Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Guðrún Karls Helgudóttir flytur.
Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.
Vínill vikunnar í þetta sinn var platan Stop Making Sense frá árinu 1984 með bandarísku hljómsveitinni Talking Heads.
A-hlið plötunnar:
Psycho Killer,
Swamp,
Slippery People,
Burning Down the House,
Girlfriend is Better,
B-hlið:
Once in a Lifetime,
What a Day That Was,
Life During Wartime,
Take Me to the River
Bónuslag:
This Must Be The Place (Naive Melody)
Umsjón: Gunnar Hansson.
Sagt frá uppruna og fyrstu þrjátíu æviárum Fridu Kahlo, sem var einn merkasti kvenmálari Mexikó á fyrri hluta 20.aldar:
Umsjón: Halldóra Friðjónsdóttir (Frá 2001)
Fyrri þáttur af tveimur um mexíkósku listakonuna Fridu Kahlo.
Sagt frá uppruna og fyrstu þrjátíu æviárum Fridu Kahlo, sem var einn merkasti kvenmálari Mexikó á fyrri hluta 20.aldar:
Jón Proppé listfræðingur er tekinn tali í þættinum og segir hann meðal annars frá helstu áhrifaþáttum í listsköpun Fridu.
Umsjón: Halldóra Friðjónsdóttir
(Frá 2001)
Umsjón: Kristján Kristjánsson.
Veðurstofa Íslands.
Anna Marsý leitar uppi ástarsögur fyrir hlustendur Rásar 1 og hlaðvarpsins: þessar rómantísku, þessar sorglegu, þessar hversdagslegu og allt þar á milli.
Umsjón: Anna Marsbil Clausen
Í Ástarsögum er tilveran skoðuð frá ýmsum hliðum í gegnum sögur ólíkra viðmælenda af allskonar ást.
Umsjón: Anna Marsibil Clausen.
Sögumenn: Anna Lísa, Atli og Ásrún
Viku eftir 20 vikna sónar fékk Anna Lísa verki. Svona eins og slæma túrverki. En hún er samt enn þá mamma Örlygs.
Listamaðurinn Ragnar Kjartansson bauð Atla og Ásrúnu í mat á Snaps. Þau komust ekki í aðalréttinn en mættu samt í desert. Þegar þau gengu út seinna um kvöldið voru þau búin að ákveða að leika ástarleik í myndbands-innsetningunni Scenes from Western Culture.
Umsjón: Anna Marsibil Clausen.
Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.
Gestir Vikulokanna eru Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndararsjóðsins og fyrrverandi ritstjóri, Snærós Sindradóttir fjölmiðlakona og háskólanemi, og Árni Helgason lögfræðingur. Rætt var um hækkun stýrivaxta í vikunni og viðbrögð við þeim, stjórnarsamstarfið á miðju kjörtímabili og ágreining milli stjórnarflokka, stöðu stjórnarandstöðunnar, efnahagsmál, tekjublöðin og fleira.
Umsjón: Bergsteinn Sigurðsson
Tæknimaður: Kári Guðmundsson
Íslenskt lag eða tónverk.
Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.
Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
Bíóaðsókn fór fram úr björtustu vonum í sumar þegar fólk víða um heim flykktist í kvikmyndahús til að sjá bæði Barbie, sem við heyrðum í áðan og svo myndina um ævi og uppfinningar Oppenheimers, föður kjarnorkusprengjunnar. Myndin hverfist um eðlisfræðinginn J. Robert Oppenheimer, sem fór fyrir Manhattan-verkefni Bandaríkjastjórnar. Myndinni verður ekki spillt þó að hér sé sagt, að ætlunarverkið tókst ? kjarnorkusprengjan leit dagsins ljós. Og við erum ekki að skemma fyrir neinum þó rakinn sé sá hryllingur sem beið íbúa Hiroshima og Nagasaki, skömmu síðar. Það er vegna þess, að það er alls ekkert rakið í myndinni. Sennilega er það ástæðan fyrir því að stórmyndin Oppenheimer hefur ekki enn verið frumsýnd í Japan og verður það mögulega aldrei. Japanar eru margir óánægðir með hve lítið myndin fjallar um þær hörmungar sem Bandaríkjamenn ollu með kjarnorkuvopnum sínum. Það fór líka fyrir brjóstið á þeim þegar Oppenheimer var auglýst samhliða Barbie, þá af miklum gáska og húmor. Frásagnir eftirlifenda frá Hiroshima og Nagasaki, þeirra einu sem þekkja áhrif kjarnavopna á eigin skinni, eru enda ekkert til að hlæja að eins og við heyrum í þessari umfjöllun Odds Þórðarsonar.
