Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Fjallað var um ríkisstjórnamyndun en síðustu daga hafa formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins setið að. Birgir Guðmundsson, stjórnmálafræðingur og prófessor við HA, fjallaði um stjórnarmyndanir út frá fræðunum; ýmislegt var lagt til grundvallar. Þá var stjórnarmyndunin 1980 rifjuð upp en þá myndaði Gunnar Thoroddsen, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, stjórn; Geir Hallgrímsson, formaður flokksins, var leiðtogi stjórnarandstöðunnar.
Endurbyggingu Notre Dame kirkjunnar í París er lokið eftir eldsvoðann 2019. Laufey Helgadóttir listfræðingur sem lengi hefur búið í París sagði frá kirkjunni og mikilvægi hennar.
Í spjalli um sígilda tónlist lék Magnús Lyngdal brot úr nokkrum verkum eftir Mozart. Karlakórinn Fóstbræður og Björgvin Halldórsson voru meðal flytjenda.
Tónlist:
Enginn veit - Sigrún Harðardóttir,
Ég bíð við bláan sæ - Anna Vilhjálms og Hljómsv. Magnúsar Ingimarssonar.
Comment te dire adieu - Françoise Hardy.
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
Föstudagsgestir Mannlega þáttarins í dag voru söngdívurnar og Frostrósirnar Margrét Eir og Dísella Lárusdóttir. Þær eru báðar á kafi í undirbúningi tónleika og ekki bara Frostrósatónleika heldur eru þær út og suður eins og margt tónlistarfólk þessa daganna. Við ræddum við þær í dag um lífið og tilveruna, Frostrósirnar og vertíðina í desember.
Svo var það matarspjallið með Sigurlaugu Margréti. Í dag töluðum við um gamla uppskriftarbæklinga sem fengust gjarnan í verslunum sem innihalda uppskriftir að hátíðarmatnum. Einn bæklinganna innihélt meðal annars uppskriftir að kengúrusteik og hérasteik, sem voru í boði til skamms tíma hér á landi.
Tónlist í þættinum:
It’s Christmas / Jamie Cullum (Jamie Cullum)
Af álfum / Frostrósir - Margrét Eir og Friðrik Ómar (Karl Olgeirsson samdi lag og texta)
Friður á Jörð / Frostrósir - Margrét Eir, Dísella og Hera Björk (Lowell Mason, texti Þorsteinn Eggertsson)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Forystumenn Viðreisnar, Flokks fólksins og Samfylkingarinnar verjast allra frétta af viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Miðað við reynslu undanfarinn áratug er ólíklegt að búið verði að mynda stjórn fyrir jól.
Seðlabankinn er farinn að horfa til þess að rýmka skilyrði fyrir fasteignakaupum en ekki kemur til greina að flýta næstu stýrivaxtaákvörðun, segir seðlabankastjóri.
Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík gagnrýnir að rekstur borgarinnar byggist á sölu eigna. Fjármálaáætlun Reykjavíkurborgar til tvöþúsund tuttugu og níu var samþykkt í gærkvöld.
Þingmenn í Suður-Kóreu undirbúa kæru á hendur forseta landsins til embættismissis. Forsetinn vakti bæði reiði og furðu þegar hann lýsti óvænt yfir herlögum í gær.
Skrifað var undir samstarfsyfirlýsingu í hádeginu vegna barna í viðkvæmri stöðu í Reykjavík. Þetta er liður í því að stemma stigu við auknu ofbeldi meðal barna.
Hitamet féllu víða á landinu í nóvember. Hiti fór í tæplega 24 stig í Öræfum.
Sveitarstjórnirnar í Dalabyggð og Húnaþingi vestra skoða kosti þess og galla að sameina sveitarfélögin. Þau eiga ýmis sameiginleg hagsmunamál eru því af mörgum talin sterkari sem ein heild.
Ísland er úr leik á Evrópumóti kvenna í handbolta en framtíðin er björt.
Útvarpsfréttir.
