09:05
Aðventugleði Rásar 2
Aðventugleði Rásar 2 - fyrri hluti
Aðventugleði Rásar 2

Rás 2 blæs til árlegrar aðventugleði í Efstaleitinu þar sem góðir gestir líta við og dagskrárgerðarfólk Rásarinnar gírar sig upp fyrir jólin.

Aðventugleði Rásar 2 í beinni frá 9 - 12:20.

Felix Bergsson og Hulda G. Geirsdóttir tóku á móti góðum gestum og Þórður Helgi Þórðarson stýrði útsendingu. Silja Jónsdóttir barnasálfræðingur hjá SÁÁ sagði frá starfi SÁÁ í þjónustu barna og sölu jólaálfsins.

Sigurður Þorri Gunnarsson kynnti sér aðventuna í Mývatnssveit, Jólasveinana í Dimmuborgum og jólahefðir Mývetninga og ræddi við Úllu Árdal.

Þórarinn Eldjárn og Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundar litu við í spjall um jólabækurnar og Hljómsveitin Ylja ræddi við Matthías Má og tók lagið.

Rætt var um vinsælustu jóla-vinylplöturnar þegar Jóhann Ágúst Jóhannsson frá Reykjavík Record Shop og Sverrir Örn Pálsson frá Öldu Music komu í viðtal og Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir fyrrum ritstjóri Gestgjafans, sælkeri og blaðamaður gaf góð ráð varðandi jólamatinn.

Þá tóku Borgardætur lagið og ræddu við Óla Palla á torginu. Opnað var fyrir kosningu á manneskju ársins með Matthíasi Má Magnússyni, en hægt er að tilnefna fólk í gegnum ruv.is.

Tónlist:

Gunnar Þórðarson - Jól.

BAGGALÚTUR - Heims um bóleró.

Þórir Baldursson - Vetrarnótt (jóla).

DAÐI FREYR - Allir dagar eru jólin með þér.

Þorgrímur Einarsson, Þorgrímur Einarsson, Bessi Bjarnason - Á verkstæði jólasveinanna.

VALDIMAR - Hvað hefur orðið um jólin.

HLJÓMAR - Mývatnssveitin Er Æði.

Flott - Ó, Grýla taktu þér tak.

BOGOMIL FONT ÁSAMT STÓRSVEIT REYKJAVÍKUR - Hinsegin jólatré.

BERGSVEINN ARILÍUSSON - Þar Sem Jólin Bíða Þín.

SIGURÐUR GUÐMUNDSSON & MEMFISMAFÍAN - Jólin eru hér.

GDRN, Magnús Jóhann Ragnarsson, Bríet - Veðrið er herfilegt (ásamt Bríeti).

Vigdís Hafliðadóttir, Villi Neto - Hleyptu ljósi inn.

SÚPER ÚLTÍMET BRÓS, Fríða Hansen - Jólageit.

UNA STEF - Hey þú, gleðileg jól ft.Stórsveit Reykjavíkur.

LADDI - Snjókorn Falla.

RÍÓ TRÍÓ - Léttur yfir jólin.

BJÖRGVIN HALLDÓRSSON & JÓLAGESTIR - Alltaf á jólunum.

SAMÚEL JÓN SAMÚELSSON STÓRSVEIT - Ég fæ jólagjöf (Live - Aðventugleði Rásar 2 ?19) Ft. Magga Stína.

KK & ELLEN - Yfir Fannhvíta Jörð.

Stefán Hilmarsson - Dag einn á jólum (Someday at christmas).

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 3 klst. 15 mín.
,