22:10
Mannlegi þátturinn
Frostrósirnar Margrét Eir og Dísella og kengúrusteik í matarspjallinu
Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson

Föstudagsgestir Mannlega þáttarins í dag voru söngdívurnar og Frostrósirnar Margrét Eir og Dísella Lárusdóttir. Þær eru báðar á kafi í undirbúningi tónleika og ekki bara Frostrósatónleika heldur eru þær út og suður eins og margt tónlistarfólk þessa daganna. Við ræddum við þær í dag um lífið og tilveruna, Frostrósirnar og vertíðina í desember.

Svo var það matarspjallið með Sigurlaugu Margréti. Í dag töluðum við um gamla uppskriftarbæklinga sem fengust gjarnan í verslunum sem innihalda uppskriftir að hátíðarmatnum. Einn bæklinganna innihélt meðal annars uppskriftir að kengúrusteik og hérasteik, sem voru í boði til skamms tíma hér á landi.

Tónlist í þættinum:

It’s Christmas / Jamie Cullum (Jamie Cullum)

Af álfum / Frostrósir - Margrét Eir og Friðrik Ómar (Karl Olgeirsson samdi lag og texta)

Friður á Jörð / Frostrósir - Margrét Eir, Dísella og Hera Björk (Lowell Mason, texti Þorsteinn Eggertsson)

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 52 mín.
e
Endurflutt.
,