22:10
Litla flugan
Dusty Springfield
Litla flugan

Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.

Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, að ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.

Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.

Fjallað um bresku söngkonuna Dusty Springfield [1939-1999] og rifjuð upp nokkur af hennar bestu lögum, þ.á.m stórsmellurinn You don't have to say you love me, frá árinu 1966. Leikin lög af plötunum A girl called Dusty (1964), Where am I going (1967) og Dusty in Memphis (1969) o.fl, ásamt lagi með hljómsveitinni The Springfields (1961), en í þeirri hljómsveit var Dusty áður en hún hóf sólóferil sinn árið 1963.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 40 mín.
e
Endurflutt.
,