22:05
PartyZone: Dansþáttur þjóðarinnar
Party Zone 6. desember
PartyZone:  Dansþáttur þjóðarinnar

PartyZone - Dansþáttur þjóðarinnar frá 1990 - Við grúskum í og spilum alla heitustu danstónlistina í dag í bland við dansbombur fortíðar í dagskrárliðnum múmía kvölsins.

Sem fyrr eru plötusnúðar þungamiðja þáttarins og munu helstu plötusnúðarnir koma í heimsókn og taka DJ sett. Mánaðarlega kynnum við Topp 30 PartyZone listann valinn af plötusnúðunum. Við segjum fréttir af íslensku danssenunni og gefum íslenskri danstónlist sérstakan sess í þessari endurkomu PZ í línulega dagskrá á Rás 2.

Umsjón: Helgi Már Bjarnason og Kristján Helgi Stefánsson.

Eins og jafnan spila þáttastjórnendur nýja og funheita danstónlist úr ýmsum áttum. Múmíur kvöldsins eru tvær, við skoðum hvað var að gerast á PZ listanum í desember 2004 og spilum lög af honum sem hafa ekki heyrst mjög lengi. Það má eiginlega segja að DJ sett kvöldsins sé hálfgert múmíu sett en við kíkjum á stórt og pakkað Party Zone kvöld á Nasa í September 2003 þar sem breska Dj dúóið Layo & Bushwacka! trylltu lýðinn, en þeir voru mjög heitir á þessum tíma. Í safni þáttarins er upptaka frá þessu kvöldi uppá tæpa 3 tíma og spilum við flottan og vel valinn bút úr því í þætti kvöldsins.

Er aðgengilegt til 06. desember 2025.
Lengd: 1 klst. 55 mín.
,