Heimsmeistaramótið í knattspyrnu kláraðist síðastliðinn sunnudag þegar Spánverjar unnu Englendinga. Þær spænsku tóku við keflinu af bandaríska liðinu sem vann mótið í síðustu tvö skipti þar á undan. Þótt bandaríska liðið hafi ekki riðið eins feitum hesti frá þessu heimsmeistaramóti var athyglin, eðli málsins samkvæmt, á þeim framan af móti, bæði vegna gengis á síðustu tveimur heimsmeistaramótum og vegna þess að þeirra skærasta stjarna undanfarin ár, Megan Rapinoe, boðaði fyrir mótið að það yrði hennar síðasta. Birta kynnti sér afrek og arfleifð Megan Rapinoe.
Umsjónarmenn Heimskviða eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
Gestur úr Mannlega þættinum talar um bækur.
Lesandi vikunnar í Mannlega þættinum í þetta sinn var Steinunn Rögnvaldsdóttir félags- og kynjafræðingur sem vinnur við mannauðsmál hjá Reykjavíkurborg. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Steinunn talaði um eftirfarandi bækkur:
Stone Blind e. Natalie Haynes
The Patriarchs e. Angela Saini
Brennunjálssögu
Jólagestir hjá Pétri e. Sven Nordqvist
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Pétur Grétarsson slagverksleikari, Kjartan Valdimarsson, sem spilar á hljómborð ýmisleg og Óskar Guðjónsson, sem blæs í saxófón, settur niður í skúrnum hjá Pétri til að reyna að spila frjálsan jazz. Eftir óteljandi stundir í skúrnum varð Skúrin(n) til og rataði á plötur. Umsjón: Árni Matthíasson.
Lagalisti:
Skúrin(n) - Róið fram í gráðið
Skúrin(n) - Bjartsýniskast
Skúrir í grennd/Imminent Showers - Fyrsta viðvörun í september, glerið hristist í skápunum
Skúrin(n) - Örvunarskammtur
Óútgefið - Septembertrack 22 01
Finnst þér stundum eins og ekkert skipti máli? Og að ekkert hafi merkingu? Ef svo er langar okkur að óska þér til hamingju, því við erum með þáttinn fyrir þig. Í þættinum Ekkert skiptir máli, förum við vítt og breytt um heim vísinda og fræða, skoðum neindir og tómarúm, sjálfið tímann og hugsunina til þess að skilja hvernig ekkert, skiptir raunverulega máli.
Fyrir viku síðan hófst leitin að engu. Þáttarstjórnendur horfðu til himins og reyndu að skyggnast inn í atómið en ekkert ekkert var þar að finna. En þrátt fyrir það er hugmyndin um það til. Því er nauðsynlegt að skoða hugarheim mannsins sem gerist sekur um að hugsa þetta ekkert inn í heim sem vill ekkert með það hafa. Í þessum þætti verður leitað til tveggja tilvistarspekinga, þeirra Ragnheiðar Eiríksdóttur og Vilhjálms Árnasonar, til að varpa ljósi á þetta ekkert eins og það birtist í hugarheimi mannsins.
Umsjónarmenn eru Snorri Rafn Hallson og Tómas Ævar Ólafsson.
Er lífið ein stór tilviljun? Í þessum þætti talar Friðrik Agni Árnason við móður sína Mayu Jill Einarsdóttur og skyggnist á bak við hennar sögu. Maya fannst úti á götum Bombay fyrir 55 árum en það var svo þýsk hjúkka, Liselotte Bensch-Fuchs sem sótti Mayu til Indlands og fór með hana til Íslands. Hvernig kom það til? Hlustendur kynnast hér áhugaverðum sögum tveggja kvenna sem tvinnast saman á fallegan hátt en geymir einnig ýmsar áskoranir og flóknar ákvarðanir.