Hækkun raforkuverðs, á sama tíma og verðbólga hjaðnar, sýnir að raforkuframleiðsla hefur ekki haldið í við vöxt og viðgang samfélagsins, að mati Samtaka Iðnaðarins. Raforkuverð hefur hækkað um þrettán prósent undanfarin ár, sem er mesta hækkun frá 2011.
Starfandi matvælaráðherra hefði átt að ræða hvalveiðileyfi á ríkisstjórnarfundi, áður en hann gaf út leyfið, segir stjórnsýslufræðingur. Framkvæmdastjóri samtaka fyrirtæka í sjávarútvegi segir ekkert óeðlilegt við tímasetningu leyfisveitingarinnar.
Nærri þrjú hundruð þúsund hafa lagt á flótta í Sýrlandi frá því að átök milli stjórnarhersins og uppreisnarsveita blossuðu upp. Uppreisnarmenn, sem vilja steypa Assad forseta af stóli, hafa náð miklum árangri í sókn sinni.
Félag í eigu Skeljar hefur undirritað samkomulag um kaup á öllu hlutafé í Hringrás ehf.
Leiðtogi sósíalista á franska þinginu hefur ljáð máls á samstarfi um nýja ríkisstjórn í Frakklandi, með því skilyrði að hann fái forsætisráðherrastólinn. Frakklandsforseti ætlar að útnefna nýjan forsætisráðherra á næstu dögum.
Bláa lónið var opnað aftur í morgun eftir að hafa verið lokað í um tvær vikur. Búist er við um 1500 gestum í dag.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Guðmundur Oddgeirsson, fyrrverandi bæjarfulltrúi Íbúalistans í Ölfusi, segir að tengsl Elliða Vignissonar bæjarstjóra og Grétars Inga Erlendssonar bæjarfulltrúa við námufjárfesta í bænum séu óþægileg.
Þýska sementsfyrirtækið Heidelberg vill byggja mölunarverksmiðju í bænum og stendur íbúakosning nú yfir um verkefnið. Íslenskir námufjárfestar í Ölfusi, meðal annars Einars Sigurðsson útgerðarmaður, eru viðskiptafélagar þýska fyrirtækisins. Bæði Elliði og Grétar Ingi tengjast þessum fjárfestum og vinna líka fyrir sveitarfélagið Ölfus.
Prófessor í opinberri stjórnsýslu, Eva Marín Hlynsdóttir, segir að það felist pólitísk afstaða í því hjá meirihluta í sveitarfelagi að boða til íbúakosningar um framkvæmd eins og þessa verksmiðju.
Umsjón: Ingi F. Vilhjálmsson
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Samfélagið sendir út frá Þjóðarbókhlöðunni í Reykjavík, kynnir sér Kvennasögusafnið og fleira á fyrstu hæð byggingarinnar en fær líka að sjá vistarverur drauga og rannsaka harðlæsta hvelfingu í kjallaranum.
Gréta Sigríður Einarsdóttir, fréttamaður, ræðir umferðaröryggi, hraðasektir og jólin við Ásmund Kristinn Ásmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Vesturlandi.
Tónlist:
BOB DYLAN & THE BAND - Odds and Ends (Take 2).
Veraldarvefur tónlistarinnar. Lagasyrpur héðan og þaðan úr víðri veröld.
Tónlist frá útsendingarlogg 2024-12-06
Loyko - Jelem.
Manet, Raghunath - Alarippu.
Yamato Ensemble - 3 ballads in memory of Hida : No.3, Sugidama.
Labib, Wahbi, el-Arabi, Muhammad - Taqsim bayâti.
Massi, Souad - Hayati.
Belahcène, Nouba, Nedromi, Cheikh, Remitti, Cheikha, Medjahri, Abdelkader, Hamnache, Muhamed - Bakhta.
Tsapiky 2000 - Tsapiky 2000.
Mhuri yekwa Muchena - Chipembere.
Wade, Alune - Uthopic.
Albert, Jose El Canario, Sheila E., Escovedo, Pete - Descarga (feat. Jose Alberto "El Canario" & Pete Escovedo).
Arocena, Daymé - I rather let it go.
