12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 16. desember 2025

Útvarpsfréttir.

Noregur, Bretland og Færeyjar viðurkenna loks hlutdeild Íslands í makrílveiðum.Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segja hagsmunum Íslands fórnað í samkomulagi sem var undirritað í morgunn.

Súðvíkingar sem barist hafa fyrir rannsókn á snjóflóðinu 1995 fagna skýrslunni sem kom út í gær. Hún varpi ljósi á að íbúar hafi ekki fengið að vita af yfirvofandi hættu. Alþingi tekur skýrsluna fyrir á nýju ári.

Evrópskir bandamenn Úkraínu leggja til að fjölþjóðlegt herlið verði sent til Úkraínu til að framfylgja vopnahléi, náist samningar við Rússa. Þá eru hugmyndir um að veita Úkraínumönnum öryggistryggingar í stað NATO-aðildar.

Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi hefur sagt skilið við Pírata og gengið til liðs við Samfylkinguna.

Hangilærið og hamborgarhryggurinn eru ódýrust í Prís. ASÍ hvetur neytendur til að bera saman verð, sem breytist ört í desember.

BBC hyggst verjast meiðyrðamáli Bandaríkjaforseta á hendur sér. Forsetinn segir fjölmiðilinn verða krafinn um tíu milljarða dala bætur fyrir að leggja honum orð í munn.

Kaþólska kirkjan er næstfjölmennasta trúfélagið á Íslandi á eftir þjóðkirkjunni. Rétt rúmlega helmingur landsmanna er skráður í þjóðkirkjuna og hefur hlutfallið aldrei verið lægra.

Lokaumferð úrvalsdeildar karla í handbolta fyrir jóla- og EM-hlé lauk í gærkvöld með fimm leikjum. Valsmenn tróna á toppnum.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 22 mín.
,