Lesari: Jórunn Sigurðardóttir
Framleiðsla: Þorgerður E. Sigurðardóttir.
Vera Sölvadóttir fjallar um skáldið og listakonuna Ástu Sigurðardóttur. Fluttir verða tveir þættir um líf listakonunnar og ótímabæran dauða hennar. Ásta Sigurðardóttir vakti mikla athygli á sjötta áratug síðustu aldar og hefur nafn hennar haldist á lofti allar götur síðan. Það voru ekki einungis verk Ástu sem vöktu athygli fólks heldur persónan og náttúrubarnið Ásta sjálf.
Ásta sýndi einstaka listræna hæfileika bæði á sviði rit- og myndlistar. Sögur hennar og myndir bera vott um tilfinningaríka og hreinskipta listakonu, sem á ögrandi hátt storkaði viðteknu siðgæði í smábænum Reykjavík um miðja 20. öld. Auk þess var Ásta oft kölluð Ásta módel og varð vinsælt umræðuefni bæjarbúa þar sem hún hafði að atvinnu að sitja fyrir nakin fyrir myndlistarnema. Ásta Sigurðardóttir andaðist í Reykjavík, langt fyrir aldur fram, þann 21. desember árið 1971, aðeins 41 árs að aldri.
Á árunum 1951-1953 skrifaðist Ásta Sigurðardóttir á við Oddnýju yngri systur sína sem þá var búsett í Kaupmannahöfn. Á sama tíma var Ásta að gefa út sínar fyrstu smásögur sem vöktu óskipta athygli. Bréfin eru skrifuð á miklum straumhvarfaárum í lífi listakonunnar og varpa frekara ljósi á á persónu hennar og tilveru. Þrátt fyrir að sögur Ástu hafi vakið hneykslun og jafnvel þótt ósæmilegar hafa þær sannarlega staðið tímans tönn enda hefur Ásta stimplað sig rækilega inn í sögu íslenskra bókmennta og skáldverk hennar eru löngu orðin klassík. Vera Sölvadóttir fjallar um skáldið og listakonuna Ástu Sigurðardóttur.
Fréttir
Útvarpsfréttir.
Pétur Grétarsson fléttar saman þokkalegum lögum úr ýmsum áttum sem mynda helgarfléttuna.
Lagalisti:
Salut d'amour - Edward Elgar - Ludwig Orchestra - Dance With Me 2022
Enamorado de Júpiter - Wallada bint al-Mustakfi - Jon Balke og Mona Boutchebak - Hafla 2022
Amor eða Aþena - Gunnar Þórðarson/Friðrik Erlingsson - Elmar Þór Gilbertsson með Sinfóníuhljómsveit Íslands stj Petri Sakari - Ragnheiður 2014
Fedora : Amor ti vieta - Umberto Giordano - Rolando Villazón - Münchner Rundfunkorchesta - Opera recital 2006
Quanto ha di dolce Amore- Carlo da Venosa Gesualdo - Gesualdo Consort Amsterdam - Madrigali Libri 1-3 - 2005
Clementina : Almas que amor sujetó - Luigi Boccherini - Maria Bayo og Les Talens Lyriques - Arias de zarzuela barroca 2003
L'elisir d'amore - Gaetano Donizetti - Ramon Vargas með Münchner Rundfunkorchester - L'amour l'amour 1999
Amor ti vieta = ástin hindrar - A Colautti/U Giordano - Stefán Íslandi með Tivoli Concert Orchestra1936
En mands kærlighed - Tove Ditlevsen/Mats Bjarki Gustavii - Hanne Juul - 10 visor 2007
Er ástin andartaks draumur? = Hi lilli hi lo - Bronislaw Kaper/Loftur Guðmundsson - Erla Þorsteinsdóttir 1955
Ljóð um ástina - Valgeir Guðjónsson/Sigurður Bjóla Garðarsson - Sigrún Hjálmtýsdóttir - Diddú -60 ára 2015
Stóra stóra ást - Örn Elías Guðmundsson - Mugison 2023
Veðurstofa Íslands.
Dánarfregnir.