Farið er á söguslóðir skáldsögunnar Raunir Werthers unga eftir Goethe í bænum Wetzlar í Þýskalandi.
Lesarar eru Guðrún Gunnarsdóttir og Sigurlaug Margrét Jónasdóttir.
Umsjón: Arthúr Björgvin Bollason. (Áður á dagskrá 2007)
Í þessum þriðja og síðasta þætti um Charlottu Buff, fyrirmynd persónunnar Lottu í hinni þekktu skáldsögu Raunir Werthers unga er fjallað um þá mynd sem rithöfundurinn Thomas Mann dregur upp af Lottu og Goethe í skáldsögu sinni „Lotta í Weimar". Fluttir eru nokkrir valdar kaflar úr sögunni í þýðingu umsjónarmanns.
Lesari með umsjónarmanni er Sigurlaug Margrét Jónasdóttir.
Umsjón: Arthur Björgvin Bollason.
Rætt um menningarvikuna sem er að líða og það sem er efst á baugi og framundan um helgina.
Gestir Júlíu Margrétar og Júlíu Aradóttur voru þau Brynhildur Guðjónsdóttir Borgarleikhússtjóri og Jakob Bjarnar blaðamaður. Þau sögðu bæði frá myndlistarsýningum, Jón Óskar sýnir á Kjarvalsstofu og Brynhildur skellti sér á samsýningu í Grafíksalnum. Listamannalaunin voru rædd, Mikilvægt Rusl eftir Halldór Armand, Íslensku bókmenntaverðlaunin og Storytel. Jólastemning og skreytingar.
Kvöldfréttir útvarps
Kvöldfréttir útvarps
Samninganefndir Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins eru farnar að ræða ágreiningsmál flokkanna í viðræðum þeirra um myndun nýrrar stjórnar.
Yfirkjörstjórn í Suðvesturkjördæmi mun ekki ráðast í endurtalningu atkvæða. Kjörstjórnin kannaði framkvæmd þingkosninganna og ekkert benti til þess að framkvæmd talningar eða kjörfundar að öðru leyti hafi verið ábótavant.
Fyrirtæki í sjávarútvegi og ferðaþjónustu vona að flokkarnir þrír sem eru í stjórnarmyndunarviðræðum nálgist verðmætasköpun af skynsemi.
Fyrri umferð forsetakosninganna í Rúmeníu verður endurtekin eftir að stjórnlagadómstóll úrskurðaði að kosningarnar í síðasta mánuði væru ólögmætar. Rússar voru sakaðir um afskipti af kosningabaráttunni.
GPS mælingar og gervitunglagögn staðfesta að landris er hafið að nýju í Svartsengi. Virkni í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni hefur farið hægt minnkandi síðustu daga.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Þær tvær atvinnugreinar sem oftast eru nefndar þegar það þarf að ná pening inn í ríkiskassann eru sjávarútvegurinn og ferðaþjónustuna. Á síðasta ári sköpuðu þessar tvær atvinnugreinar meira en helming útflutningsverðmæta landsins. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar, og Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, komu í hljóðver til að ræða stöðu þessara tveggja atvinnugreina.
Alþjóðlegu mannréttindasamtökin Amnesty International birtu í gær skýrslu um rannsóknir sínar á hernaði Ísraelsmanna á Gasa. Meginniðurstaðan er sú, að Ísraelar séu að fremja hópmorð, það sem í daglegu tali er kallað þjóðarmorð, á Palestínumönnum á Gasa. Í inngangi að skýrslunni segir að á fyrstu tólf mánuðum hefndarstríðs Ísraela á Gasa hafi þeir drepið yfir 42.000 Palestínumenn, þar af yfir 13.300 börn, og sært yfir 97.000 til viðbótar.
Veðurstofa Íslands.
Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Leikin eru nokkur erlend popplög sem nutu vinsælda árið 1984. Hall & Oates flytja lagið Out of Touch, Tina Turner syngur lagið Better Be Good To Me, hljómsveitin Cars flytur lagið Drive, Pat Benatar syngur lagið We Belong, Huey Lewis & The News flytja lagið The Heart of Rock 'n' Roll, Stranglers flytja lagið Skin Deep, Alison Moyet syngur All Cried Out, Jim Diamond flytur lagið I Should Have Known Better og að lokum flytur Stevie Wonder lagið I Just Called To Say I Love You. Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Farið er á söguslóðir skáldsögunnar Raunir Werthers unga eftir Goethe í bænum Wetzlar í Þýskalandi.
Lesarar eru Guðrún Gunnarsdóttir og Sigurlaug Margrét Jónasdóttir.
Umsjón: Arthúr Björgvin Bollason. (Áður á dagskrá 2007)
Í þessum þriðja og síðasta þætti um Charlottu Buff, fyrirmynd persónunnar Lottu í hinni þekktu skáldsögu Raunir Werthers unga er fjallað um þá mynd sem rithöfundurinn Thomas Mann dregur upp af Lottu og Goethe í skáldsögu sinni „Lotta í Weimar". Fluttir eru nokkrir valdar kaflar úr sögunni í þýðingu umsjónarmanns.
Lesari með umsjónarmanni er Sigurlaug Margrét Jónasdóttir.
Umsjón: Arthur Björgvin Bollason.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Samfélagið sendir út frá Þjóðarbókhlöðunni í Reykjavík, kynnir sér Kvennasögusafnið og fleira á fyrstu hæð byggingarinnar en fær líka að sjá vistarverur drauga og rannsaka harðlæsta hvelfingu í kjallaranum.
Gréta Sigríður Einarsdóttir, fréttamaður, ræðir umferðaröryggi, hraðasektir og jólin við Ásmund Kristinn Ásmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Vesturlandi.
Tónlist:
BOB DYLAN & THE BAND - Odds and Ends (Take 2).
eftir Birgi Sigurðsson. Höfundur les.
„Hann var fastur í seigfljótandi neti lengst úti í myrkum geimnum. Hann reyndi að losa sig en möskvar myrkursins lögðust þéttar að honum. Skyndilega greindi hann ofurskært ljós í fjarska.“ - Þannig hefst þessi saga sem segir frá Arnari, manni á besta aldri sem kominn er á ákveðin endimörk í lífi sínu. Hjónabandi hans er í rúst, heilsan kannski á tæpu stigi, og Arnar ákveður að yfirgefa Reykjavík og snúa aftur á æskustöðvarnar í sveitinni. Þar tekur líf hans aðra stefnu og öðlast nýtt inntak. Hann nær eins konar viðkvæmu jafnvægi í sál sinni, en jafnframt gerast atburðir sem snerta hann djúpt. Sagan lýsir dramatísku uppgjöri, eins og fleiri verk höfundarins.
(Áður á dagskrá 2009)
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
Föstudagsgestir Mannlega þáttarins í dag voru söngdívurnar og Frostrósirnar Margrét Eir og Dísella Lárusdóttir. Þær eru báðar á kafi í undirbúningi tónleika og ekki bara Frostrósatónleika heldur eru þær út og suður eins og margt tónlistarfólk þessa daganna. Við ræddum við þær í dag um lífið og tilveruna, Frostrósirnar og vertíðina í desember.
Svo var það matarspjallið með Sigurlaugu Margréti. Í dag töluðum við um gamla uppskriftarbæklinga sem fengust gjarnan í verslunum sem innihalda uppskriftir að hátíðarmatnum. Einn bæklinganna innihélt meðal annars uppskriftir að kengúrusteik og hérasteik, sem voru í boði til skamms tíma hér á landi.
Tónlist í þættinum:
It’s Christmas / Jamie Cullum (Jamie Cullum)
Af álfum / Frostrósir - Margrét Eir og Friðrik Ómar (Karl Olgeirsson samdi lag og texta)
Friður á Jörð / Frostrósir - Margrét Eir, Dísella og Hera Björk (Lowell Mason, texti Þorsteinn Eggertsson)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Rætt um menningarvikuna sem er að líða og það sem er efst á baugi og framundan um helgina.
