07:03
Morgunvaktin
Skýrsla um snjóflóð, Berlín og gott að eldast

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Fjallað var um skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis vegna snjóflóðsins í Súðavík í janúar 1995. Við ræddum um skýrsluna við Braga Þór Thoroddsen, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps, og Þórunni Sveinbjarnardóttur, forseta Alþingis.

Arthúr Björgvin Bollason sagði í Berlínarspjalli frá leiðtogafundinum í Berlín, þar sem reynt var að ná samkomulagi um frið í Úkraínu, frá heimsókn þýskra AfD-liða til Bandaríkjanna og frá jólamörkuðum í Berlín.

Ólafur Þór Gunnarsson öldrunarlæknir og Þórunn Hulda Sveinbjörnsdóttir, fyrrverandi formaður Landssambands eldri borgara, voru síðustu gestir þáttarins. Þau eru bæði í stjórn Gott að eldast, og sögðu frá ýmsum verkefnum.

Tónlist:

Kuran Szymon og Reynir Jónasson - Vögguvísa = Spij kokaniej.

Peter Alexander - Leise rieselt der Schnee.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 55 mín.
,