Sveiflutónlist og söngdansar að hætti hússins.
Jónatan Garðarsson valdi.
Tríó Stanley Jordan leikur lögin Over The Rainbow, Autumn Leaves, Lady In My Life, Ipressions, Stolen Moments og Return To Expedition. Söngkonan Mona Larsen syngur lögin Blue Morning, Searching, Moments, Ships In The Night og Strange To Love. Kvintett Art Blakey leikur lögin Now's The Time, A Night In Tunisia og Split Kick.
Á þessum myrkasta tíma ársins er vert að leiða hugann að ljósinu og manninum sem færði okkur það undur sem ljósaperan er. Í þættinum rekur Snorri Rafn Hallsson sögu Thomasar Edisons og þessarar merkilegu uppfinningar.
Viðmælandi: Baldur Arnarson.
Árið 1950 gaf vísindaskáldsagnahöfundurinn L. Ron Hubbard út bókina Dianetics: The Modern Science of Mental Health, sem síðar varð grunnrit Vísindakirkjunnar. Díanetíkin er sálfræðimeðferð sem byggir á yfirheyrslum og rafmælingum til að hreinsa neikvæða reynslu úr viðbragðshuganum svokallaða. Díanetíkin var upphaflega hugsuð sem vísindi en naut meiri vinsælda sem trúarbrögð og skipta fylgjendur Vísindakirkjunnar tugum þúsunda um allan heim.
Í þættinum skoðum við trú, sálfræði, tækjabúnað og sögu Vísindakirkjunnar.
Umsjón: Snorri Rafn Hallsson.
Veðurstofa Íslands.
Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.
Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, að ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.
Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.
Litla flugan er á dagskrá Rásar 1 á fimmtudagsmorgnum kl. 10:15 og endurflutt á föstudagskvöldum kl. 22:15. Þar leikur Lana Kolbrún Eddudóttir allskonar tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við KK-sextettinn, Lúdó og Stefán, Monicu Zetterlund og Ragnar Bjarnason. Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, að ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.
Netfang þáttarins: <a href="mailto:[email protected]">[email protected]</a>
Fjallað um bresku söngkonuna Dusty Springfield [1939-1999] og rifjuð upp nokkur af hennar bestu lögum, þ.á.m stórsmellurinn You don't have to say you love me, frá árinu 1966. Leikin lög af plötunum A girl called Dusty (1964), Where am I going (1967) og Dusty in Memphis (1969) o.fl, ásamt lagi með hljómsveitinni The Springfields (1961), en í þeirri hljómsveit var Dusty áður en hún hóf sólóferil sinn árið 1963.
Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.
Gestir Vikulokanna eru Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndararsjóðsins og fyrrverandi ritstjóri, Snærós Sindradóttir fjölmiðlakona og háskólanemi, og Árni Helgason lögfræðingur. Rætt var um hækkun stýrivaxta í vikunni og viðbrögð við þeim, stjórnarsamstarfið á miðju kjörtímabili og ágreining milli stjórnarflokka, stöðu stjórnarandstöðunnar, efnahagsmál, tekjublöðin og fleira.
Umsjón: Bergsteinn Sigurðsson
Tæknimaður: Kári Guðmundsson
Útvarpsfréttir.
Tónlist af ýmsu tagi.
Felix Bergsson fer fram og til baka í tíma og rúmi með hlustendum Rásar 2. Hann skoðar gjarnan það sem gerðist á deginum á árum áður, fylgist með því sem efst er á baugi í menningarlífinu og fær svo góða gesti í Fimmuna. Þeir segja af fimm atriðum sem hafa haft djúp áhrif á líf þeirra.
Gestur Felix í fimmunni í Fram og til baka er Rósa Magnúsdóttir sagnfræðingur sem hefur vakið mikla athygli fyrir umfjöllun sína um Rússland og málefni tengd stríðinu í Úkraínu. Rósa talar um fimm staði sem hafa haft áhrif á líf hennar og mun Rússland að sjálfsögðu koma við sögu
Svo hringir Felix í Suðurnesjabæ og heyrir af bæjarhátíðinni þar sem nær hápunkti um helgina. Bæjarstjórinn Magnús Stefánsson verður á línunni.