Gestir Júlíu Margrétar og Júlíu Aradóttur voru þau Brynhildur Guðjónsdóttir Borgarleikhússtjóri og Jakob Bjarnar blaðamaður. Þau sögðu bæði frá myndlistarsýningum, Jón Óskar sýnir á Kjarvalsstofu og Brynhildur skellti sér á samsýningu í Grafíksalnum. Listamannalaunin voru rædd, Mikilvægt Rusl eftir Halldór Armand, Íslensku bókmenntaverðlaunin og Storytel. Jólastemning og skreytingar.
Útvarpsfréttir.
Sævar Helgi Bragason verður gestur okkar í upphafi þáttar þegar við ræðum ákvörðun Donalds Trump um að tilnefna auðjöfurinn Jared Isaacman sem yfirmann Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna.
Bankastjóri Arion banka sagði í aðsendri grein á Vísi í gær að hægt væri að lækka vexti hressilega með því að breyta reglum sem valda svokölluðu Íslandsálagi, ástæðu þess að vextir á Íslandi eru almennt hærri en í nágrannalöndum okkar. Við ætlum að ræða skýringar bankastjórans og þær reglur sem þykja íþyngjandi við Þórólf Matthíasson, prófessor emeritus í hagfræði.
Bjarni Benediktsson hefur veitt Hval hf. og þremur öðrum fyrirtækjum leyfi til hvalveiða til næstu fimm ára. Hann segir málið ekki pólitískt og ekki hafi þurft að ræða það í starfsstjórn. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur ræðir það við okkur.
Sigurður Orri Hafþórsson, lögmaður og framkvæmdastjóri Húseigaendafélagsins, kemur til okkar eftir átta fréttir þegar við ræðum jólaskreytingar í fjölbýli og deilur innan húsfélaga.
Ólafur Ásgeirsson, einn handritshöfunda áramótaskaupsins og framleiðandinn og leikkonan Sandra Barilli líta við hjá okkur til að gera upp fréttir vikunnar.
Rás 2 blæs til árlegrar aðventugleði í Efstaleitinu þar sem góðir gestir líta við og dagskrárgerðarfólk Rásarinnar gírar sig upp fyrir jólin.
Aðventugleði Rásar 2 í beinni frá 9 - 12:20.
Felix Bergsson og Hulda G. Geirsdóttir tóku á móti góðum gestum og Þórður Helgi Þórðarson stýrði útsendingu. Silja Jónsdóttir barnasálfræðingur hjá SÁÁ sagði frá starfi SÁÁ í þjónustu barna og sölu jólaálfsins.
Sigurður Þorri Gunnarsson kynnti sér aðventuna í Mývatnssveit, Jólasveinana í Dimmuborgum og jólahefðir Mývetninga og ræddi við Úllu Árdal.
Þórarinn Eldjárn og Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundar litu við í spjall um jólabækurnar og Hljómsveitin Ylja ræddi við Matthías Má og tók lagið.
Rætt var um vinsælustu jóla-vinylplöturnar þegar Jóhann Ágúst Jóhannsson frá Reykjavík Record Shop og Sverrir Örn Pálsson frá Öldu Music komu í viðtal og Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir fyrrum ritstjóri Gestgjafans, sælkeri og blaðamaður gaf góð ráð varðandi jólamatinn.
Þá tóku Borgardætur lagið og ræddu við Óla Palla á torginu. Opnað var fyrir kosningu á manneskju ársins með Matthíasi Má Magnússyni, en hægt er að tilnefna fólk í gegnum ruv.is.
Tónlist:
Gunnar Þórðarson - Jól.
BAGGALÚTUR - Heims um bóleró.
Þórir Baldursson - Vetrarnótt (jóla).
DAÐI FREYR - Allir dagar eru jólin með þér.
Þorgrímur Einarsson, Þorgrímur Einarsson, Bessi Bjarnason - Á verkstæði jólasveinanna.
VALDIMAR - Hvað hefur orðið um jólin.
HLJÓMAR - Mývatnssveitin Er Æði.
Flott - Ó, Grýla taktu þér tak.
