Aðventugleði Rásar 2

Aðventugleði Rásar 2 - seinni hluti

Aðventugleði Rásar 2 í beinni frá 9 - 12:20.

Felix Bergsson og Guðrún Dís Emilsdóttir tóku á móti góðum gestum og Rúnar Róbertsson stýrði útsendingu.

Sigurður Þorri Gunnarsson kynnti sér lifandi jólatré í Kjarnaskógi. Viðmælandi Ingólfur Jóhannsson.

Sigurður Guðmundsson kom á svið og söng tvö af sínum klassísku jólalögum og rabbaði við Ólaf Pál Gunnarsson.

Við ræddum um jólasýninguna vinsælu Ævintýri í Jólaskógi og þær Þórunn Lárusdóttir sem leikur Grýlu og höfundurinn og leikstjórinn Anna Bergljót Thorarensen komu í spjall.

Næstu gestir á háborðinu voru þau Sunna Dís Másdóttir og Ragnar Jónason rithöfundar en þau eru bæði með bækur fyrir jólin. Bók Ragnars heitir Hulda og bók Sunnu Dísar er Kul.

Í kjölfarið komu Jazzkonur á svið ásamt Bogomil Font en Jazzkonur eru Kristjana Stefánsdóttir, Rebekka Blöndal, Silva Þórðardóttir, Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir og Sigrún Erla Grétarsdóttir. Með þeim léku Magnús Tryggvason Eliasen, Vignir Þór Stefánsson og Þorgrímur Jónsson auk Sigtryggs Baldurssonar í hlutverki Bogomil.

Systurnar Birgitta og Sylvia Haukdal komu á háborðið enda eru þær senda frá sér nýja Lárubók, en þar fer Lára baka.

Lokakafli jólaheimsóknar norður var viðtal sem Siggi Gunnars átti við leikarann og söngvarann Kristinn Óla eða Króla og Berg Þór Ingólfsson leikhússtjóra

og lokahnykkurinn var ljúfur söngur Emmsjé Gauta og Snorra Helgasonar.

Frumflutt

6. des. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Aðventugleði Rásar 2

Aðventugleði Rásar 2

Rás 2 blæs til árlegrar aðventugleði í Efstaleitinu þar sem góðir gestir líta við og dagskrárgerðarfólk Rásarinnar gírar sig upp fyrir jólin.

Þættir

,