Umsjón: Salka Sól Eyfeld.
Hljóðvegur 1 er á síðdegisvaktinni í sumar.
Umsjón: Steiney Skúladóttir, Jóhann Alfreð Kristinsson, Kristján Freyr Halldórsson og Valdís Eiríksdóttir.
Umsjón: Steiney Skúladóttir og Jóhann Alfreð Kristinsson.
Jóhann Alfreð var á flakkinu en stoppaði hann lengi vel í Mosfellsbænum áður en að leið hans lá í Hamraborgina á meðan að Kalli silgdi skútunni úr Efstaleitinu og slóg á þráðinn á Hvolsvöll, Patreksfjörð og svo að lokum í Hafnarfjörðinn.
Viðmælendur Kalla:
Páll Hauksson stofnandi Blús milli fjalls og fjöru
Árný Lára Karvelsdóttir - Markaðs- og kynningarfulltrúi hjá Rangárþingi eystra
Sunna Magnúsdóttir verkefnastjóri menningar- og ferðamála í Hafnafjarðarbæ
Lagalisti:
Úpsí búpsí - Ragga Gísla
Only Wanna Bew With You - Hootie & The Blowfish
Þú ert stormur - Una Torfa
Scar Tissue - Red Hot Chili Peppers
Ekkert þras - Egill Ólafs
Thinking Hard - Cell7 & Moses Hightower
The Logical Song - Supertramp
Kiss From A Rose - Seal
Venus - Bríet & Ásgeir
When I Grow Up - Garbage
Self Control - Laura Branigan
Ég ætla að skemmta mér - Albatross
Vesturbæjar beach - BSÍ
Skína - Patrik & Luigi
Barbaric - Blur
Ég sé rautt - Celebs & Diljá
Hey Jude - The Beatles
Born In The U.S.A. - Bruce Springsteen
Blindfullur - Stuðmenn
Gloria - Laura Branigan
(It Goes Like) Nanana - Peggy Gou
The Long Face - Mínus
You're My Heart You're My Soul - Modern Talking
Love From 99' - Hjaltalín
I went Outside - Árný Margrét
Heat Of The Moment - Asia
It's Still Rock And Roll To Me - Billy Joel
Kramið hjarta - Valgeir Guðjónsson
Where Is My Mind? - Pixies
Kling klang - Dátar
Hér er ég kominn - Baggalútur
Cuba - Gibson Brothers
Dýrið gengur laust - Ríó Tríó
Íslensk dægurlagasaga í tali og tónum. Í þáttunum er eitt ár í íslenskri dægurlagtónlistarasögu tekið fyrir í einu frá árinu 1980 til 2020. Umsjónarmenn: Ásgeir Eyþórsson og Gunnlaugur Jónsson.
Helstu straumar og stefnur í íslenskri tónlist eru til umfjöllunar og eitt ár tekið fyrir í einu.
Í þessum þætti er að finna tóndæmi frá íslenska tónlistarárinu 1990 með Björk, Mannakornum, Björgvin Halldórssyni, Stjórninni, Sigrúnu Evu, Eyjólfi Kristjánssyni & Birni Jörundi, Todmobile, Bubba Morthens, Gildrunni, Ladda, Langa Sela og skuggunum, Stuðmönnum, Megasi, Friðrik Karlssyni, Nýdönsk, Sálinni hans Jóns míns, Sykurmolunum, Djasshljómsveit Konráðs Bé, Danshljómsv Hjalta Guðgeirssonar, Pís of Keik, Rikshaw, Loðinni Rottu, Possibillies, Risaeðlunni, Síðan skein sól, Pöpum, KK Bandi, Upplyftingu, Sléttuúlfunum, Nabblastrengjum. Sverrir Stormsker, SúEllen, Bless o.fl.
Meðal viðmælenda í ellefta þættinum, þar sem íslenska tónlistarárið 1990 er tekið fyrir, eru Björk, Sigga Beinteins, Grétar Örvars, Þorvaldur Bjarni, Bubbi, Jakob Frímann, Egill Ólafs, Daníel Ágúst, Sigtryggur Baldurs, Máni Svavars, Jón Ólafs, Dóra Wonder, Magga Stína, Helgi Björns, Jakob Smári og Björgvin Halldórs.