BOGOMIL FONT ÁSAMT STÓRSVEIT REYKJAVÍKUR - Hinsegin jólatré.
BERGSVEINN ARILÍUSSON - Þar Sem Jólin Bíða Þín.
SIGURÐUR GUÐMUNDSSON & MEMFISMAFÍAN - Jólin eru hér.
GDRN, Magnús Jóhann Ragnarsson, Bríet - Veðrið er herfilegt (ásamt Bríeti).
Vigdís Hafliðadóttir, Villi Neto - Hleyptu ljósi inn.
SÚPER ÚLTÍMET BRÓS, Fríða Hansen - Jólageit.
UNA STEF - Hey þú, gleðileg jól ft.Stórsveit Reykjavíkur.
LADDI - Snjókorn Falla.
RÍÓ TRÍÓ - Léttur yfir jólin.
BJÖRGVIN HALLDÓRSSON & JÓLAGESTIR - Alltaf á jólunum.
SAMÚEL JÓN SAMÚELSSON STÓRSVEIT - Ég fæ jólagjöf (Live - Aðventugleði Rásar 2 ?19) Ft. Magga Stína.
KK & ELLEN - Yfir Fannhvíta Jörð.
Stefán Hilmarsson - Dag einn á jólum (Someday at christmas).
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Hækkun raforkuverðs, á sama tíma og verðbólga hjaðnar, sýnir að raforkuframleiðsla hefur ekki haldið í við vöxt og viðgang samfélagsins, að mati Samtaka Iðnaðarins. Raforkuverð hefur hækkað um þrettán prósent undanfarin ár, sem er mesta hækkun frá 2011.
Starfandi matvælaráðherra hefði átt að ræða hvalveiðileyfi á ríkisstjórnarfundi, áður en hann gaf út leyfið, segir stjórnsýslufræðingur. Framkvæmdastjóri samtaka fyrirtæka í sjávarútvegi segir ekkert óeðlilegt við tímasetningu leyfisveitingarinnar.
Nærri þrjú hundruð þúsund hafa lagt á flótta í Sýrlandi frá því að átök milli stjórnarhersins og uppreisnarsveita blossuðu upp. Uppreisnarmenn, sem vilja steypa Assad forseta af stóli, hafa náð miklum árangri í sókn sinni.
Félag í eigu Skeljar hefur undirritað samkomulag um kaup á öllu hlutafé í Hringrás ehf.
Leiðtogi sósíalista á franska þinginu hefur ljáð máls á samstarfi um nýja ríkisstjórn í Frakklandi, með því skilyrði að hann fái forsætisráðherrastólinn. Frakklandsforseti ætlar að útnefna nýjan forsætisráðherra á næstu dögum.
Bláa lónið var opnað aftur í morgun eftir að hafa verið lokað í um tvær vikur. Búist er við um 1500 gestum í dag.
Rás 2 blæs til árlegrar aðventugleði í Efstaleitinu þar sem góðir gestir líta við og dagskrárgerðarfólk Rásarinnar gírar sig upp fyrir jólin.
Aðventugleði Rásar 2 í beinni frá 9 - 12:20.
Felix Bergsson og Guðrún Dís Emilsdóttir tóku á móti góðum gestum og Rúnar Róbertsson stýrði útsendingu.
Sigurður Þorri Gunnarsson kynnti sér lifandi jólatré í Kjarnaskógi. Viðmælandi Ingólfur Jóhannsson.
Sigurður Guðmundsson kom á svið og söng tvö af sínum klassísku jólalögum og rabbaði við Ólaf Pál Gunnarsson.
Við ræddum um jólasýninguna vinsælu Ævintýri í Jólaskógi og þær Þórunn Lárusdóttir sem leikur Grýlu og höfundurinn og leikstjórinn Anna Bergljót Thorarensen komu í spjall.
Næstu gestir á háborðinu voru þau Sunna Dís Másdóttir og Ragnar Jónason rithöfundar en þau eru bæði með bækur fyrir jólin. Bók Ragnars heitir Hulda og bók Sunnu Dísar er Kul.
