hochgebirge og hafði sagan þá tekið á sig þá skáldsagnamynd sem við þekkjum nú sem nóvelluna Aðventu.

Andrés Björnsson les.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 28 mín.
e
Endurflutt.
,