Umsjón: Ásgeir Eyþórsson og Gunnlaugur Jónsson.
Lagalisti:
Björk & Tríó Guðmundar Ingólfssonar - Gling gló/Brestir og brak
Mannakorn - Samferða/Haltu mér fast/Óralangt í burtu
Björgvin Halldórsson - Sú ást er heit
Stjórnin - Eitt lag enn/Ég lifi í voninni
Sigrún Eva - Ég féll í stafi
Eyjólfur Kristjánsson & Björn Jörundur - Álfheiður Björk
Todmobile - Eldlagið/Pöddulagið/Brúðkaupslagið
Bubbi Morthens - Stúlkan sem starir á hafið/Syneta/Blóðbönd
Lárus Ingi - Eltu mig uppi
Gildran - Andvökunætur/Vorkvöld í Reykjavík
Laddi - Ég er afi minn
Langi Seli og skuggarnir - Einn á ísjaka
Hjálparsveitin - Neitum að vera með
Stuðmenn - Sumar í Reykjavík/Ofboðslega frægur
Megas - Ungfrú Reykjavík
Friðrik Karlsson - Road To Salsa/Sin Ti
Nýdönsk - Nostradamus/Skynjun/Frelsið
Sálin Hans Jóns Míns - Ekki
Sugarcubes - Top of the world
Djasshljómsveit Konráðs Bé - Kaupakonan hans Gísla í Gröf/Vindlingar og viskí
Danshljómsv Hjalta Guðgeirssonar - Gamalt og gott
Pís of Keik - Lag eftir Lag
Rikshaw - Promises Promises
Loðin Rotta - Blekkingin
Possibillies - Haltu fast/Tunglið mitt
Risaeðlan - Kindness & Love/Hope
Síðan skein sól - Nóttin, hún er yndisleg/Halló ég elska þig
Papar - Hrekkjalómabragur
KK Band - I got a woman
Upplyfting - Einmanna
Sléttuúlfarnir - Akstur á undarlegum vegi/Ég er ennþá þessi asn
Nabblastrengir - Engin miskunn
Sverrir Stormsker - Hildur
Sú Ellen - Elísa
Bless - Alone at the movies/Yonder
Bubbi Morthens - Kaupmaðurinn á horninu
Fréttir
Útvarpsfréttir.
Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir.
Fréttastofa RÚV.
Sýrður rjómi var á dagskrá Rásar 2 á fyrsta áratug aldarinnar eftir að hafa verið á öldum ljósvakans áður á öðrum miðlum. Nú á afmælisári Rásar 2 snýr hann aftur undir stjórn Árna Þórs Jónssonar, stundum nefndur Zúri gæinn. Þessi þáttur kynnti undantekningarlaust tónlist sem hvergi annarsstaðar fékk eitthvað vægi. Háskólarokk frá Bandaríkjunum, tilraunakennd raftónlist eða íslenskt indie, allt heyrðist það í þættinum. Fyrri þátturinn mun vekja upp minningar, en sá síðari mun líkjast því sem þátturinn væri ef hann væri enn í loftinu.
Lagalisti:
Sparks - So May we Start (feat. Simon Helberg)
Galen & Paul - Lonely Town
The Waeve - Kill Me Again
Brian Eno / John Cale - Spinning Away
BC Camplight - Kicking Up A Fuzz
The Gun Club - For the Love of Ivy
Spacestation - Hvítt Vín
Morgan Delt - Some Sunsick Day
Slowblow - My Life Underwater
Preoccupations (Viet Cong) - Continental Shelf
The Brian Jonestown Massacre - Ballad of Jim James
Suð - Made
Cate Le Bon - Mothers Mothers Magazines
Helmet - Sinatra
Built To Spill - Made up Dreams
Damien Jurado - Cloudy Shoes
Weyes Blood - Seven Words
Jess Williamson - I See the White
Palm Springs - Caroline
Big Thief - Mary
Mack Sigis Porter - Miles to Go
Spjallað við landann og leikin tónlist úr öllum áttum á laugardagskvöldum. Ljúfir tónar, brjálað rokk og óskalög úr öllum landshornum.