Í kjölfarið komu Jazzkonur á svið ásamt Bogomil Font en Jazzkonur eru Kristjana Stefánsdóttir, Rebekka Blöndal, Silva Þórðardóttir, Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir og Sigrún Erla Grétarsdóttir. Með þeim léku Magnús Tryggvason Eliasen, Vignir Þór Stefánsson og Þorgrímur Jónsson auk Sigtryggs Baldurssonar í hlutverki Bogomil.
Systurnar Birgitta og Sylvia Haukdal komu á háborðið enda eru þær að senda frá sér nýja Lárubók, en þar fer Lára að baka.
Lokakafli jólaheimsóknar norður var viðtal sem Siggi Gunnars átti við leikarann og söngvarann Kristinn Óla eða Króla og Berg Þór Ingólfsson leikhússtjóra
og lokahnykkurinn var ljúfur söngur Emmsjé Gauta og Snorra Helgasonar.
Föstudagsgesturinn okkar í dag er einn af nýju þingmönnum landsins en það er sjálfur góðvinur Síðdegisútvarpsins Víðir Reynisson.
Jólin eru tími spilanna og við heyrum af tveimur nýjum í dag sem Guðrún Bjarnadóttir í Hespuhúsinu var að senda frá sér. Nýlega sendi hún frá sér tvö spil sem eru Jólasveinaspilið og Litla jólasveinaspilið sem eru auk þess að vera stór skemmtileg með ýmsum þjóðlegum fróðleik. Hún kom til okkar í heimsókn.
Sóli Hólm er ókrýndur jólakonungurinn í ár - þe að okkar mati en Sóli hefur selt upp 39 sýningar í Bæjarbíói. Hann gaf sér þó tíma til að líta til okkar í dag.
Og svo ætlum við að heyra af nýjum jólabjór - óáfengum auðvitað en hann ber nafnið Flippatappa jólabjór og er ættaður frá Höfn í Hornafirði. Kristján Hauksson eða Stjáni Hauks var á línunni.
Söfnunar- og skemmtiþáttur UNICEF er á dagskrá sjónvarpsBarnahjálpar Sameinuðu þjóðanna Sygin Blöndal og Steinunn Jakobsdóttir komu til okkar og sögðu frá.
Svo heyðum við af aðventumarkaði sem haldinn verður í Felagsgarði í Kjós á laugardaginn, alvöru sveitamarkaður. Við ræddum Helgu Hermannsdóttur.
Kvöldfréttir útvarps
Kvöldfréttir útvarps
Samninganefndir Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins eru farnar að ræða ágreiningsmál flokkanna í viðræðum þeirra um myndun nýrrar stjórnar.
Yfirkjörstjórn í Suðvesturkjördæmi mun ekki ráðast í endurtalningu atkvæða. Kjörstjórnin kannaði framkvæmd þingkosninganna og ekkert benti til þess að framkvæmd talningar eða kjörfundar að öðru leyti hafi verið ábótavant.
Fyrirtæki í sjávarútvegi og ferðaþjónustu vona að flokkarnir þrír sem eru í stjórnarmyndunarviðræðum nálgist verðmætasköpun af skynsemi.
Fyrri umferð forsetakosninganna í Rúmeníu verður endurtekin eftir að stjórnlagadómstóll úrskurðaði að kosningarnar í síðasta mánuði væru ólögmætar. Rússar voru sakaðir um afskipti af kosningabaráttunni.
GPS mælingar og gervitunglagögn staðfesta að landris er hafið að nýju í Svartsengi. Virkni í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni hefur farið hægt minnkandi síðustu daga.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Þær tvær atvinnugreinar sem oftast eru nefndar þegar það þarf að ná pening inn í ríkiskassann eru sjávarútvegurinn og ferðaþjónustuna. Á síðasta ári sköpuðu þessar tvær atvinnugreinar meira en helming útflutningsverðmæta landsins. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar, og Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, komu í hljóðver til að ræða stöðu þessara tveggja atvinnugreina.
