08:05
Fram og til baka
Rósa og staðir lífsins
Fram og til baka

Felix Bergsson fer fram og til baka í tíma og rúmi með hlustendum Rásar 2. Hann skoðar gjarnan það sem gerðist á deginum á árum áður, fylgist með því sem efst er á baugi í menningarlífinu og fær svo góða gesti í Fimmuna. Þeir segja af fimm atriðum sem hafa haft djúp áhrif á líf þeirra.

Gestur Felix í fimmunni í Fram og til baka er Rósa Magnúsdóttir sagnfræðingur sem hefur vakið mikla athygli fyrir umfjöllun sína um Rússland og málefni tengd stríðinu í Úkraínu. Rósa talar um fimm staði sem hafa haft áhrif á líf hennar og mun Rússland að sjálfsögðu koma við sögu

Svo hringir Felix í Suðurnesjabæ og heyrir af bæjarhátíðinni þar sem nær hápunkti um helgina. Bæjarstjórinn Magnús Stefánsson verður á línunni.

Var aðgengilegt til 25. ágúst 2024.
Lengd: 1 klst. 54 mín.
,