16:05
Síðdegisútvarpið
Víðir Reynisson, Sóli Hólm, ný jólaspil og alls konar jólalegt
Síðdegisútvarpið

Föstudagsgesturinn okkar í dag er einn af nýju þingmönnum landsins en það er sjálfur góðvinur Síðdegisútvarpsins Víðir Reynisson.

Jólin eru tími spilanna og við heyrum af tveimur nýjum í dag sem Guðrún Bjarnadóttir í Hespuhúsinu var að senda frá sér. Nýlega sendi hún frá sér tvö spil sem eru Jólasveinaspilið og Litla jólasveinaspilið sem eru auk þess að vera stór skemmtileg með ýmsum þjóðlegum fróðleik. Hún kom til okkar í heimsókn.

Sóli Hólm er ókrýndur jólakonungurinn í ár - þe að okkar mati en Sóli hefur selt upp 39 sýningar í Bæjarbíói. Hann gaf sér þó tíma til að líta til okkar í dag.

Og svo ætlum við að heyra af nýjum jólabjór - óáfengum auðvitað en hann ber nafnið Flippatappa jólabjór og er ættaður frá Höfn í Hornafirði. Kristján Hauksson eða Stjáni Hauks var á línunni.

Söfnunar- og skemmtiþáttur UNICEF er á dagskrá sjónvarpsBarnahjálpar Sameinuðu þjóðanna Sygin Blöndal og Steinunn Jakobsdóttir komu til okkar og sögðu frá.

Svo heyðum við af aðventumarkaði sem haldinn verður í Felagsgarði í Kjós á laugardaginn, alvöru sveitamarkaður. Við ræddum Helgu Hermannsdóttur.

Er aðgengilegt til 06. desember 2025.
Lengd: 1 klst. 54 mín.
,