Alþjóðlegu mannréttindasamtökin Amnesty International birtu í gær skýrslu um rannsóknir sínar á hernaði Ísraelsmanna á Gasa. Meginniðurstaðan er sú, að Ísraelar séu að fremja hópmorð, það sem í daglegu tali er kallað þjóðarmorð, á Palestínumönnum á Gasa. Í inngangi að skýrslunni segir að á fyrstu tólf mánuðum hefndarstríðs Ísraela á Gasa hafi þeir drepið yfir 42.000 Palestínumenn, þar af yfir 13.300 börn, og sært yfir 97.000 til viðbótar.
Fréttastofa RÚV.
Kletturinn sér um að koma þér í gírinn á föstudagskvöldum. Rokk er rauði þráðurinn í gegnum þáttinn í eins teygjanlegum skilningi og mögulegt er. Rokk, indie rokk, indie popp, dans-pönk, nýbylgja, alt-rokk, síðpönk og country verður á boðstólum í hrærigraut af stemmingu og straumum.
Umsjón: Karl Sölvi Sigurðsson.
Umsjón: Karl Sölvi Sigurðsson
Flotkví - Ensími
Club Foot - Kasabian
Plug In Baby - Muse
What You Know - Two Door Cinema Club
Hate To Say I Told You So - The Hives
You Only Live Once - The Strokes
Evil Eye - Franz Ferdinand
Cold Cold Cold - Cage The Elephant
Everything Now - Arcade Fire
London Calling - The Clash
Í draumalandinu - Spacestation
Hang Me Up To Dry - Cold War Kids
Tokyo (Vampires & Wolves) - The Wombats
The Drop - Sports Team
Buddy Holly - Weezer
Cobrastyle - Teddybears
Feel - The Heavy Heavy
Song Away - Hockey
Bullet With Butterfly Wings - The Smashing Pumpkins
The World Is A Place For Kids Going Far - Lada Sport
Karma Police - Radiohead
Go - Chemical Brothers
Howlin' For You - The Black Keys
Sit Next To Me - Foster The People
Mixed Bizness - Beck
Coffee & Tv - Blur
Allt sem þú lest er lygi - Maus
Lef Hand Free - Alt-J
R U Mine? - Arctic Monkeys
Bohemian Like You - The Dandy Warhols
Starburster - Fontaines D.C.
Sabotage - Beastie Boys
Moonage Daydream - David Bowie
Svuntuþeysir - Botnleðja
Dead Leaves and the Dirty Ground - The White Stripes
Seasons (Waiting on You) - Future Islands
DLZ - Tv On The Radio
North American Scum - LCD Soundsystem
How Soon Is Now? - The Smiths
PartyZone - Dansþáttur þjóðarinnar frá 1990 - Við grúskum í og spilum alla heitustu danstónlistina í dag í bland við dansbombur fortíðar í dagskrárliðnum múmía kvölsins.
Sem fyrr eru plötusnúðar þungamiðja þáttarins og munu helstu plötusnúðarnir koma í heimsókn og taka DJ sett. Mánaðarlega kynnum við Topp 30 PartyZone listann valinn af plötusnúðunum. Við segjum fréttir af íslensku danssenunni og gefum íslenskri danstónlist sérstakan sess í þessari endurkomu PZ í línulega dagskrá á Rás 2.
Umsjón: Helgi Már Bjarnason og Kristján Helgi Stefánsson.
Eins og jafnan spila þáttastjórnendur nýja og funheita danstónlist úr ýmsum áttum. Múmíur kvöldsins eru tvær, við skoðum hvað var að gerast á PZ listanum í desember 2004 og spilum lög af honum sem hafa ekki heyrst mjög lengi. Það má eiginlega segja að DJ sett kvöldsins sé hálfgert múmíu sett en við kíkjum á stórt og pakkað Party Zone kvöld á Nasa í September 2003 þar sem breska Dj dúóið Layo & Bushwacka! trylltu lýðinn, en þeir voru mjög heitir á þessum tíma. Í safni þáttarins er upptaka frá þessu kvöldi uppá tæpa 3 tíma og spilum við flottan og vel valinn bút úr því í þætti kvöldsins.